Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 31
deijuna. Staðreynd er að Sovét- menn leggja sitt af mörkum til að viðhalda ágreiningnum." Tilvitn- un lýkur. Páfi tók einnig, í ræðu sem hann flutti, undir þá hvatningu biskup- anna, að sem flestir tækju þátt í kosningunum sem eiga að fara fram nú á sunnudaginn kemur. Orð þeirra verða ekki skilin á ann- an veg en þann að þeir telji áróð- ursstrið á alþjóðavettvangi spilla fyrir friði í E1 Salvador. Þetta er alvarleg áminning til allra þeirra, sem teija það sér t.d. til pólitísks framdráttar í heimalandi sínu að vera að hampa borgarastyrjöld- inni í E1 Salvador. En við leiðum að sjálfsögðu ekki til lykta borg- arastyrjöldina í E1 Salvador með því að ræða það á stjórnmálavett- vangi hér á Islandi, sem ég þó tel alveg sjálfsagt að gera að ræða það. En við verðum að mínu mati að gjalda nokkurn varhug við í ályktunum okkar um þessi sömu mál. En ég held að við getum sam- einast um það að taka undir með kirkjunnar mönnum í E1 Salvador, þegar þeir biðja þess að þjóðinni sjálfri takist að leysa deilur sínar á friðsaman hátt og til þess hafi íbúarnir frelsi bæði í orði og verki. Niðurstaða bandarísku verkalýðsfélaganna Eg tel, að til þess að svo megi verða, þá þurfi að koma til aðstoð og hjálp Sameinuðu þjóðanna og vinsamlegra þjóða sem hafa og halda í heiðri mannréttinda- stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna. Og vegna þess að ég vitnaði til í upphafi ræðu minnar þeirra skoð- ana og aðgerða, sem bandaríska verkalýðshreyfingin hefur haft í frammi í sambandi við þetta mál í E1 Salvador, þá vil ég nú í lok ræðu minnar vitna til niðurstöðu, sem þeir komust að og gerðu að sinni seint á síðasta ári og hafa látið fara frá sér til Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga, sem verkalýðsfélög eiga aðild að allsstaðar að úr öllum heiminum. Þeir segja í þessum ályktunum sínum, að það sé álit þeirra og einnig verkalýðshreyfingarinnar í E1 Salvador, að ef sigur vinnist, ef þeir hægri menn, sem ráða og hafa ráðið í landinu E1 Salvador, sigruðu í þessari styrjöld sinni, þá skapi það örvæntingu og hörm- ungar fyrir alla launþega í þessu hrjáða landi. Og þeir álykta enn- fremur og það er niðurlag álykt- unarinnar, að þeir fordæmi allan tilflutning vopna frá Sovét- ríkjunum til skæruliðanna í E1 Salvador alveg eins og þeir, þessi bandaríska verkalýðshreyfing, fordæmir að bandarisk vopn séu notuð af hægri öflum í E1 Salv- ador í baráttunni í innanlands- átökum, þeir fordæma það alveg eins. Og þeir ljúka þessari ályktun sinni með þessum orðum: Ef ekki verður áþreifanleg framþróun í sambandi við jarðeignaskipting- una, í sambandi við frjálsar kosn- ingar, í sambandi við mannrétt- indi og í því að uppræta og útiloka þessar hræðilegu dauðasveitir sem þar eru að verki, þá verður ekki komið á því þjóðskipulagi í þessu hrjáða, fátæka landi sem verka- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 31 lýðshreyfingin um allan heim vill stuðla að. Herra forseti, ég vil láta þessum orðum mínum lokið um þetta mál, ég tel og að sjálfsögðu tek ég undir það með fiutningsmanni þeirrar tillögu, sem hér er til umræðu, að hún fari til athugunar hjá utan- ríkismálanefnd. Mín skoðun er sú að það þurfi að breyta orðalagi í tillögunni ef það verður ofan á hjá nefndinni að Alþingi eigi að álykta um þetta mál, þannig að þeir, sem sök eiga á af utanaðkom- andi aðilum, að þeir verði allir teknir undir sama hatt, en við för- um ekki hér á Alþingi Islendinga að fiokka niður í hópa sökudólga, þegar við vitum ekki meira um vandamálin heldur en fiestir hér gera. Leiðrétting I GREIN um Jazz-Inn í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins féllu út tvö nöfn á hljómlistarmönnum, sem að sýningunni standa, þeirra Guðmundar Ingólfssonar og Helga Kristjánssonar. Er beðist velvirðingar á þessu. AIKil.YSINOASIMINN KR: . 22410 Rloroiinblnbib Þolplast nýtt byggingaplast- varanleg vörn gegn raka nýtt byggingaplast sem slær öórum vió Plastprent hefur nú hafið framleiðslu á nýju byggingarplasti, ÞOLPLASTI, í sam- ráði við Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins. Framleiðsla á ÞOLPLASTI er árangur af auknum kröfum sem stöðugt eru gerðartil byggingarefna. ÞOLPLAST hefur aukið endingarþol gegn langtímaáhrifum Ijóss, lofts og hita. ÞOLPLAST ersérstaklegaætlaðsem raka- vörn í byggingar, bæði í loft og veggi. ÞOLPLAST er varið gegn sólarljósi og því einnig hentugt í gróðurhús, vermireiti og í glugga fokheldra húsa. ÞOLPLAST er framleitt fyrst um sinn 280 sm breitt og 0,20 mm þykkt. Plastprent hf. HOFÐABAKKA 9 SÍMI 85600 Ef þió eruð ekki enn búin að ákveða fermingargjöf ina œttuðþið aðlesa þetta: Viö hjá Heimilistaskjum h.f. eigum mikiö úrval hagnýtra og skemmtilegra hluta sem eru tilvaldar fermingargjafir jafnt fyrir stúlkur og drengi. Philips útvörp. Fyrir rafhlööur og 220 volt, mono og I sterío, lítil og stór. Sambyggö eöa lausir Philips útvarps og kassettutæki. Steríoupptaka,innbyggöir J? hljóönemarog útvarp meö FM bylgju. Philips rakvélar. Einfaldar og litlar eöa stórar og fullkomnar, en allalaBL framtíöarvélar. hitaburstar og hárblásarasett, - öll tæki Philips hársnyrtitæki. Hárblásarar, sem þarf til hársnyrtingar. Philips vasadisco. Litlu kassettutækin sem alla unglinga Philips Morgunhaninn. dreymir um aö eignast. morgnana meö hring- ingu eöa Ijúfri tónlist. Útvarp og vekjaraklukka i einu tæki, sem vekur þig á Hjá okkur f áið þið veglega g jöf á vœgu verði! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655 IATTLI MIQ GR4TA sönn frásögn af konunni sem losnaði undan ofurvaldi eiturlyfjanna með hjálp Hans, konu svo harðsvíraðri að ekkert gat fengið hana til að tárfella. Sagan er sögð eins og hún raunverulega gerðist, spennandi, kröftug og stundum ógnvekjandi. Metsölubækur Samhjálpar: Krossinn og hnífsblaðið 1978, Hlauptu drengur hlauptu 1980 og Láttu mig gráta 1981. Xjgy/ mUf ~ gráta 1981. Þriðja metsölubók Samhjóláar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.