Morgunblaðið - 30.03.1982, Side 17

Morgunblaðið - 30.03.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 17 Sjötug í dag: Hrefna Það er skemmtileg tilviljun að sama ár og skátahreyfingin á ís- landi minnist 70 ára starfs skuli Hrefna Tynes eiga 70 ára afmæli — en fáir eða engir hafa starfað betur fyrir skátahreyfinguna en hún, og nú á seinni árum hefur hún verið aðaldriffjöðrin í St. Georgsgildisstarfinu, en það er fé- lagsskapur eldri skáta og skáta- vina, sem reyna að styðja við bak- ið á þeim yngri. Við erum Hrefnu innilega þakk- lát fyrir að hafa fengið að starfa með henni í St. Georgsgildinu, þakklát fyrir bjarta brosið henn- ar, ljúfu söngvana hennar, léttu lundina hennar. 1980 var hér haldið Norður- landaþing St. Georgsgilda, sem þótti takast frábærlega vel, þar unnu margir gott verk en þáttur Hrefnu sem landsgildismeistara var hvað stærstur, hún hafði svo sannarlega alla þræði í sínum höndum. Hrefna, við sendum þér heilla- óskir á 70 ára afmælisdaginn og biðjum algóðan guð að blessa þig öll ókomin ár, vonum að við fáum að hafa þig í okkar hópi sem lengst. Gildiskveðja. St. Georgsgildin á íslandi. Jóhanna Kristinsdóttir, landsgildismeistari. Tynes Hrefna tekur á móti afmælis- gestum sínum á morgun, miðviku- dag, milli kl. 15 — 18, í safnaðar- heimili Neskirkju. Hrefna Tynes fyrrverandi kvenskátahöfðingi er sjötug í dag. Á þessum tímamótum langar mig til að senda henni kveðju mína og stjórnar Bandalags íslenzkra skáta og þakka henni áratuga störf fyrir skátahreyfinguna sem hófust á Siglufirði árið 1929 þegar kvenskátafélag var stofnað þar. Hrefna var í forystu fyrir félaginu á Siglufirði allt til ársins 1939 er hún fluttist til Noregs með eig- inmanni sínum, Sverre Tynes, sem hafði verið foringi drengjaskát- anna á Siglufirði þessi sömu ár. Svo mikill var áhugi Hrefnu að henni tókst að halda uppi skáta- starfi þar sem hún bjó á stríðsár- unum þrátt fyrir að Þjóðverjar lögðu blátt bann við slíku eftir að þeir hertóku Noreg. Man ég eftir að hafa heyrt hana segja frá því að fundirnir voru haldnir úti í skógi til þess að ekki kæmist upp um þær. Fljótlega eftir stríðslok fluttust þau Hrefna og Sverre með börn sín j)rjú, Ástu, Ottó og Jón, aftur til Islands og settust nú að í Reykjavík. Ekki var langur tími liðinn frá heimkomu þeirra þegar Forseti íslands og menntamálaráðherra voru meðal gesta á ráðstefnu Land verndar, Félags leiðsögumanna og Landvarðafélags Islands. I.josmvnd IMbl. Kmilía. 120 manna ráðstefna um framkvæmd ferðamála RÁÐSTEFNA um framkvæmd ferðaraála á íslandi var haldin að Hótel Loftleiðum á fimmtudag á vegum Landvcrndar, Félags leið- sögumanna og Félags landvarða. „Ferðabúskapur er þýðingarmikil atvinnugrein hér á landi og mikil- vægt, að koma í veg fyrir spjöll á náttúru landsins. Markmiðið með ráðstefnunni var að skapa umræður um ferðamál á íslandi, hvernig best sé að byggja upp ferðabúskap okkar og leiðir til að koma í veg fyrir spjöll á náttúru landsins, en því miður hef- ur slíkt átt sér stað í of miklum mæli,“ sagði Haukur Ilafstað, fram- kvæmdastjóri Landverndar í samtali við Mbl. Um 120 manns sóttu ráðstefn- una, þeirra á meðal Forseti ís- lands og menntamálaráðherra. Sex framsöguræður voru fluttar. Birgir Þorgilsson frá Ferðamála- ráði, Birna Bjarnleifsdóttir frá leiðsögumönnum, Sigrún Helga- dóttir, frá félagi landvarða, Tryggvi Jakobsson frá Landvernd, Gunnar Sveinsson og Páll Sig- urðsson, dósent í lögfræði við Há- skóla íslands fluttu erindi. Að loknum erindum var skipt í umræðuhópa og í lokin voru frjálsar umræður. Hrefna var orðinn félagsforingi í Kvenskátafélagi Reykjavíkur og gegndi því starfi í tæpan áratug. Á þessum sömu árum og nokkrum betur var hún einnig forstöðumað- ur sumarbúða fyrir börn sem lengi hafa verið reknar af skátum á Úlfljótsvatni í Grafningi. Árið 1948 verður Hrefna svo fyrsti varaskátahöfðingi kvenskáta og gegndi því starfi tl ársins 1968. Hin siðari ár hefur hún verið virk- ur félagi í St. Georgsgildinu í Reykjavík sem er félagsskapur eldri skáta. í lífi Hrefnu hafa skipst á skin og skúrir eins og í lífi okkar allra. Veit ég að stríðsárin í Noregi voru erfið og þungbært var það þegar Sverre lést árið 1962. En alltaf hefur Hrefna verið tilbúin til starfa fyrir skátahreyfinguna, hvernig sem staðið hefur á, alltaf tilbúin til þess að rétta hjálpar- hönd þar sem þess var þörf og hlífði sér hvergi. Má sem dæmi nefna að á meðan hún var kven- skátahöfðingi ferðaðist hún um landið á eigin vegum til þess að halda námskeið fyrir skátafor- ingja. Ég var svo heppin að dveljast sem unglingur eitt sumar austur á Úlfljótsvatni hjá Hrefnu. Þetta sumar er mér minnisstætt á margan hátt. Það varð mikil lyfti- stöng fyrir mitt eigið skátastarf næstu árin því á Úlfljótsvatni fékk ég margar góðar hugmyndir og lærði ókjörin öll af söngvum og leikjum og helgistundirnar í litlu kirkjunni á Úlfljótsvatni eru mér ógleymanlegar. Það var ekki síst þá sem okkur skildist hvern mann Hrefna hafði að geyma. Hlýjan og góðvildin, trú hennar og löngunin til að láta gott af sér leiða sem eru svo ríkir þætt- ir í fari hennar komu svo vel í ljós á þessum stundum. Af öllum þeim sem ég hef kynnst í skátastarfi held ég að enginn hafi verið einlægari hug- sjónamanneskja en Hrefna Tynes. Með hjartanlegum afmælis- kveðjum, Hrefna Arnalds ad kaupa nýjan Skoda Nonni litli þarf ekki einu sinni að bijóta baukinn sinn og lána þér, þvf verðið er aðeins frá63.000kr. og greiðsluskilmálamir eins góðir og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa dagana nýi Skódinn og því betra að tiyggja sér bíl strax. M JUNCKERS partet er massívt náttúruef ni Timburverzlunin Völundur Klapparstíg i, sími 18430

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.