Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Efri deild Alþingis: Fjölgun Hæstarétt- ardómara samþykkt Stjornarfrumvarp um fjölgun Hæstaréttardómara úr 7 í 8 kom til atkvæða í efri deild í gær, ásamt breytingartillögum. Með breytingunni mun að þvi stefnt að dómurinn geti starfaö í tveimur deildum í senn: þriggja manna dómi, er dæmi kærumál og minniháttar áfrýjunarmál, og fimm manna dómi, sem dæmi meiri háttar mál. Tilgangurinn er að auka afköst dómsins. Fyrsta og önnur grein frum- varpsins, sem fjalla um fjölgun dómara og tvískiptan dóm, vóru samþykktar með 14 samhljóða at- kvæðum. Breytingartillaga frá Ólafi Ragnari Grímssyni (Abl) við 3. gr., þess efnis, að „dómurinn ákveði jafnan, hve margir dómar- ar skipi dóm“ og „að dómarar skulu taka sæti í dómum eftir röð sem ákveðin er með almennri reglu“ var samþykkt með 7 at- kvæðum gegn 6. Aðrar breytingartillögur Ólafs Hverfi varð síma- sambandslaust eftir árekstur HARÐliK árekstur varð kl. 18.30 á sunnudag á gatnamótum Hofstaða- hrautar og Karlahrautar í (iarðabæ. Ókumaöur Mazda-hifreiðar, sem ekið var eftir Hofstaðahraut, virti ekki stöð- vunarskyldu með þeim afleiðingum, að hún skall á Volvo-hifreið sem ekið var noröur Karlahraut. Volvo-bifreiðin kastaðist yfir göt- una og lenti á símakassa, með þeim afleiðingum að hverfið varð síma- bandslaust þar til viðgerð hafði farið fram. Hjón með tvö börn voru í Volvo-bifreiðinni og sakaði ekki en ökumaður Mazda-bifreiðarinnar skarst á höfði og var fluttur í slysa- deild. Volvo-bifreiðin er talin ónýt eftir áreksturinn og Mazda-bifreiðin mikið skemmd. Týndur páfagaukur UM helgina fundu krakkar, sem búa við Lönguhlíð í Reykjavík páfagauk. Hann er bláleitur og mjög gæfur, sest t.d. hinn rólegasti á axlir og höf- uð krakkanna. Eigandinn er beðinn að hringja í síma 29712. 2R»rgiml>Iat>ib Utsýnarblaö fylgir Morgunblað- inu í dag MORGUNBLAÐINU fylgir í dag 20 síðna Útsýnarblað með upplýsingum um ferðir á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar og það sem hún hefur upp á að bjóða í þeim efnum. Á baksíðu blaðsins er getraun, sem lesendum gefst kostur á að taka þátt í. Úr réttum lausnum verða dregnir út 30 ferðavinningar að verðmæti kr. 2.000 á Útsýnarkvöldi í Broadway 23. apríl og ókeypis ferð að verð- mæti kr. 10.000 fyrir beztu svörin. Ragnars vóru felldar, m.a. breyt- ingartillaga við ákvæði til bráða- birgða, svohljóðandi: „Frá upphafi ársins 1983 skal Hæstiréttur skipaður 11 dómurum og skal skipan nýrra dómara vera skv. 2. gr. laga nr. 24/1979. Nú losnar staða fasts dómara í Hæstarétti eftir þennan tíma og skal þá hvorki skipa né setja dómara í hans stað. Þetta gildir þó aðeins um fjórar fyrstu stöðurnar sem þannig losna." Þessi tillaga var felld að viðhöfðu nafnakalli með 15 atkvæðum gegn 2. Breytingar- tillaga frá Eiði Guðnasyni (A) þess efnis að 1. gr. frumvarpsins falli niður var felld með 9 atkvæð- úm gegn 5. Frumvarpið gengur nú til 3ju umræðu og síðan til neðri deildar. Einar Benediktsson kominn til hafnar Ljó.sm. Mbl.: KAX Skuttogarinn Einar Benediktsson kom í fyrsta sinn til heimahafnar í gærkvöldi, en þá kom togarinn til Hafnarfjarðar frá Englandi, þaðan sem hann er keyptur. Einar Benediktsson heldur til veiða á næstu dögum. Skipstjóri er Níels Ársælsson. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Veruleg kjarabót verði niðurstaða samninganna Skipaö í undirnefndir og ákveðiö að hefja viðræður við einstök félög og landssamtök á fundi ASÍ og VSÍ í gær Á FUNDI samninganefnda ASÍ og VSÍ hjá sáttasemjara í gær lögðu fulltrúar vinnuveitenda fram stefnu- yfirlýsingu Vinnuveitendasambands- ins vegna komandi kjarasamninga. Þar er hafnað kröfum Alþýðusam- bandsins um grunnkaupshækkanir. Alþýðusambandið lagði hins vegar áherzlu á að viðræður hæfust nú þegar af alvöru og hefur verið skipað í nefndir til að fjalla um tæknimál, vaktaálag og veikindarétt launþega. Þá varð samkomulag um það í gær að viðræður við landssamtök og ein- Háskóli íslands: Fundahöld vegna rektorskjörs KEKTOK Háskóla íslands verður kosinn næstkomandi fóstudag. Tveir menn hafa opinberlega gefið kost á sér, þeir Guðmundur Magnússon, núverandi rektor og Sigurjón Björnsson, prófessor. Kosningarétt til rekstorskjörs hafa allir félagar í Félagi háskólakennara og nemendur Háskólans. Vegna þessa héldu þeir Guð- mundur og Sigurjón erindi í gær á fundi Félags háskólakennara og í kvöld klukkan 20.15 verður fundur á vegum stúdentaráðs Háskólans í hátíðarsal skólans. Þar munu þeir Guðmundur Magnússon, Sigurjón Björnsson, Sveinbjörn Björnsson, Sigmundur Guðbjarnarson, og Margrét Guðnadóttir hafa fram- sögu og svara spurningum, sem stúdentaráð hefur sent þeim. stök félög færu af stað. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, var spurður að því í gær hvert væri svar Alþýðusambands- ins við yfirlýsingu vinnuveitenda: „Tónninn hjá vinnuveitendum er sá sami og var síðastliðið haust. Það er augljóst að þeir gera það sem þeir geta til að draga samn- ingaviðræður á langinn og tefja eðlilegan framgang mála. Stefnu- yfirlýsing vinnuveitenda boðar ekkert nýtt og kannski er um augljós slagorð að ræða i upphafi Tommarallið: Ellefu teknir fyrir of hraðan akstur ELLEFU ökumenn í Tommarallinu, sem haldið var um helgina, voru teknir fyrir of hraðan akstur á Vot- múlavegi, skammt frá Selfossi á laugardag. Farið var með ökumenn- ina til Selfoss og teknar af þeim skýrslur. Mál þeirra verða send lög- regluembættum þar sem ökumenn- irnir hafa lögheimili. „Þeir báðu um heimild um auk- inn hámarkshraða á sérleiðum í Flóanum, en beiðni þeirra var hafnað. Þarna er 70 kílómetra há- markshraði, en við radarmælingar mældist meðalhraði þeirra 128 kílómetrar. Minnsti hraði þeirra, sem teknir voru, mældist 97 kíló- metrar á klukkstund og mesti hraði mældist 168 kílómetrar á klukkustund," sagði Karl F. Jó- hannsson, fulltrúi sýslumanns á Selfossi í samtali við Mbl. „Byggð þarna er þétt og vegir slæmir. Bæði mönnum og skepn- um stafaði hætta af bílunum. Veg- ir þarna eru í því ástandi, að ekki kemur til mála að veita heimild til aukins hámarkshraða. Ef slíka heimild ætti að veita, þyrfti að loka veginum fyrir annarri um- ferð, en slíkt er ógerlegt vegna þéttrar byggðar. Auk þess má benda á, að vegir þarna þola ekki frávik frá hraðaákvæðum um- ferðarlaga," sagði Karl ennfrem- samningaviðræðna. Þetta er svip- að og verið hefur í áratugi. Reynslan sýnir líka, að það harðn- ar býsna oft á dalnum þegar fer að nálgast samninga. Hins vegar er augljóst, að það er margs konar vandi í íslenzku þjóðfélagi og það er ekki allt auðvelt í þessum efn- um frekar en öðrum. Ég tel þó ótvírætt, að veruleg kjarabót hljóti að verða niðurstaða þessara samninga, sem framundan eru,“ sagði Ásmundur Stefánsson. Á fundinum í gær vildu vinnu- veitendur að umræður um vísi- tölumál tengdust nefnd sem ríkis- stjórnin hefur skipað til að fjalla um vísitölu og nýtt viðmiðunar- kerfi, en ekki yrði skipuð undir- nefnd samningsaðila. Ásmundur Stefánsson sagði hins vegar að þetta væri svo stórt atriði í samn- ingum, að óhjákvæmilegt væri annað, en að ræða um vísitölu og verðbætur við samningaborðið. Næsti fundur ASÍ og VSÍ verður á fimmtudag. Bílvelta á Fagradal Kgilsslaöir, 29. mars. ADFARANOTT sunnudags fór bíll út af veginum á Fagradal, skammt ofan við Egilsstaöaskóg. Fernt var í bílnum, sem fór tvær veltur og kast- aóist þrennt út úr bilnum við velt- una. Enginn slasaðist alvarlega. Þó var ökumaður lagður inn á sjúkra- hús til athugunar en farþegar fengu að fara heim. Bifreiðin, Bronco-jeppi, er hins vegar talinn gjörónýt og talið ganga krafta- verki næst, að ekki varð þarna stórslys. í bílnum voru fjögur ungmenni frá Egilsstöðum að koma af dansleik frá Reyðarfirði. Fréttaritari Ólafsvík: Þari spillir netum báta Olafsvík, 29. marz. FKEMllR dauft var yfir afla netabátanna síðustu viku. Sjómenn telja þó að fiskur sé á svæðinu en mikið stórstreymi hafi dregið úr afla, svo og vestanáttin, sem sjaldan þykir fiskileg hér. Einnig ber annað til, sem er nokkuð nýtt fyrir mönnum. Margar trossurnar hafa verið fullar af þara, sem hér virðist skolast um allan sjó. Pétur Karlsson, skipstjóri á Jóa á Nesi, sagði fréttaritara að þarinn spillti netunum mjög og væru dæmi þess, að taka þyrfti trossur í heilu lagi í land með öll net ónýt. Einkum væri þetta áberandi á svokölluðum Fláka inn við friðunarlínuna og sér- staklega ætti þetta við trossur, sem lagðar væru yfir leirbleytur, helst að tindar og hryggir væru fríir. Ýmsar tilgátur eru uppi um þennan lausa þara, þar á meðal sú, að þari sem ekki næð- ist að hirða við þangslátt sé að þvælast um í firðinum. Hvað sem hér veldur er hér vandamál, sem auk netatjóns eykur vinnu og fyrirhöfn sjómanna og var hún þó ærin fyrir. Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 70. tölublað og Íþróttablað (30.03.1982)
https://timarit.is/issue/118598

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

70. tölublað og Íþróttablað (30.03.1982)

Aðgerðir: