Morgunblaðið - 30.03.1982, Side 44

Morgunblaðið - 30.03.1982, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 ;/ET ey8ié y-fir 25okV\-er -fcry^gin^ geyn bilskerMnndum á bilastde&ínu inni-fQlin." Þetla ætti ad gleója forstjórann. — Við munum örugglega fá lau- Auövitað veit ég hvernig þessir eru nahækkun strax í næstu viku! notaðir, því hún mamma opnaði alltaf bréfin til hans pabba með sínum! HÖGNI HREKKVÍSI SkIlTí SEm. Hakím Fj/líÍ I? I “ ... ad íara i íætur kl. 5 til þess að mjólka. TM Rso U.S. Pat. OTf.-U ríghts reservsd ® 1961 Los Angstos TWnes Synðteate Hugleiðing um íslenzk- an ballett Með sýningum á Giselle, sem enn standa yfir, má segja að ís- lenskum ballettdönsurum hafi endanlega tekist eftir margra ára strit, að lyfta listgreininni ballett á það stig í landi voru að hún sé núna viðurkennd eins og aðrar listgreinar. Þetta afrek hafa allir aðstandendur ballettsins beðið eftir og nú hefur það orðið að veruleika. Islenskir balletdansar- ar eru komnir á það þroskastig, að ráða við hin erfiðustu verkefni, aðeins vantar innlenda karldans- ara í hópinn. Svo ekki verði nú afturkippur í áhuga fólksins verð- ur ballettinn að sýna mun oftar og það verk, sem laða fólk að. Léleg æfingaaðstaða dansflokksins gæti truflað þessa þróun. Vitað er að þjóðleikhússtjóri hefur verið ötull að reyna greiða götu ballettsins. Nú fyndist manni að menntamála- ráðherra ætti að taka af skarið og gangast fyrir því að flokkurinn fengi viðunandi æfingaaðstöðu. Það ætti ekki að vera of kostnað- arsamt — eða verður ballettinn að bíða eftir því, að einhver athafna- maðurinn í þóðfélaginu gefi til þess fé eins og skeði með óperuna! Þessu er vinsamlegast beint til menntamálaráðherra. Islenski dansflokkurinn hefur um árabil átt sína aðdáendur og styrktarfólk, sem hefur trúað á iðkendur ballettsins og alltaf komið á sýningar þeirra. Það er því nokkuð súrt fyrir þessa tryggu aðstandendur, að þeim skuli ekki gefinn kostur á miðum á fyrstu sýningar eins og alltaf, loksins þegar ballettinn slær í gegn. Er nú styrktarfólkið og aðstandendur óþarft? „Stjrktarmeðlimur dansflokk.sins“ 4969—1807 Er maðurinn að öllu leyti sköpun hins efniskennda heims? Til Velvakanda. íslendingar hafa jafnan verið því marki brenndir að hugsa sjálfstætt og lengs af verið óhræddir við að bollaleggja um lífið og tilveruna einst og þetta kemur þeim fyrir sjónir. Þeir hafa þá ekki alltaf hirt um að elta þá hugsuði (eða hugsauði) sem tískan hefur útvalið á hverjum tíma — heldur látið slag standa og þreifað sig áfram einir og óstuddir, þrátt fyrir heimspeki- og trúarkreddur aldarfarsins. Þessi eiginleiki hefur gefið okkur í aðra hönd mikla auð- legð í bókmenntum og þjóðlegum fræðum á liðnum öldum. A síðustu áratugum, jafnvel áratug, er hinsvegar líkt og slen og doði hafi færst í vöxt hvað varðar frjálsa hugsun — menn vilja láta mata sig, en hirða ekki um að hugsa fyrir sig sjálfir. Af- sala sér því andans frelsi sem er fjöregg hverrar menningar — selja frumburðarrétt sinn fyrir súpuskál, sem að þeim er rétt „að ofan“. Tökum dæmi: í stað há- fleygrar og frumlegrar hugsunar sem setti svip sinn á bókmenntir okkar fyrir áratug er nú ríkjandi í þeim einhverskonar sænskættuð „félagsfræðimeinloka" — lágkúra sem setur mannlegt líf undir ask- lok svo byrgir fyrir alla frumlega hugsun. En látum útrætt um það mál. Tvær fyrirspurnir hafa birst hér í Velvakanda frá H.J. nokkr- um — sú fyrri um Níalssinna en sú síðari um samskipti milli hnatta í himingeimnum. Nials- sinninn Þ.G. svarar honum til, og tekur heldur í hnakkadrambið á honum að manni þykir. Núna á föstudaginn birtist hins vegar at- hyglisvert bréf frá Svani Sigur- gíslasyni varðandi þetta efni og endar hann bréf sitt: „Munið að hugsun er óháð tíma.“ Þetta er einkar athyglisvert umhugsunarefni, enda hefur það verið mönnum hugleikið frá örófi alda. Um það vitnar t.d. gömul þjóðsaga sem er eitthvað á þessa leið: „Þrjú tröll áttu heima í dal ein- um fjarri manna byggðum. Einu sinni villtist þangað kýr og baul- aði hún í einmanaleik sínum. „Hvað var nú þetta?“ sagði fyrsta tröllið. Svo liðu 100 ár. „Þetta var víst kýr að baula,“ sagði þá annað tröllið. Svo liðu 100 ár. En að þeim liðnum sagði þriðja tröllið: „Ef þessi hávaði hættir ekki, þá flyt ég héðan úr dalnum." Þessi saga, þó þjóðsaga sé, segir sitt um mannlega hugsun. Ef sú kenning að menn séu að öllu leyti þróaðir hér á jörðu væri rétt, skyldi maður ætla að tímaskyn mannsins væri alveg rígskorðað við aðstæður þessarar plánetu. Staðreyndin er hins vegar sú, að tímaskyn manna brenglast mjög í svefni (og dáleiðslu). Þannig getur menn dreymt mjög langa og efn- ismikla drauma á örskotsstundu (s.s. einni sekúndu). Hvernig skyldi standa á þessum einstæða hæfileika hugans til að fara á bak við tímann — samræmist þetta ekki illa þeirri tilgátu að maður- inn sé að öllu leyti sköpun hins efniskennda heims? Hugi Lokason Þorsteinn Hannesson Agætt „Hljóm- plöturabb“ Kæri Velvakandi. Við viljum þakka Þorsteini Hannessyni fyrir hans ágæta „Hljómplöturabb". Okkur langar mikið til að heyra „Intermezzo", eftir R. Wagner en þetta verk mun vera til i hljómplötusafni útvarps- ins. Okkur minnir að „Karlakór Reykjavíkur" hafi sungið það í út- varpið og einsöngvari hafi verið Gunnar Pálsson. Vonum að það sé rétt hjá okkur, annars biðjum við afsökunar. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Mágkonur. / Velvakanda fyrir 30 árum Fátæklegt kaffibrauð VELVAKANDI. Þeir, sem ógiftir eru og fara út á kvöld- in, lenda venjulega inn í einhverja veitingastofuna fyrr eða seinna. Hvaða góðgæti er þar á boðstól- um? Venjulegast vöflur og sóda- kaka, sums staðar rjómapönnu- kökur og kleinur. Ja, fjölbreytnin sú er ekki upp á marga fiska. Yfirleitt er vont í þessum kök- um, eða þær þættu ekki góðar í heimahúsum. Þó eru þær hreint ekki ólystugar, ef þær eru teknar beint úr ofninum og eru glóðvolg- ar. Undir eins og þær kólna missa þær aðdráttaraflið eins og venja er um brauð, sem lítt er vandað til. Kaffið er víða vont EG veit því, að ýmsir hafa það fyrir reglu, að biðja um brauð- ið og þá einkum vöflurnar volgar. Svarið er venjulega á þá leið, að vðflurnar séu nýjar, og rengi ég það ekki, en það er ekki nóg, ef þær hafa náð að kólna. Þó hefi ég tekið eftir því, að Höllin hefir haft volgar vöflur á boðstólum í seinni tíð og gætu aðrar veitingastofur tekið hana til fyrirmyndar í því. Tækin, sem veitingahúsin hafa eru svo fljótvirk, að varla þarf að baka, fyrr en beðið er um vöflurn- ar. Um kaffið ætla ég ekki að fjöl- yrða. Allir vita, að víða er ekki annað en uppáhelling að hafa, annars staðar biksvart rótarkaffi. Þó geta kunnugir jafnan rambað á sómasamlegt kaffi, því að sumar veitingastofur eru alls ekki sem verstar. Forsetafrímerki á 10 ára lýðveldisafmælinu VELVAKANDI. Nú hefir fríum verið gert Ijóst, að frímerki verði gefin út til minningar um fyrsta forseta íslands. Mér þykir fara vel á því að minning hans sé heiðruð á þennan hátt, en að mínu viti er útgáfa um- ræddra frímerkja ekki tímabær nú. Rétt hefði verið að gefa þessi frímerki út miklu fyrr, en skilst mér þó að það muni dragast mán- uði. Við eigum að geyma þessi frí- merki úr því sem komið er og gefa forsetafrímerkin út á tíu ára af- mæli íslenzka lýðveldisins. Þess er ekki langt að bíða hvort sem er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.