Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 19 Geysilegur áhugi fyrir íslensku myndbandaefni Nokkru fyrir síðustu ára- mót komust tveir hópar manna að þeirri niðurstöðu að myndbandabyltingin væri á næsta leiti, en hvor- ugur hópurinn vissi af hin- um. Hugðu menn að eitt- hvað yrði að gera í þessum málum heima á Fróni. Til- viljun leiddi hópana saman og um þetta sameiginlega áhugamál voru síðan stofn- uð tvö fyrirtæki í tengslum hvort við annað — ísmynd sf. og Framsýn hf. „Tengslin milli þessara tveggja fyrirtækja eru eitthvað svipuð því sem er milli prent- smiðju og ritstjórnar, þar sem ísmynd er í þessu tilfelli myndsmiðjan og Framsýn þá líklega myndstjórnin, þ.e. stjórn dagskrárgerðarinnar," segja þeir forráðamennirnir Gísli Sigur- þórsson, Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Fyrirtækin hafa þegar byrjað framieiðslu á íslensku myndefni til sýninga í myndbandakerfum og heimahúsum ásamt kynn- ingarmyndum fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Morgunblaðið ræddi stuttlega við þá félaga um þessa starfsemi og framtíðar- hugmyndir þeirra. Fræðsla, kynning og skemmtun „Við getum sagt að starfsemi þessara fyrirtækja sé þríþætt. Við tökum að okkur að framleiða kynningarmyndir eða fræðslu- efni fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, sem vilja koma sér á framfæri með þessum hætti eða varðveita heimildir í þessum miðli. í öðru lagi önnumst við innlenda dagskrár- gerð fyrir myndbandakerfi, myndbandaleigur eða aðra aðila, sem hafa áhuga. Jafnframt get- um við tekið að okkur auglýs- ingagerð fyrir myndbönd, en við höfum farið okkur hægt í því efni enn sem komið er. Nú svo má ekki gleyma því að þeir sem vilja taka upp og vinna sjálfir eigið efni geta leitað til Ismyndar um tækjaleigu og mannafla," segja þeir félagar. Er orðin næg eftirspurn eftir íslensku efni til að ráðast í svona fjárfrekt fyrirtæki? „Það er í sjálfu sér alltaf matsatriði hvenær eftirspurn er orðin svo mikil að það borgi sig að fullnægja henni. Við erum vafalaust með fyrra fallinu en það er betra að vera of snemma á ferðinni heldur en of seint. Og hitt er víst að við höfðum hugsað okkur í upphafi að fara hægar af stað, en verkefnin tóku einfald- lega af okkur völdin. Markaður- inn hefur tekið fyrr við sér en við áttum von á. Hin erlenda ein- stefna í myndbandaefni hefur greinilega skapað hungur eftir íslensku efni. I viðræðum okkar bæði við forráðamenn mynd- bandakerfanna og myndbanda- leiganna hefur komið fram geysilegur áhugi á því sem við erum að gera og greinilegt er að þeir vilja leggja töluvert á sig til að hleypa innlendri myndbanda- gerð af stokkunum. Menn hafa gjarnan fordæmt „vídeóið" sem andmenningarlegu fyrirbæri, uppfullu af ofbeldi, klámi og lágkúrulegustu afþrey- ingu. En auðvitað er myndband- ið aðeins tæki, fjölmiðill, sem nota má bæði til góðs og ills. Það fer eftir því hvaða efni er sett á myndbandið og hvernig að fram- leiðslunni er staðiö hvort menn- ing eða ómenning ræður þar — segja forráðamenn Ismyndar sf. og Fram- sýnar hf. sem framleiða íslenskt efni á myndbönd ríkjum. Myndbandatæknin býð- ur hins vegar upp á alla mögu- leika til að hið fyrrnefnda verði ofan á.“ 15 þúsund myndbandatæki „Kostnaðurinn við þessa fram- leiðslu er auðvitað verulegur, en ætti þó ekki að þurfa að verða meiri en í mörgum öðrum miðl- um. Eftir því sem meiri sam- staða næst milli þeirra aðila sem dreifa myndefninu, eins og kap- alkerfanna og myndbandaleig- anna, um kaup á innlenda efn- inu, því lægri verður þessi kostn- aður fyrir hvern og einn. Við vonumst auðvitað til að sem allra víðtækust samstaða náist um að auka hlut íslensks „víd- eós“ í heildarframboðinu. Núna eru um 15 þúsund myndsegul- mikill og fullkominn tækjakost- ur til þessarar framleiðslu." Er dýrt að stofna til fyrirtæk- is af þessu tagi? „Stofnkostnaður er auðvitað verulegur, því hér er farið út í fullkominn tækjakost nánast á einu bretti. Og sífellt er verið að bæta við. Kostur myndbanda- tækninnar er hins vegar sá, að framleiðslan sjálf er mun ódýr- ari en á kvikmyndafilmu, sem felst m.a. í skemmri framleiðslu- tíma. Myndbandið þarf ekki að framkaila, hægt er að sjá árang- urinn strax. Auðveldara er að koma við tæknibrellum af ýmsu tagi og eftirvinnslumöguleikarn- ir eru að mestu hinir sömu og í kvikmyndagerð." Ný fjölmiðlagrein Núna starfa sex manns hjá Ismynd og er Gísli Sigurþórsson rekstrarstjóri beggja fyrirtækj- anna, sem eru til húsa að Lauf- ásvegi 19. Þar hefur verið komið upp stúdíó- og vinnsluaðstöðu til bráðabirgða. Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson Sigurður Jakobsson m«ð myndavélina, an hann starfaöi í 8 ár hjá Sjónvarpinu og Sigfús Sigurþórsson sér um hljóðið, en myndin er tekin er þeir voru við útiupptöku. Ljósm. Kristján Efni fyrir börn og fullorðna „Núna er í vinnslu hjá okkur annar þáttur með blönduðu efni, rabbi, tónlist og fleiru, sem gerð- ur er til sýninga í myndbanda- kerfum og jafnvel víðar. Þar koma fram m.a. Hermann Gunn- arsson, Auður Haralds, Magnús Eiríksson, Ingimar Eydal, Haf- steinn Hauksson rallkappi og nýtt tónlistaratriði sem nefnir sig „Tommy Fresh & Co.“, en við höfum ekkert á móti því að heyra frá fólki sem býður upp á efni af einhverju tagi, tónlist eða annað. Þá er í undirbúningi þáttur með leiknu barnaefni, Fiss og Fuss, eftir Valdísi Óskarsdóttur. Þær Valdís og Auður Haralds eru um þessar mundir að skrifa fyrir okkur handrit að skemmti- þætti, skopþætti sem samsettur yrði af mörgum stuttum atrið- um. Seinna í mánuðinum verður barnaleikritið Galdraland í upp- færslu Garðaleikhússins tekið upp, en undirbúningur að fram- leiðslu leikins efnis hefur verið unninn í samstarfi við forráða- menn Garðaleikhússins, sem verið hefur tengiliður okkar við leikarasamtökin. Við dagskrárgerðina munum við vitaskuld leggja þunga áherslu á að samstarf og samn- ingar við stéttarfélög lista- manna og annarra séu í lagi. Við stefnum sem sagt að því að koma framleiðslu innlends mynd- bandaefnis á reglubundinn grundvöll á næstunni og reynum að ná strax sem gæðum, sem sjónvarpsefni þarf að hafa til að það sé boðlegt." Mun efni frá ykkur verða á dagskrá sjónvarpsins? Efni í íslenska sjónvarpið „Ekkert er því til fyrirstöðu. Tæknimöguleikarnir eru núna f.vrir hendi. Ríkissjónvarp víða erlendis er einmitt um þessar mundir að draga mjög úr eigin dagskrárgerð. Vegna þeirrar yf- irbyggingar og bákns sem slíkt virðist krefjast á ríkisfyrirtækj- um virðist kostnaður oft fara úr böndum og t.d. í Frakklandi hef- ur ríkissjónvarpið reynt að lækka útgjöldin með því að kaupa dagskrárefni frá einka- fyrirtækjum og fela þeim tiltek- in verkefni. Ekkert þyrfti að mæla gegn slíkri þróun hérlend- is.“ jt. Hér er tekið upp densetriði ( skemmtiþáttinn Stefnumót. Parið dansar Kaupmannahafnarvalsinn viö lag eftir Magnús Eiríksson, en þáttur þessi er (samsetningu um þessar mundir. Björn Vignir Sigurpálsson, G(sli Sigurþórsson og Árni Þórarinsson virða hér fyrir sér einhvern þáttinn, sem þeir hafa til meðferöar. Ljósm. Rax. bandstæki í notkun í landinu og lauslega má áætla að sá fjöldi tvöfaldist á næstu árurn." Eruð þið einir um þessa ís- lensku framleiðslu? „Að minnsta kosti vitum við ekki betur en að hvergi utan sjónvarpsins sé til staðar jafn- hafa umsjón með dagskrárgerð- inni. Og hvað segja þeir félagar, sem verið hafa ritstjórar Helg- arpóstsins, hyggjast þeir færa sig um set í fjölmiðlaheiminum? „Við getum ekki svarað því á þessari stundu, en vissulega er þetta spennandi verkefni, ekki síst fyrir þær sakir að hér er um að ræða nýsköpun eða landnám í okkar fjölmiðiaheimi. Þetta er að því leytinu ekki óskylt starfi okkar hjá Helgarpóstinum, að við erum að framleiða og bjóða fólki efni, fróðleik og afþreyingu. Það má segja að við séum að hoppa aðeins á milli greina á fjölmiðlameiðinum. Framtíðin verður svo að skera úr um hvort eða hvenær við verðum að velja á milli.“ Svo vikið sé nánar að fram- leiðslu efnisins, hvað hafið þið gert til þessa og hvað er fram- undan? „Við byrjuðum á því að taka upp fyrir íþróttasamband ís- lands afmælisdagskrá sem hald- in var í Þjóðleikhúsinu og síðan höfum við tekið að okkur tals- vert af upptökum á efni fyrir samtök og fyrirtæki af því tagi. Hvað sjálfa dagskrárgerðina varðar gerðum við í byrjun eins konar tilraunaþátt með blönd- uðu efni sem sýndur var í kerf- um Videoson. Þar komu fram m.a. Bryndís Schram, frændurn- ir Bubbi og Haukur Morthens, Magnús Ólafsson, Haukur Ingi- bergsson o.fl. Fyrir sömu aðila tókum við upp Stjörnumessu Dagblaðsins og Vísis."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.