Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 11 „Tom Tom Club“ Tom Tom Club. Tom Tom Club. Island ILPS 9686. Hljómsveitin Talking Heads á sér allmarga aðdáendur hér á landi. Allt frá því að fyrsta plata þeirra kom út hefur hróður hennar aukist og í dag er Talk- ing Heads eitt af stærstu nöfnun popptónlistarinnar. Eflaust kannast færri við hljómsveitina Tom Tom Club, og þó svo væri þá er ekki víst að hann vissi að TTC er hljómsveit innan Talking Heads. Því er þannig farið að Tina Weymouth, sem spilar á bassa, og Chris Frants, tromm- ur, eru bæði félagar í báðum hljómsveitunum. Þau hafa feng- ið til liðs við sig vini og vanda- menn og samankomin kalla þau sig Tom Tom Club. Þau spila tónlist sem sver sig að miklu leyti í ætt við Talking Heads. Nýlega sendi þessi fríði flokk- ur frá sér breiðskífu sem þau kalla einfaldlega „Tom Tom Club“. Hún hefur að geyma ein átta lög sem öll hafa verið samin af félögum TTC. Um fyrri hlið- ina er það að segja að þau fjögur lög sem þar eru líkjast öll hvert öðru og þegar eftirtektin er ekki 100% gæti eins verið að eina og sama lagið væri út alla hliðina. Það sem bætir þetta að miklu leyti upp er skemmtileg tónlist, góð áheyrnar. Hún byggist að miklu leyti upp eins og diskó- tónlist, þ.e. taktföst og gripandi með laglínu sem er spiluð á hljómborð. Þess verður hinsveg- ar að geta að ef þetta skal flokk- ast undir diskó þá er þetta glimrandi gott. Þessu til árétt- ingar er fyrsta lagið á hlið eitt hreint diskó-lag, og jafnframt eitt skemmtilegasta sem ég hef heyrt í langan tíma. Þetta lag heitir „Wordy Rappinghood". Önnur lög plötunnar gefa þessu þó ekkert eftir og ef vel er hlust- að má finna hinar skemmtileg- ustu hugmyndir og flutning á þeim Platan er nokkuð góð, en samt held ég að ef eitthvað annað hefði verið nálægt plötuspilar- anum sem er virkilega gott þá hefði lítið orðið af því að hlusta á Tom Tom Club. Það sem gerir plötuna fyrst og fremst einhvers virði er „Wordy Rappinghood". FM/AM. Reiknadu med og dæmid gengur upp Facit 2256 er enn ein kærkomin Facit-nýjung fyrir fullkomna skrif- stofu. Einstaklega ódýrog falleg reiknivél meö skýrum glugga, eld- fljótri prentun og valboröi sem á engan sinn líka hvaö þægindum og vinnsluhraöa viökemur. Facit 2256 erjafnvíg til flestra verka. Einföldustu og flóknustu dæmi ganga fyrirhafnarlítið upp og ekki spillir þaö ánægjunni aö Facit -reiknivél er ósvikið augnayndi. Miðinn kostar 45 kr. og íœst í síma‘^2399 og 33370 Landshappdrœtti SÁÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.