Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982
Egill Skúli Ingibergsson stjórnarformaöur Orkustofnunar:
Auðvitað ekki
hrifinn af því að
sleppa greiðslum
Fannst það tilvinnandi til að samningur-
inn fengi samþykki iðnaðarráðuneytis
„AUÐVITAÐ er maður aldrei hrif-
inn af því að sleppa greiðslum, ef
maður hefði átt rétt á þeim, en
okkur fannst það tilvinnandi úr því
ekki þurfti meira til þess að ná
verkinu. Það var talið fullnægjandi
að breyta þessum greiðslum úr doll-
urum í íslenzkar krónur og við geng-
um að því þar sem það var nauðsyn-
legt til þess að samningurinn fengi
samþykki iðnaðarráðuneytis," sagði
Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri
Leiðrétting
í sextugs-
afmælisgrein
ÁRANS prentvillupúkinn skaut
upp kollinum í tvígang í afmælis-
grein minni um Barða Friðriksson
sextugan, sem birtist í Mbl.
sunnudaginn 28. þ.m. Þetta kom
þó vonandi ekki mikið að sök,
vegna þess að flestum lesendum
hlaut að vera ljóst, hvað við var
átt á báðum stöðunum, þar sem
púkinn hugðist vinna grand.
Fyrri setningin á að hljóða svo:
„... Sá, sem þetta ritar, kynntist
honum í skólaportinu að boltaleik,
sem svo oftlega var þreyttur í próf-
unum til afþreyingar og hressingar
af nemendum ...“
Síðari setningin á að hljóða á
þessa leið: „... og greinarhöfundi,
sem þá var á stuttbuxnaskeiði,
þótti þessi þykkvaxni Norður-
Þingeyingur ólíklegur til að biðj-
ast afsökunar á sjálfum sér og
uppruna sínum ...“
Steingrímur Sigurðsson
og stjórnarformaður Orkustofnunar,
er Mbl. spurði hann álits á ákvörðun
þeirri, að greiðslur til Orkustofnunar
fyrir rannsóknir og boranir í Helgu-
vík verði i íslenzkum krónum í stað
dollara, sem þýðir, eins og komið
hefur fram í fréttum, að Orkustofn-
un fær minna í sinn hlut en ella.
Egill Skúli var spurður hvort
stjórn Orkustofnunar hefði áætlað
hversu tap hennar yrði mikið
vegna þessa. Hann svaraði: „Nei,
það getum við ekki ennþá, en get-
um það að sjálfsögðu um leið og
við horfum til baka í verklok. Einn
kostur er þó, en hann er sá að
verkið er ekki stórt miðað við
veltu Jarðborana ríkisins en hún
var af stærðargráðunni 70 millj-
ónir króna.“ Hann var þá spurður,
hvort Orkustofnun væri það fjár-
hagslega vel stæð, að þetta skipti
hana litlu. „Ég get nú ekki sagt
það. Auðvitað þarf Orkustofnun á
öllu sínu að halda. Hún er rekin
annars vegar fyrir fjárframlög frá
ríkinu og hins vegar fyrir verksölu
eins og þessa.“
Egill Skúli sagði aðspurður að
samningurinn væri sá sami og bú-
ið hefði verið að gangast undir,
engar breytingar hefðu verið gerð-
ar nema hvað varðaði þetta pen-
ingaspursmál. Hann var þá spurð-
ur hvort eina breytingin sem orðið
hefði í málinu væri þá sú, að
Orkustofnun tapaði einhverri
fjárhæð. „Já,“ sagði hann, „en ég
úttala mig ekki um það fyrr en ég
sé það við uppgjör."
Greiðsla fyrir verkið verður í
verklok, en borunum á að vera lok-
ið fyrir lok aprílmánaðar og
skýrslugerðum fyrir miðjan maí-
mánuð nk.
Helga og Miguel við varðeld á
gamlárskvöldi er þau voru hér í
jólaleyfi. Helga stundar nú háskóla-
nám í ferðamálafræðum, en hún
hefur nú þegar lokið prófum i
spænsku, itölsku og frönsku. Migu-
el er arkitekt að mennt.
Helga og Miguel, sem lýst var
eftir nýverið af óvenjulegu tilefni,
eru fundin. Hafa þau nú væntan-
lega móttekið ábyrgðarbréf á póst-
húsinu i Burgos á Spáni með áríð-
andi innihaldi, þ.e. þvi hinu sama
bréfi sem Mbl. skýrði frá, að fund-
ist hefði í pósthúsinu við Póst-
hússtræti í Reyjavík rétt fyrir ára-
mótin síðustu. Utanáskriftin á um-
slaginu var einungis „Helga og
Miguel", ekkert heimilisfang og
Helga ogMiguelfundin
ekkert frimerki. Umslagið var opið
og inni í því jólakort með undir-
skriftinni „mamma og pabbi“, auk
áríðandi innihalds sem pósthúsið
gaf þó ekki upp hvað væri, sökum
þess þagnareiðs sem gildir um póst
og innihald hans.
Eftir að Mbl. birti mynd af
umslaginu og sagði frá því linnti
ekki símhringingum niðri á
pósthúsi, að sögn Árna Þórs, af-
greiðslustjóra póstsins, sem varð
til þess að hin réttu Helga og
Miguel fundust, og þar með einn-
ig „mamma og pabþi“, og er um-
slagið og innihaldið því komið í
réttar hendur, en Árni sagði
einnig, að þeir á póstinum hefðu
reynt mikið til að hafa upp á
þeim áður, en án árangurs.
Pabbinn hafði samband við
okkur á Mbl. eftir að málið upp-
lýstist og sagði okkur sögu um-
slagsins. Gefum honum orðið:
„Dóttir mín hefur verið búsett
og við nám á Spáni ásamt vænt-
anlegum tengdasyni, Miguel, á
fjórða ár. Þau komu heim um
jólin og við mamma gáfum þeim
bækur í jólagjöf og fylgdi með
jólakort í umslagi. Á Spáni er
það siður að skiptast á gjöfum og
kveðjum 6. janúar og gengu
krakkarnir frá jólakveðjunum
til vina og vandamanna á Spáni
rétt fyrir áramótin, á sama tíma
og þau undirbjuggu för sína til
Spánar á ný. Helga fór með jóla-
kortin í póst og stakk þeim inn
um bréfalúguna „Til útlanda“ í
aðalpósthúsinu við Pósthús-
stræti að því er hún tjáði mér
þegar ég hringdi í þau til að
kanna málið.
Ut frá þessu gátum við okkur
til, að eftirfarandi hafi gerst,
enda passar komutími umslags-
ins á póstinum við þann tíma
sem hún póstlagði jólapóstinn til
Spánar. Jólakortinu frá okkur
hefur hún stungið ofan í hand-
tösku sína og þar sem krakkarn-
ir voru á förum voru ferðaskil-
ríki, ferðapeningar og fleira
einnig í töskunni. Einhvern veg-
inn hafa ferðapeningarnir
þeirra, um 700—800 kr. í gjald-
eyri lent ofan í umslaginu frá
okkur. Við pósthúsið greip hún
ofan í töskuna, tók upp umslögin
og setti þau í póst. Þá hefur um-
rætt umslag þvælst með. „Áríð-
andi innihaldið" var því gjald-
eyririnn.
Pabbi bætti því við að Helga
og Miguel hefðu verið búin að
leita mikið að peningunum.
„Þetta var því eins og happ-
drættisvinningur fyrir þau að fá
þetta aftur,“ sagði hann.
Pabbi bar í lok viðtalsins mik-
ið lof á póstþjónustuna. „Það er
mikill sómi fyrir póstþjónustuna
að þetta bréf kemst til skila.
Þarna er um að ræða opið bréf,
engin heimilisföng, eingöngu
jólakveðja og kort, auk gjaldeyr-
isins. Ég er viss um að slík skil-
vísi auk allrar fyrirhafnarinnar,
er einsdæmi í veröldinni," sagði
hann.
Skúli Johnsen borgarlæknir:
Áframhaldandi stöðnun í uppbygg-
ingu heilsugæzlunnar í Reykjavík
— komi ekki þegar til grundvallarbreyting á kerfinu, sem hefur runnið sitt skeið
„ÞAÐ ER alveg Ijóst, núverandi
heimilislæknakerfi hefur runnið sitt
skeió. Læknum er ætlaö að þjóna
mun fleiri sjúklingum en þeir hafa í
raun möguleika á með góðu móti. Þá
hefur númerakerfið svokallaða
ennfremur runnið sitt skeið,“ sagöi
Skúli Johnsen, borgarlæknir, í sam-
tali við Mbl., er hann var inntur eftir
væntanlegum breytingum á heimil-
islæknakerfi borgarinnar, sem eru
ákveðnar samkvæmt lögum frá
1973.
„I lögunum frá 1973 segir, að
fyrirkomulag þessarar þjónustu
skuli breytast í það horf, að í stað
heimilislækna muni fastráðnir
læknar á heilsugæzlustöðvunum
taka við. Það hefur þegar verið
komið á fót þremur heilsugæzlu-
stöðvum í borginni, en ætlunin er
að stöðvarnar verði 11 — 12. Stöðv-
arnar munu sinna 6—8 þúsund
sjúklingum hver. Þessum stöðvum
er ætlað að auka og bæta heilsu-
vernd og almenna læknaþjónustu
og vaktþjónustu, auk þess að færa
þjónustuna alla nær, þ.e. að fólk
geti fengið sem allra víðtækasta
þjónustu sem næst heimili sínu.
Málið er nú komið á það stig, að
nauðsynlegt er, að gera grundvall-
arbreytingu á kerfinu, þannig að
takast megi að framfylgja lögun-
um frá 1973. Að öðrum kosti mun
áfram verða stöðnun í uppbygg-
ingu heilsugæzlu hér í Reykjavík.
Á síðasta ári náðist samkomulag
við Læknafélag Reykjavíkur um
það hvernig þessar breytingar geti
átt sér stað fyrir starfandi heimil-
islækna, en nú stendur á því að
gerður verði nýr kjarasamningur í
stað gamla númerasamningsins.
Ljóst er, að nýja kerfið getur ekki
þróast við hlið þess gamla, því þau
stangast að mörgu leyti á.
Eins og ég sagði áður, þá er hið
svokallaða númerakerfi í heimil-
islækningum gengið sér til húðar.
Þetta var ágætt kerfi á sínum
tíma, en númerakvótinn er nú orð-
inn miklu hærri en læknum er
mögulegt að sinna. Afleiðing
þessa er einföld, þjónustan verður
slakari fyrir bragðið. Fólkið neyð-
ist til að fara annað og fær því
mjög samhengislausa þjónustu. í
hvert skipti sem kemur ný heilsu-
gæzlustöð, þá fækkar svokölluðum
númerum og laun lækna sem
vinna eftir samningum við sjúkra-
samlög lækka. Eins og málið er í
dag, þá lækkar því hver ný heilsu-
gæzlustöð laun þeirra heimilis-
lækna sem fyrir eru. Þannig getur
málið auðvitað ekki gengið til
frambúðar. Við höfum því verið að
skoða málið með það fyrir augum,
að nýjar stöðvar hefðu ekki launa-
lækkun í för með sér. Eina leiðin í
þessu sambandi virðist vera að
breyta kerfinu, þannig að allir
'læknar starfi eftir launakerfi
heilsugæzlulækna.
Á sama hátt og heimilislæknar
verða starfsmenn heilsugæzlu-
stöðva og taka laun úr ríkissjóði,
þá mun flest faglært starfslið
heilsuverndarstöðvarinnar færast
yfir á launaskrá hjá ríkinu.
Vaktþjónustulæknavaktir er
eitt þeirra sviða, sem búið hafa við
algera stöðnun á undanförnum ár-
um. Fyrirkomulag hennar er ákv-
eðið með númerasamningnum
svokallaða og því verður engu þok-
að til betri vegar, nema breytt
verði yfir í heilsugæzlustöðvar.
Með hinu nýja fyrirkomulagi
heilsugæzlunnar mun kostnað-
arskipting milli borgarsjóðs og
ríkissjóðs breytast borgarsjóði í
óhag. Hér er um að ræða þær upp-
hæðir, að ríkissjóður verður að
bæta borgarsjóði þær upp með
einhverjum hætti og hefur því
reyndar verið heitið.
Samkvæmt nýja kerfinu verður
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
móðurskip heilsugæzlunnar í
Reykjavík. í henni er mjög góð að-
staða til að stjórna heilsugæzl-
unni, sem fram færi á 11—12 stöð-
um í borginni. Ég sé því ekkert því
til fyrirstöðu, að hægt verði að
koma þessum breytingum í gegn,
ef ríkið aðeins stendur við sinn
hlut í þessu. Ef menn hins vegar
vilja ekki gera þessar róttæku
breytingar á kerfinu, þá sé ég ekk-
ert nema stöðnun framundan."
Varðandi húsnæði fyrir þetta
nýja kerfi, sagði Skúli að fyrst í
stað yrði að nota það húsnæði,
sem væri fyrir hendi, t.d. hjá
heimilislæknum. Það þyrfti þó að
bæta nokkuð í byrjun til þess, að
það stæðist kröfur heilsugæzlu-
stöðvanna. „Við viljum alls ekki
sætta okkur við meira af bráða-
birgðahúsnæði og því er nauðsyn-
legt að hefja uppbygginguna af
fullum krafti. Staðreyndin er hins
vegar sú, að einungis um 2% fjár-
framlagsins til byggingar heilsu-
gæzlustöðva í landinu hefur farið
til Reykjavíkur, þrátt fyrir þá
staðreynd, að hér býr tæplega
helmingur þjóðarinnar. Þetta get-
ur alls ekki gengið lengur. Það er
óhjákvæmilega jafn brýnt að bæta
heilsugæzluna hér í Reykjavík og
annars staðar. Það sem hefur ýtt
undir þessa þróun er að þingmenn
hafa haldið að með því að byggja
stórar heilsugæzlustöðvar um hin-
ar dreifðu byggðir landsins hafi
þeir tryggt góða læknisþjónustu.
Þeir skilja ekki, að fleira ræður en
húsnæðið.
Hugmyndin með heimilislækn-
ana hér í Reykjavík er sú, að þeim
verði boðið að gerast starfsmenn
þessara stöðva og þar með taki
stjórn heilsugæzlunnar í Reykja-
vík að sér stofur þeirra, sjái þeim
fyrir betri aðstöðu og meiri að-
stoðarmannafla, þannig að stof-
urnar standist þær kröfur sem
gerðar eru til heilsugæzlustöðva.
Mér virðist að vilji sé fyrir hendi
hjá flestum heimilislæknum í
Reykjavík að taka þátt í þessum
breytingum á þann hátt sem ég
hef lýst. Auk þess hafa læknafé-
lögin, Læknafélag Reykjavíkur og
Læknafélag íslands, ítrekað lýst
því yfir, að eðlilegt væri, að
heilsugæzlustöðvar kæmu til
skjalanna í Reykjavík eins og á
öðrum stöðum á landinu.
Við gerum ráð fyrir, að við 6—8
þúsund manna heilsugæzlustöð
verði fjórar læknastöður. Það ger-
ir það að verkum, að 1500—1800
einstaklingar væru á hvern lækni
á þessum stöðvum. Hins vegar er
ekki óalgengt, að starfandi heimil-
islæknar í dag séu með 2700—2800
sjúklinga og í afbrigðilegum til-
fellum eru sjúklingarnir allt að
3500 talsins. Það er því augljóst,
að þjónustan mun batna til mik-
illa muna, ef tekst að koma þessu
kerfi á,“ sagði Skúli Johnsen borg-
arlæknir að síðustu.