Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 41 fólk í fréttum Reagan tvöfaldur í roöinu? Diana Dors uppá sitt besta Ronald Reagan í góöra vina hópi + Diana Dors, kvikmyndastjarna í Bandaríkjunum, þekkti Ronald Reag- an töluvert á leikaraævi hans í Holly- wood. Nú hefur Diana látiö hafa eftir sér aö hún sé nú ekki alveg viss um aö Ronald sé sá maður sem flestir Amer- íkumenn halda aö hann sé. „Ég held aö hann hafi af öllum veriö iönastur viö aö segja klámsögur i samkvæmum," segir Diana og bætir viö: „Ég er ekki viss um aö allir geri sér Ijóst hvaöa maður er í Hvíta húsinu." Slúðurdálka- höfundar í Bandaríkjunum velta nú þessum ummælum ákaflega fyrir sér og leggja margar meiningar í þau . .. Á 33. hæð + Þessi piltur geröi sér lít- iö fyrir og kleif 40 hæöa skýjaklúf vestur í Banda- ríkjum fyrir skömmu. Þaö geröi hann í tilefni af há- tíöarhöldum á degi heilags Patreks í Kansas-fylki, en lögreglan var lítiö hrifin af tiltækinu og handtók hann loksins er hann kom niöur. Þá hafði skapast þar mik- iö umferöaröngþveiti. Hann heitir Greg Sullivan, 26 vetra gamall maður frá Overland Park í Kansas- fylki og notaöi festi og gekk upp skýjakljúf þenn- an á sérsmíöuðum skóm, með járnplötu fram af tánni, sem féll inn í rauf á byggingunni, sem glugga- hreinsunarmenn nota viö störf sín . . . COSPER Nei, takk vinur. Ég er aö reyna að venja mig af þessu. 5. sýning miðvikudaginn 31. marz kl. 21.00. 6. sýning föstudaginn 2. apríl. 7. sýning sunnudaginn 4. apríl. Forsala er í Háskólabíói

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.