Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 + Eiginmaöur minn, FRIDJÓN GUDBJÖRNSSON, Grettisgötu 63, andaöist mánudaginn 29. mars. Gunnvör Gísladóttir. + Faðir okkar og tengdafaðir, JÚLÍUS VIGFÚSSON, Hlíð — Ytri Njarðvík, lést 29. mars. Karólína Júlíusdóttir, Rafn A. Póturason, Árni Júlíusson, Sólveig Jónsdóttír. t Sonur okkar, HARALDUR EINARSSON, lést aö Hátúni 12. 28. marz. Skúlína Haraldsdóttir, Einar Guöbjartsson. t Móöir okkar, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Söndum í Dýrafíröi, andaöist 27. mars. Sólveig Svavarsdóttir, Asgerður Svavarsdóttir Michaud, Jakob Svavarsson. t Móðir okkar, STEINUNN EINARSDÓTTIR, Stórholti 30, andaöist að Hrafnistu, 17. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Börnin. Minning: Helgi Filippusson framkvœmdastjórí Kveðja frá Flug- málafélagi íslands Með hinu sviplega fráfalli Helga Filippussonar stórkaupmanns eig- um við á bak að sjá einum þeirra manna, sem í æsku sinni gekk til liðs við þann hóp hugsjónamanna, sem árið 1936 einsetti sér að endurreisa flugmálastarfsemi hér á landi. Hlé hafði orðið á tilraunum þeim til að reka hér flugsamgöng- ur, sem gerðar voru af Flugfélagi íslands nr. 2 með því nafni, undir forystu Dr. Alexanders Jóhann- essonar prófessors, er það varð að gefast upp vegna fjárskorts árið 1931. Hinn látni félagi okkar sem við hér minnumst hreifst af þessari endurreisnarhugsjón, sem þó varð fljótt umfangsmeiri en svo að hún einskorðaðist við að þróa upp sam- göngukerfi í lofti innanlands og milli landa. Einnig skyldi æska Islands leggja undir sig loftrýmið yfir landi sínu og gera það að vett- vangi heillandi íþrótta sem efldu með henni djörfung, rökhyggju og festu. Fáir sem til þekkja munu andmæla því að þessi séu einmitt uppeldisáhrif helstu flugsport- greinanna sem stundaðar eru. Fljótlega eftir að Agnar Kofoed-Hansen hafði hafið starf- semi Flugmálafélags Íslands og Svifflugfélags íslands og Helgi var kominn í raðir þeirra fór hann utan til náms í svifflugi og síðan flugmodelsmíði og flugi með mod- elum. Bjó hann sig sérstaklega undir að verða hæfur til að kenna þessar greinar. Varð sú og reyndin eftir að Helgi kom heim að loknu þessu námi, að hann hóf öfluga starf- semi í Flugmodelfélagi Reykjavtk- ur, sem hann var aðalhvatamaður að. Rak félagið um árabil um- fangsmikið kennslustarf undir stjórn Helga. Vöktu námskeið fé- lagsins mikla athygli og þóttu þau góður þáttur í bæjarlífinu og heppileg frístundaviðfangsefni, ekki síst fyrir æskufólk, enda komu tveir af framsýnustu skóla- mönnum landsins, þeir Sigurður Thorlacius og Snorri Sigfússon, auga á kosti þessarar starfsemi og opnuðu skóla sína fyrir henni og studdu hana með ráðum og dáð. I svifflugkennslu og uppbygg- ingarstarfi hvers konar á því sviði, varð Helgi fljótlega áhrifamikill. Kom þegar í ljós fágæt verklagni hans, hagsýni og vandvirkni, sem varð til mikils gagns við smíði og gerð hinna fyrstu flugtækja svif- flugmanna. Ýttu þessir kostir honum fram í forystuliðið. Kostir Helga Filippussonar sem svifflugskennara voru, auk mjög góðra flugmannshæfileika, mikil ábyrgðartilfinning. Varð hann því fljótlega ein helsti mótandi kennsluhátta í svifflugi sem við búum að enn þann dag í dag og eiga sinn stóra þátt í hve giftu- samlega hefur tekist til í að ala upp góða svifflugmenn með ríka ábyrgðartilfinningu. Leikur eng- inn vafi á að þarna er að finna eina helstu ástæðu þess, hve bless- unarlega sjaldgæf slys hafa verið við ástundun þessarar fögru íþróttar. Helgi var einn helsti hvatamað- ur stofnunar Svifflugsskólans á Sandskeiði, sem rekinn var nokk- ur sumur sem sjálfstæð stofnun á vegum Flugmálafélags íslands og Svifflugfélags íslands, með frá- bæru kennaraliði. Ekki kom til álita hverjum bæri að fela skóla- stjórnina, öllum kom saman um að fela Helga þá ábyrgð á hendur og reyndist það giftusamlega ráð- ið. Ekki síst fyrir það happ, að Sigríður Einarsdóttur eiginkona Helga fékkst til að veita forstöðu Hjónaminning: + Útför ÓLAFS TR. EINARSSONAR, útgeröarmanns, Hafnarfiröi, fer fram frá Hafnarfjaröarkirkju, miövikudaginn 31. mars nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóö Árna M. Mathiesen. Dagbjört Einarsdóttir, Ragnheiöur Einarsdóttir, Svava E. Mathiesen, Dagný E. Auöuns, Viktoría Sigurjónsdóttir. + Útför feðganna, SIGURÐJÖRNS GUDJÓNSSONAR, Goöaland- 11, og SIGURKARLS SIGURBJÓRNSSONAR, Álftamýri 27, er létust af slysförum 23. þ.m., verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miövikudaginn 31. þ.m. kl. 13.30. Magnea G. Karlsdóttir, Hrefna Siguröardóttir, Karen Þóra Sigurkarlsdóttír, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Guöjón Sigurbjörnsson, Linda Sígurðardóttir, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Siguróur Björnsson, Óskar Sigurbjörnason, Sveindís María Sveinbjörnsdóttir. Sigurbjörg Björnsdóttir Haraldur Aðalberg Aðal- steinsson Segðisfirði Sigurbjörg fæddist 16. maí 1905 í Hömrum á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu. Foreldrar henn- ar voru Björn Þórðarson, bóndi í Hömrum, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Sigurbjörg lést 14. janúar 1982. Haraldur Aðalberg var fæddur í Vestdalsgerði í Seyðisfirði 20. janúar 1900 og ólst þar upp hjá fósturforeldrum. Haraldur var sonur Aðalsteins bónda Jónasson- ar í Hvammi, Þistilfirði, og Þóru Einarsdóttur frá Fagranesi á Langanesi. Hann lést 12. mars sl. Eg vil með örfáum orðum minn- ast Haraldar frænda míns og hans ágætu konu, Sigurbjargar. Ég átti því láni að fagna að kynnast þessum góðu hjónum. Fyrst man ég er þau komu í Hvamm í Þistilfirði, sú minning er þó býsna fjarlæg, því þá var ég barn að aldri. Síðar kom ég svo til þeirra á Seyðisfirði, var mér og mínum vel fagnað á heimili þeirra. Frændsemin og hlýjan streymdu á móti okkur ávallt er við komum til þeirra. Þau voru gestrisin og höfðu gaman af að fá gesti. Munu margir hafa til þeirra komið. Haraldur þurfti margs að spyrja að „norðan", því hann vildi fylgjast með sínu frændfólki og vinum. Sumarið 1980 héldum við niðjar Aðalsteins Jónassonar og Jóhönnu Sigfúsdóttur ættarmót í Hvammi í Þistilfirði. I sambandi við það átti ég mjög ánægjuleg bréfaskipti við Harald og Sigurbjörgu og eftir það einnig. Þau komu á ættarmót- ið og dvöldu nokkra daga í Hvammi þá. Eftir samveruna í Hvammi fannst mér þau hjón og þeirra fjölskylda öll vera mér nær. Það voru góðir og ánægjulegir + + Þökkum innilega allan þann hlýhug og samúð sem okkur var sýnd 1 við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og barns. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, DAGNÝJAR ÞÓRDARDÓTTUR, KRISTJÁNS FRIÐÞJÓFS SIGURJÓNSSONAR, Hœöarbyggö 8. fyrrverandi yfirvélstjóra, Skaftahlið 11. Reynir Ríkarösson, Sigrún Guömundsdóttir, Ríkaröur Reyníason, Guöríöur Sigmundsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Ríkharður Ingibergsson, Fríöa Kristjánsdóttir, Rögnvaldur Bergsveinsson, Árný Reynisdóttir Ágúst Kristjénsson, Hekla Þorkelsdóttir. og syatkinín. heimavist Svifflugsskólans og skapaði með Helga festu og blæ fjölskylduheimilis. A þessum indælu sumrum á Sandskeiði komu til liðs margir efnilegir unglingar, sem síðan hafa látið sín getið, frábærir menn á mörgum sviðum þjóðlífs okkar og þá ekki síst í flugmálum sem flugmenn, flugvélstjórar, flugvirkjar, flugumferðarstjórar og stjórnendur innan flugfélaga og opinberra stofnana tengdum flugmálum. Verður ekki fullyrt um hve mik- inn þátt Svifflugsskólinn og kynni þeirra af þessari heillandi íþrótt hefur haft á þroska þeirra, en lík- ur eru verulegar. Sá er hér ritar hefur heyrt marga þeirra taka sterkt til orða um ágæti þeirra kynna. Fyrir þau miklu störf, sem Helgi Filippusson vann í þágu flugmálanna, þakkar Flugmálafé- lag Islands heilshugar og sendir frú Sigríði, ekkju hans, dætrum þeirra, mökum og börnum alúð- arfyllstu samúðarkveðjur. Persónuleg kveðjuorð Þegar nú minn gamli félagi i leik og starfi hefur flogið á undan okkur mörgum samstarfsmönnun- um, koma upp í hugann margar minningar um gleði og sigurvissu, þegar vel lét og er gott að hugleiða þær nú. dagar sem við áttum öll í Hvammi sumarið 1980. Haraldur og Sigurbjörg voru hvort öðru skemmtilegra, hvort á sinn máta. Haraldur ávallt gam- ansamur og léttur, Sigurbjörg var mjög fróð og sagði vel frá. A ætt- armótinu sem áður er nefnt flutti hún þakkarávarp fyrir hönd barna Aðalsteins Jónassonar. Sigurbjörg var sérlega ættfróð og miðlaði okkur miklu í þeim efnum. Árið 1981 komum við svo til þeirra á Seyðisfirði og bjuggum hjá þeim nokkra daga við alveg frábærar móttökur. Haraldur fór með okkur út á Vestdalseyri á sín- ar bernskuslóðir, þar sem hann átti land. Var honum sá staður mjög kær. Það er gaman að geta þess, að þau hjón voru nýlega búin að byggja sér hús. Nýja húsið er á einni hæð og mjög vistlegt. Sýnir þetta dugnað þeirra og elju á efri árum. Áður áttu þau stórt hús, erfiðara til íbúðar. Ekki má ég gleyma þeim ánægjulegu stundum er við áttum með sonum þeirra og fjölskyldum í þessari sömu ferð. Haraldur og Sigurbjörg unnu hin margvíslegustu störf á sinni löngu starfsævi, sem ég mun ekki telja upp hér. Þó vil ég geta þess, að Haraldur fer á vertíð til Hornafjarðar árið 1926, liggja þá leiðir þeirra Sigurbjargar saman þar. Þau giftu sig 27. nóvember 1926 og bjuggu í Seyðisfirði sinn búskap í nærri 56 ár. Ég og fjölskylda mín þökkum þær góðu stundir er við áttum saman á liðnum árum með þeim kæru hjónum. Blessuð sé minning þeirra. Sonunum Leifi, Aðalbimi og fjölskyldum þeirra sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Aðalsteinn J. Maríusson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.