Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS MJaLUJ. AI Illa búið að smábáta- eigendum í Reykjavík — væri ekki hægt að bæta úr? IfeiðraAi Velvakandi. Nú vorar á ný og senn líður að sumri. Þess vegna langar mig nú til að víkja að málefni sem við Reykvíkingar höfum lítið sinnt og hefur verið, og er, okkur til vanza. Þar á ég við hversu illa er búið að smábátaeigendum — svokölluðum sportbátaeigendum — hér. Skemmst er frá því að segja að engin boðleg aðstaða er til að geyma smábáta hérna í Reykjavík meðan miklu minni bæir, eins og t.d. Hafnarfjörður, geta státað af smábátahöfnum sem telja má fyrsta flokks. Þetta aðstöðuleysi hefur því miður orðið til þess að færri en ella hafa lagt fyrir sig sjósport. Er það mjög miður því þarna er um fyrsta flokks fjölskyldusport að ræða — nokkuð sem öll fjöl- skyldan getur tekið þátt í sam- eiginlega. Áhugi Reykvíkinga á sjósporti er engu að síður mikill og er það ekki síst að þakka hinni ágætu sjósóknaraðstöðu sem Æskulýðsráð er með fyrir unglinga í Fossvogi. Þar læra unglingar að fara með báta og Engin frímerki hæfðu betur þeim merkisáfanga. Ú. Fylgjumst með nýjungunum KÆRI Velvakandi. Aðeins ör- fáar línur. Ég var fyrir skömmu staddur á fundi hjá Mál- arasveinafélagi Reykjavíkur, þar sem Arreboe Clausen, málari, flutti frásögn eða erindi um ný málningarefni og nýjar aðferðir við málningu. Var erindið fróðlegt mjög, og mikill fengur að því fyrir okkur málarana. Jafnframt því að ég vil vekja athygli á, hve það er iðnaðar- mönnum hollt að þeim séu kynnt- ar allar merkar nýjungar, hverj- um í sinni grein, vildi ég mælast til þess við Clausen, að hann gæfi fleiri kost á að heyra mál sitt og þá ekki sízt málaranemunum. Málari. fá þjálfun í siglingum — og geta siglt að vild á vognum. En hvað gerir þetta fólk er það vex upp og er þar með rekið úr þessari „siglingaparadís". Meðan engin höfn er hér fyrir hendi þar sem hægt er að geyma smábáta með sæmilegu öryggi er hætt við að fáir leggi í það að koma sér upp mótorbát eða skútu. Það kemur spánskt fyrir sjón- ir að svona skuli að málum stað- ið hér í höfuðborg íslands — fornfrægrar siglingaþjóðar, og þjóðar sem lagt hefur stund á listasjómennsku allt frá land- námi. Nú líður að borgarstjórn- arkosningum — væri ekki at- hugandi að þetta mál yrði sett á oddinn þar, ásamt öðrum góðum málum. Marbcndill Þessir hringdu . . . Enn ein fréttafölsun ríkisfjölmiðlanna Örn Harðarson hringdi og óskaði að eftirfarandi pistill yrði birtur í Velvakanda: „Síðastliðið sunnudagskvöld sögðu bæði út- varp og sjónvarp frá því, sem fyrstu frétt kvöldsins, að aðeins hægri flokkar hefðu boðið fram í kosningunum í El Salvador. Þetta var og er auðvitað eins og hver annar þvættingur sem þessir fjölmiðlar fá að komast upp með af einhvers konar um- burðarlyndi við viss mannkerti, sem halda sjálfir að þeir séu fréttamenn en eru í raun trúboð- ar Marx, Leníns og Jarúselskis. Duarte forseti El Salvador og flokkur hans, Kristilegir demó- kratar, geta ekki kallast hægri menn, því meðal mála sem eru á stefnuskrá flokksins er að þjóð- nýta jarðnæði El Salvador og fyrsta stig þeirra áætlana er þegar komið í framkvæmd. Trú- boðarnir á ríkisfjölmiðlunum sjá aftur á móti enga vinstri menn þarna — nema þessa froðufell- andi öfgamenn sem hvorki geta né vilja vinna með öðrum og hafa orðið sér úti um vopn að undirlagi Kúpu-komma, og ætla á þann hátt að svíkja inn á þjóð El Salvador samskonar stjórnar- fari óttans og er í Póllandi. Við íslendingar sem sitjum heima í stofum okkar og hlust- um á svona ríkisfjölmiðlaþvætt- ing dag eftir dag, bölvum í hljóði og látum þar við sitja þó við vit- um margir betur. Ætli það geti verið þess vegna sem við höfum svo mikla skömm á þessum fréttamiðlum ríkisins og litla samúð með sífelldum peninga- vandræðum þessara stofnana, þó margt ágætra manna vinni önn- ur störf hjá báðum — Ríkisút- varpi og sjónvarpi. Þetta minnir á rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum fyrr á árum á starfsmönnum fangelsa — en þar þótti ekki allt sem skyldi og upp komst að stór hluti þeirra sem sóttust eftir störfum fangavarða voru sadistar. Síðan hefur verið reynt að hafa strangt eftirlit með þannig hug- sandi umsækjendum í þau störf. Eða er það ekki áberandi hve kommúnistar hafa alltaf lagt mikla áherzlu á að pota sér í kennarastétt og í störf frétta- manna, í annarlegum tiigangi, svo dæmi séu tekin hér hjá okkur?** 12-14% afsláttur af Braga kaffi Braga kaffi 1 kg Braga kaffi ’/♦ kg Santos kaffi V« kg Columbía kaffi '/« kg Leyft verð 49.00,- 12.90,- 14.30,- 12.90,- Okkar verð 43.00,- 11.50, - 12.50, - 11.50, - 20% afsláttur af páskaeggjum Matvörubúðir Kron. HELGI JÓNSSON - LEIGUFLUG - AIRTAXI RE YKJA VlK URFL UG VEL Lt Simi: (91-)10880(91-)10858 Atvinnulífið og höfuðborgin — Lifandi miðbær Verzlunarráð íslands gengst fyrir ráðstefnu undir heitinu: Atvinnulífið og höfuðborgin — Lifandi miðbær — á Hótel Borg þriöjudaginn 30. mars kl. 16.15—18.30. Dagskrá: 16.15—16.20 Setning: Ragnar S. Halldórsson form. Vi. 16.20—16.30: Ávarp borgarstjór- ans I Reykjavík, Egitl Skúli Ingibergsson. 16.30—16.50: Gildi miðbæjar fyrir höfuöborgina — samleiö samskipta og viöskipta. — Jón Baldvin Hannibals- 16.50— 17.10: Atvinnurekstur og miðbærinn — Skil- yröi til atvinnu- og fasteignarekstrar j miðbænum. Guö- mundur Arnaldsson hagfræöingur Vi. 17.10—17.30: Bifreiöin og miöbær- inn. — Umferö, bíla- stæöi. bilageymslur, almenningsvagn. — Þórarinn Hjaltason verkfræöingur. 17.30—17.50: Framkvæmd miö- bæjarskipulags — hér og erlendis. — Kristinn Ragnarsson arkitekt 17.50— 18.30: Almennar umræöur. Alyktanlr. Ráöstefnustjóri: Albert Guömunds- son alþingismaöur. Krítlinn Ragnarston Albert Guðmundaaon Ráöstefnan er öllum opin en hagsmuna- aðilum, eigendum húsa og fyrirtækja, starfsfólki stofnana og fyrirtækja í midbænum, borgarstjórnarmönnum og skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og nágrenni, er sérstaklega boóiö. VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.