Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
Síminn á afgreiðslunni er
83033
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982
Samningaumleitanir í ríkisverksmiðjunum:
Slitnaði upp úr
viðræðum í gær
í (i/KR slitnaði upp úr viðræðum um samninga starfsfólks í rikisverksmiðjunum á
Akranesi, Gufunesi og við Mývatn. Samningar hafa verið lausir frá 15. desember
og var málinu fyrir nokkrum vikum visað til sáttasemjara ríkisins i fyrsta skipti.
— Kg sé ekki annað, en framundan sé verkfallsboðun og siðan verkfall ef ekki
verður veruleg breyting á, sagði Halldór lljörnsson, varaformaður Dagsbrúnar og
einn samningamanna verkalýðsfélaga, i gær.
A fundinum í gær gerði vinnu-
málanefnd ríkisins verksmiðjufólk-
inu tilboð, sem Halldór Björnsson
sagði, að alls ekki hefði verið neinn
samningsgrundvöllur. Fulltrúar
verkalýðsfélaganna tilkynntu sátta-
semjara, að á næstunni yrðu haldnir
fundir í verksmiðjunum og rætt um
stöðuna. Aðspurður hvað það þýddi
sagði Halldór, að sum félaganna
hefðu þegar aflað sér verkfallsheim-
ildar og hin myndu eflaust gera það
á næstunni.
Samkvæmt upplýsingum Mbl. var
um samning til lengri tíma að ræða í
tilboði ríkisins. Þegar farið var að
ræða kaupliði, samningstíma og
orlofsuppbót kom í ljós að langt bil
var á milli aðila og upp úr viðræðum
slitnaði.
ASÍ setur ákveðin skil-
yrði verði nýr vísitölu-
grunnur tekinn í notkun
KAUPLAGSNEFND vinnur nú að því að úrvinnslu á neyzlukönnun Ijúki á
næstunni, þannig, að hægt verði að taka nýjan visitölugrundvöll i notkun með
vorinu. Kins og fram hefur komið er neyzla á lambakjöti og ýmsum öðrum
landbúnaðarvörum minni nú en er síðasta neyzlukönnun var gerð og núgildandi
grundvöllur var fundinn.
Forystumenn launþega hafa gert
fyrirvara við nýjan grunn og hafa
farið fram á ákveðnar tryggingar af
hálfu stjórnvalda hvernig niður-
greiðslum verður hagað vegna breyt-
inga á vægi landbúnaðar. „Við höf-
um frá upphafi reynt að gera stjórn-
völdum ljóst, að það þarf að uppfylla
ákveðin skilyrði áður en raunhæft er
að tala um nýjan vísitölugrundvöli.
Stærsta málið í þessu sambandi er
hvernig farið verður með niður-
greiðslurnar. Þetta er ekki aðeins
spurning um hvaða áhrif það hefur á
vísitöluna í heild sinni, heldur er
þetta í hæsta máta spurning um það
hvaða áhrif það hefur fyrir tekju-
lægsta fólkið. Þau áhrif eru allt önn-
ur og alvarlegri heldur en fyrir með-
altalið", sagði Ásmundur Stefáns-
son, forseti ASI í gær.
Krakkarnir í Flataskóla í Garðabæ fengu fyrir nokkru lánaða litla útungunarvél hjá Jóni bónda Guðmundssyni
á Reykjum í Mosfellssveit. í vélina settu þau nokkur egg og í gær var uppi fótur og fit í skólanum, þvi að ungar
voru skriðnir úr eggjunum. Myndin er tekin við það tækifæri og minnir okkur á að páskahátíðin er á næsta leyti.
Sprengja
í netin
SKIPVERJAR á Víði Trausta frá
Ilauganesi í Eyjafirði fengu
sprengju í netin þegar þeir voru
að draga um 10 sjómílur norð-
austur af Siglunesi i gær.
„Sprengjan vegur um 12 kíló, er
um 70 sentimetrar á lengd og
20—25 sm í þvermál. Á fram-
enda hennar eru tvær blöðkur,
til stýringar að því er virðist, og
þrjár að aftan. Okkur dettur
helst í hug að um flugskeyti sé
að ræða,“ sagði Ragnar R. Jó-
hannesson, skipstjóri á Viði
Trausta, í samtali við Mbl. í
gærkvöldi.
„Sprengjan hefur greinilega
verið lengi í sjó, því tæring
hefur unnið á hluta hennar, en
ósprungin er hún . Ég held hún
hijóti að vera frá stríðsárun-
um,“ sagði Ragnar. Engar
áletrarnir eru á sprengjunni.
Ragnar sagðist hafa verið á
vertíðum í 17 ár og ekki muna
verri vertíð, en um þverbak
keyrði þegar sprengjur Ientu í
netunum.
Blönduvirkjun:
Landverndarmenn minna
á aðgerðirnar gegn Alta
FORMAÐDR Landverndarsamtaka á vatnasvæði Blöndu og Héraðsvatna,
Þórarinn Magnússon, hefur fyrir hönd samtakanna sent öllum alþingis-
mönnum bréf, sem m.a. hefur að geyma ýmis gögn um Blönduvirkjun og
afstöðu samtakanna til hennar, sem Mbl. hefur skýrt frá. Þá fylgir bréfinu
úrklippa úr norska tímaritinu „Mlljo Magasinet", þar sem viðtal er við
Sigmund Kvaloy, fyrrum prófessor, en hann er þekktur maður á sviði
umræðna um umhverfismál á Norðurlöndum.
Fyrirsögn viðtalsins er: „Tími
til kominn að grípa til aðgerða
gegn stíflum og vélum" og í undir-
fyrirsögn segir: „Það, að gera véla-
samstæður óskaðlegar, er siðferði-
lega verjandi undir vissum kring-
umstæðum. Eitthvað verður að
gerast í Alta!“
í viðtalinu er m.a. fjallað um
virkjunarframkvæmdir í Alta í
Norður-Noregi og segir Kvaloy í
því sambandi, að þrátt fyrir að
hann sé gegn ofbeldi sem vopni í
baráttu gegn virkjunarfram-
kvæmdum, verði umhverfisvernd-
armenn þó að bregðast við af
meiri hörku, en verið hefur, við
aukinni valdníðslu stjórnvalda.
I bréfinu til þingmannanna seg-
ir Þórarinn Magnússon m.a.:
„Ég get ekki stillt mig um að
senda ykkur ljósrit af þessu við-
tali. í því felst alls engin hótun af
minni hálfu. Einungis áminning
um það hvert getur stefnt ef „hag-
kvæmnisútreikningar" eiga að
ráða ferðinni í náttúruverndar-
málum en landið einskis metið.
Jafnvel menn eins og Sigmund
Kvaloy þreytast á því að rétta
stöðugt fram hægri vangann, þeg-
ar sá vinstri verður fyrir höggi."
Gengisþróunin í tíð núverandi ríkisstjórnar:
Dollaraverð heftir
hækkað um 153,4%
— Gengi krónunnar fellt formlega fimm sinnum frá febrúar í fyrra
Benedikt Gröndal
sendiherra í
Stokkhólmi
KENKDIKT Gröndal, alþingismaður
og fyrrum utanríkis- og forsætisráó-
herra, verður sendiherra fslands i
Stokkhólmi.
Síðari hluta árs eru fyrirhugaðar
breytingar á skipan sendiherraemb-
ætta. Hörður Helgason, ráðuneytis-
stjóri í utanríkisráðuneytinu, verður
sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun-
um í New York. Tómas Á. Tómasson,
sendiherra í New York, flyst til Par-
isar en Einar Benediktsson, sendi-
hcrra þar, fer til London. Sigurður
Bjarnason, sendiherra í London,
kemur til starfa hér heima.
Ingvi Ingvarsson, sendiherra í
Stokkhólmi, verður ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins.
GENGI íslenzku krónunnar hefur verið ærið óstöðugt þann tima, sem núver-
andi ríkisstjórn hefur setið, eða frá því febrúar 1980. Á þessu tímabili hefur
sölugengi Bandaríkjadollara hækkað um 153,3%, en það var við myndun
ríkisstjórnarinnar 4,017 krónur, en sölugengi Bandaríkjadollara var skráð
10,178 krónur á hádegi í gærdag.
Frá áramótum hefur sölugengi
Bandaríkjadollara hækkað um
24,35%, en sölugengið var þá
skráð á 8,185 krónur. Síðan heim-
ilaði ríkisstjórnin formlegt geng-
issig frá 4. marz sl. og hefur sölu-
gengið hækkað frá þeim tíma um
3,55%.
Fyrir áramótin 1980—1981 var
hér mjög hratt gengissig, en ríkis-
stjórnin ákvað í upphafi ársins
1981 að halda gengi krónunnar
föstu og var þá miðað við Banda-
ríkjadollara. Vegna efnahags-
ástandsins í heiminum hækkaði
Bandaríkjadollari mjög í verði á
alþjóðagjaldeyrismörkuðum og
varð því að breyta gengisviðmið-
uninni. Þá ákvörðun tók ríkis-
stjórnin i byrjun febrúar og hækk-
aði verð á Bandaríkjadollara um
3,68%. Hafði þessi gengisaðlögun
ýmsar breytingar í för með sér á
skráðri erlendri mynt.
Hinn 29. maí á síðasta ári felldu
síðan ríkisstjórnin og Seðlabank-
inn gengi íslenzku krónunnar að
meðaltali um 3,85%. Næsta geng-
isfelling átti sér svo stað 26. ágúst,
þegar meðalgengi íslenzku krón-
unnar gagnvart erlendri mynt var
fellt um 4,76%. Síðan var gengis-
felling í nóvember og nam hún
6,5%, sem hafði í för með sér um
7% hækkun á erlendum gjaldeyri.
Síðasta gengisfelling var svo 14.
febrúar sl. þegar meðalgengi var
fellt um 12%, sem hafði m.a. í för
með sér um 15,3% hækkun á sölu-
gengi Bandaríkjadollara. Gengi
krónunnar hefur því verið fellt
fimm sinnum í tíð núverandi rík-
isstjórnar, en auk þess hefur á
köflum verið mikið gengissig og
nú síðast formlegt sig frá 4. marz
eins og áður sagði.
Eins og segir að framan hefur
sölugengi Bandaríkjadollara
hækkað um 153,4% frá myndun
núverandi ríkisstjórnar í febrúar
1980, en til samanburðar má geta
þess, að lánskjaravísitala hefur
hækkað um tæplega 124%, eða úr
143 stigum í 323 stig. Þá hefur
vsitala byggingarkostnaðar hækk-
að um liðlega 128%, eða úr 398
stigum í 909 stig, sé miðað við
janúar 1980 til janúar 1982. Tíma-
bilið febrúar 1980 til febrúar 1982
hefur framfærsluvísitala hækkað
um liðlega 124%.
Lóan
er komin
FUGLAVINUR heyrði til
lóunnar á neðanverðri
Freyjugötunni síðasta
sunnudag. Vorboðann ljúfa
sá hann þó hvergi og trúði
því vart heyrn sinni. í gær
fékk hann þó staðfestingu er
hann sá lóu á vappi á gras-
fletinum við vatnsgeymana í
Öskjuhlíð. I gærmorgun sáu
nokkrir Seltirningar lóur á
Nesinu, svo því verður vart á
móti mælt að lóan er komin.