Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Tónlistarskólinn í Reykjavík: Tónleikar nem- enda í kvöld TÓNLISTA RSKÓLINN í Reykjayík efnir til tónleika á Kjarvalsstöðum í kvöld, þriðjudag 30. mars, og hefjast þeir kl. 20.30. Koma fram fjölmargir nemendur skólans, hljóðfæra- og söngnemendur. Eru á efnisskrá þeirra innlend sem erlend verk og koma fram einleikarar, kvintettar og spilað er fjórhent á píanó, en i gærkvöld voru cinnig tónleikar sem þessir. Efnisskrá tónleikanna í kvöld er þessi: Pernando Sor: Andante, largo, Leo Brouwer: Þrjár etýður, Atli Ing- ólfsson gítar, Hándel: Kafli úr fiðlu- sónötu í F-dúr, Vera Ósk Steinsen fiðla og Helga Laufey Finnboga- dóttir píanó, Couperin: Piécés en concert, Bryndís Gylfadóttir selló og Sigurður Marteinsson píanó, Sæve- rud: Rondo amoroso, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Poulenc: Mouve- ments perpétuels, Helga Laufey Finnbogadóttir, Fauré: Clair de lune, Aprés un reve, Mozart: úr Töfraflautunni, Sigríður Gröndal sópran og Jónas Ingimundarson pí- anó, Berkeley: Sónata fyrir flautu og píanó, Petrea Óskarsdóttir flauta og Guðrún Óskarsdóttir píanó, Bartók: Ur Mikrokosmos, Guðrún Óskarsdóttir píanó, Lefévre: Sónata, Guðni Franzson klarinett og Stein- unn B. Ragnarsdóttir píanó, Raff: Etýða, Katsjatúrian: Toccata, Val- gerður Andrésdóttir píanó og Poul- enc: Sónata fyrir píanó fjórhent, Hanna Gunnhildur Sigurðardóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir. Davíð Qddsson og Geir Haarde í kosningaferð til Norðurlanda: Sjálfstæðisflokkurinn i sókn meðal íslenskra námsmanna þar Vlí) BOÐUÐUM til funda með íslcnskum stúdentum og öðrum, sem hafa kosningarétt hér, á fimm stöðum í Danmörku, Sví- þjóð og Noregi til að kynna þeim viðhorfin vegna sveitarstjórnak- osninganna og stjórnmálaviðhorf- ið almennt, sögðu þeir Davíð Oddsson, formaður borgarstjórn- arflokks sjálfstæðismanna, og Geir llaarde, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, þegar Morgunblaðið ræddi við þá um nýlega Norðurlandaferð. — I þessum löndum eru vafa- laust nokkur þúsund íslend- ingar, sem hafa kosningarétt. Það er bæði sjálfsagt og eðli- legt, að þeir fái sama tækifæri og aðrir kjósendur til að kynn- ast sjónarmiðum frambjóðenda og flokka. Um nokkurt skeið hafa alþýðubandalagsmenn mjög lagt sig fram um að plægja þennan akur. Því töldum við fyllilega tímabært, að ann- arra flokka menn létu til sín heyra á þessum vettvangi. — Okkur var ljóst, áður en af stað var haldið, að vinstri menn hafa komið sér vel fyrir á hin- um ýmsu stöðum á Norðurlönd- unum, einkum þar sem námsm- enn eru margir. Þess vegna var það sérstakt ánægjuefni, að skoðanir okkar og viðhorf áttu töluverðan hljómgrunn, hvar sem við komum. Fundirnir voru í Kaupmannahöfn, Lundi, Gaut- aborg, Uppsölum/ Stokkhólmi og Osló. Þeir voru misfjölmenn- ir eins og eðlilegt er, fundurinn í Osló var verst sóttur en í Lundi til dæmis komu 50 til 60 manns. — Við skiptum með okkur verkum. Davíð flutti í upphafi ræðu um borgarmál og Geir um stjórnmálaviðhorfið. Síðan lögðu fundarmenn fyrir okkur spurningar um hin margvísleg- ustu efni. Er augljóst, að ekki síður þarna en hér er vel fylgst með öllu, jafnt í borgarmálum sem orkumálum, efnahagsmál- um og varnarmálum. Athygl- isvert var, að á engum fund- anna var spurt um lánamál stú- denta, en þó liggur frumvarp til laga um þau fyrir Alþingi. Við vöktum sérstaka athygli á frumvarpi, sem þeir hafa flutt á þingi sjálfstæðismennirnir Friðrik Sophusson, Matthías Á. Davíð Oddsson Mathiesen og Halldór Blöndal um skattamál stúdenta. — Alls staðar var mikill áhugi á fundunum og þótt fólk væri okkur ekki sammála, þá taldi það þetta lofsverða við- leitni. Við höfum orðið varir við hið sama hjá ættingjum námsmanna hér heima. Geir Haarde — Greinilegt er, að hin yfir- þyrmandi vinstrimennska, sem mönnum kemur helst til hugar, þegar rætt er um íslenska námsmenn á Norðurlöndunum, er á undanhaldi meðal þeirra eins og almennt hjá íbúum Norðurlanda, sögðu þeir Davíð Oddsson og Geir Haarde að iok- Eru bláþræðir í steinullar- pólitík iðnaðarráðherra? Eftir Óskar Magnússon Eru bláþræðir í steinullar- pólitík iðnaðarráðherra? I leiðara Morgunblaðsins sl. þriðjudag, svo og í Dagblaðinu sl. miðvikudag er fjallað um steinull- arverksmiðju, staðsetningu henn- ar og fjármögnun. Báðum höfundum þykir hin mesta fjarstæða að nefna hlut- deild ríkisins, sem ætti að vera óþörf, ef þeir sem vilja koma fyrirtækinu á laggirnar hafa til þess svo mikla trú, að þeir vilji hætta sínu eigin fé í það. Maður hrekkur við, þegar út- verðir frjálsra viðskipta láta eins og miðstýring íslensks fjármála- og athafnalífs sé ekki til. Þetta er ef til vill óþægileg staðreynd, en miðstýringin hverfur ekki þó við látum sem hún sé ekki til. Hér á eftir ætla ég að reyna að draga fram nokkur atriði sem varða steinullarmálið og sýna al- ræði miðstýringarinnar. 1. Sunnlendingar hafa ekki enn beðið um þátttöku ríkisins í byggingu steinullarverksmiðju. 2. Iðnaðarráðuneytið bað Jarð- efnaiðnað hf. að bíða með að hefja framkvæmdir, uns stað- arvalsnefnd hefði lokið störf- um. 3. Alþingi fól iðnaðarráðherra að gera tillögu um staðsetningu verksmiðjunnar. 4. Alþingi ákvað að ríkið skyldi verða hluthafi, með allt að 40% eignaraðild. 5. Án ríkisafskipta væri sennilega að því komið að gangsetja vélar steinullarverksmiðju í Þor- lákshöfn. Hér að framan hafa þó ekki ver- ið talin nema fyrstu viðbrögð ríkisins. Fleiri, og sum furðulegri hafa farið á eftir. lónþróunarsjóður Suðurlands Sunnlendingar hafa samið við Olfushrepp um að aðstöðugjöld vegna steinullarverksmiðju skuli renna í Iðnþróunarsjóð Suður- lands, en sjóðurinn á að hafa það að markmiði að styrkja rannsókn- ir iðnaðartækifæra í kjördæminu og lána fé til iðnaðaruppbygg- ingar. Sveitarfélög á Suðurlandi með 97% Sunnlendinga eru aðilar að sjóðnum. Sveitarfélögin eru öll aðilar að Jarðefnaiðnaði hf., ásamt fjölmörgum einstaklingum. Undirbúningur að stofnun Jarð- efnaiðnaðar hf. hófst árið 1983, en rannsóknir á sunnlenskum jarð- efnum höfðu farið fram þá í nokk- ur ár á vegum fyrirtækisins Bas- alt hf., en framkvæmdarstjóri þess fyrirtækis var þá Einar Elí- asson, sem er einn af stofnendum Jarðefnaiðnaðar hf. og hefur setið í stjórn félagsins frá upphafi sem varaformaður. Um Iðnþróunarsjóð Suðurlands hafa bæði forsætis- og iðnaðar- ráðherra viðhaft þau ummæli, að sjóðstofnunin væri til mikillar fyrirmyndar og sýndi betur en flest annað skilning sveitar- stjórnamanna á þörfinni fyrir fleiri stoðir undir atvinnulíf landsmanna. Fáir hafa betri að- stöðu en iðnaðarráðherra að vita á hvern hátt fjármögnun iðnþróunarsjóðsins var hugsuð. Þrátt fyrir það hefur ráðherrann opnum augum stefnt að því að drepa niður þetta framtak með því að velja fyrir sitt leyti steinullar- verksmiðjunni stað á Sauðárkróki. Iðnþróunarsjóður Suðurlands er eigi að síður tekinn til starfa, þó í litlum mæli sé, með fé sem fengið er með beinum framlögum sveit- arfélaganna á Suðurlandi, en til- gangi sínum nær sjóðurinn ekki án þess tekjustofns sem verksmiðjan átti að leggja til. Iðnaðarráðherra heldur því jafn- framt að þjóðinni að möguleikar til iðnaðar úr jarðefnum séu margir á Suðurlandi, vitandi vel að enn um sinn er mjög erfitt að nýta þá kosti sökum flutningserf- iðleika og ónógs aðgangs Sunn- lendinga að sjó. Steinullarverksmiðjan er hugs- uð sem fyrsti hlekkurinn í upp- byggingu jarðefnaiðnaðar og ann- ars iðnaðar á Suðurlandi, án hennar mun verða löng töf á því að hinir möguleikarnir verði nýtt- ir og það veit ráðherrann, hvað svo sem hann segir. Ein rökin fyrir staðsetningu verksmiðju á Sauðárkróki eru þau, að þar verði ekki um annan slíkan iðnað að ræða. Má ef til vill skilja ráðherrann svo að hann sé á móti frekari iðn- aðaruppbyggingu, að staðsetning- in sé einn af bremsunum hans? Flutningskostnaður — nálægðin við Reykjavík Þegar rætt er um valkostina Þorlákshöfn-Sauðárkrók, er þess vandlega gætt að ekki komi fram að Sunnlendingar allir sem heild séu að berjast fyrir steinullar- verksmiðju í Þorlákshöfn. Það þykir henta að segja aðeins „Þor- lákshöfn sækist eftir ...“ o.s.frv. Þannig er auðvelt að spila á þau öfl, sem telja allt betur komið annars staðar en í nálægð við Reykjavík. En hvar ættu Sunnlendingar að geta sett niður slíka starfsemi annars staðar en í Þorlákshöfn, sem er eina höfnin á Suðurlandi, fastalandinu, eins og við segjum hér, þegar Vestmannaeyjar eru undanskildar? Líklega er það einsdæmi, að nálægðin við aðal markaðssvæðið sé talinn einn af höfuðókostum staðsetningar. Auk þessa eru búin til meira en lítið vafasöm rök, til þess að draga fram kosti Sauðárkróks. Tökum dæmi: Verksmiðja Jarðefnaiðnaðar er of stór, en þegar Sauðkrækingar ætla að fá sömu verksmiðju, hjá sömu aðilum, þá er allt í lagi, bara af því að þeir segjast ætla að reka hana með hálfum afköstum. Ríkisskip, sem undanfarin fjöl- mörg ár hefur fengið helming rekstrarfjár síns sem beinan styrk frá ríkissjóði, gerir Steinullarfé- Oskar Magnússon „Þegar iðnaðarráðherra flutti boðskap sinn, gat hann þess sérstaklega að hann væri ekki búinn að gleyma Suðurlandi. Ef maður rifjar upp þau skipti, sem ráðherrann hefur munað eftir Sunn- lendingum, fer ekki hjá því að maður spyrji: Hvað höfum við eiginlega gert manninum?“ laginu á Króknum tilboð sem ekki á sinn líka. Ríkisskip vill flytja steinullina frá Sauðárkróki til Reykjavíkur fyrir sem næst 25% af gildandi flutningstöxtum sín- um, auk þess sem það ætlar að flytja gámana tóma til baka fyrir ekki neitt. Gjaldið til annarra hafna en Reykjavíkur er hins veg- ar nálægt 25% hærra. Á sama tíma er boðið upp á 117% hærra flutningsgjald, ef flytja á steinull fyrir Jarðefnaiðnað frá Þorláks- höfn. Satt er það, að Sunnlend- ingar njóta ekki þjónustu Ríkis- skips, en við áttum þó ekki von á þessari fáránlegu mismunun. Ekki veit ég betur en að Sunnlendingar greiði sinn hlut í tapi útgerðarinn- ar, rétt eins og aðrir skattgreið- endur þessa lands. Ofan á allt þetta tilboðafargan, kemur svo það, að til þess að anna flutningunum, þarf útgerðin eitt skip í viðbót við þau tvö sem ann- ars myndu nægja. Á síðastliðnu ári voru flutn- ingar utan af landi til Reykjavíkur snöggtum meiri en frá Reykjavík út um land. Tómarýmið er því á öfugu róli. Ekki búinn að gleyma Suðurlandi Þegar iðnaðarráðherra flutti boðskap sinn, gat hann þess sér- staklega að hann væri ekki búinn að gleyma Suðurlandi. Ef maður rifjar upp þau skipti sem ráðherr- ann hefur munað eftir Sunnlend- ingum, fer ekki hjá því að maður spyrji: Hvað höfum við eiginlega gert manninum? Þegar Hjörleifur mundi eftir okkur: 1. þá gerði hann tilraun til að spilla fyrir virkjun Hrauneyja- foss og seinkaði henni nokkuð. 2. Næst gerði hann allt sem hann gat til að bregða fæti fyrir allar hugmyndir um virkjun við Sultartanga. 3. Svo mundi hann eftir Sunn- lendingum, þegar hann með sínu ráðherravaldi lagði niður nefnd þingmanna, sveitar- stjórnamanna og embætt- ismanna sem fjalla átti um skipulagningu raforkudreif- ingar á Suðurlandi. 4. Hann minntist okkar, þegar hann lagði niður nefnd, sem vann að því að gera Sunnlend- ingum og Reyknesingum mögu- lega aðild að Landsvirkjun. Hins vegar vorum við ekki í huga hans þegar Þingeyingar og Eyfirðingar fengu aðild að og ítök í stjórn Landsvirkjunar, þar rrleð talið stjórn allra virkj- ana á Suðurlandi, þar sem eins og áður segir Sunnlendingar eiga engan rétt. Ég segi nú eins og ráðherrann blessaður, „hjálpi okkur allir heil- agir“, næst þegar iðnaðarráðherra kemur Suðurland í hug. Hvað get- ur hann gert okkur fleira?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.