Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 21 í sjöunda himni yfir að komast í Skagafjörðinn Hestar eru áhugamál hennar númer 1, 2 og 3. 21 árs sænsk stúlka hefur starfað við tamningu og hirðingu hesta að Melstað í vet- ur en byrjar háskóla- nám næsta haust „ÉG HEF áhuga á ad ferðast og kynnast fleiru heldur en lifinu heima i Svíþjóð og þess vegna sótti ég um vinnu á íslandi. í upphafi stóð til, að ég fengi vinnu á kúabúi á Suðurlandi, en svo varð það úr, að ég færi hingað að Melstað. Ég var í sjöunda himni með að komast í Skagafjörðinn því ég hef mikinn áhuga á hestum og ég fékk kjörið Uekifæri til að læra meðferö og tamningu íslenzka hestsins.“ Það er Camilla Linder, 21 árs gömul stúlka frá Skövde í Svíþjóð, sem hefur orðið. Hún kom að Melstað í Skagafirði 20. janúar og hefur síðan unnið við tamningu og hirðingu hesta á bænum, auk ann- ars sem til hefur fallið. Hún lætur vel af dvölinni á Islandi, finnst að vísu kalt og hugsar með söknuði til vorsins í Svíþjóð, en samt; það er gott að vera á íslandi. Það sem skiptir hana mestu máli er að hún hefur kynnzt fólki á framandi slóðum og fengið að starfa við sitt helzta áhugamál, tamningu hesta, í þeirri miklu sveit hesta og hesta- manna, Skagafirði. „Sumt fannst mér með eindæm- um skrýtið hérna í sveitinni. Að hugsa sér, það geta allir hlustað á símtöl nágrannanna og er víst óspart gert. Svo fannst mér líka skrýtið þegar síminn hringdi hérna, tvær stuttar og ein löng. Pósturinn kemur sjaldan finnst mér, en það venst. Hér hef ég bara kynnzt góðu fólki og landið er fal- legt, þó það sé gjörólíkt því sem er heima. Það versta við veðrið finnst mér þetta eilífa rok.“ Camilla Linder skilur orðið talsvert í íslenzku ef talað er hægt og sérstaklega ef rætt er um hesta, þar er hún heima. Hún seg- ist hafa lært mikið um íslenzka hestinn og gæti vel hugsað sér að eignast einn slíkan þegar hún hef- ur lokið námi, en hún hyggst hefja nám í samfélagsfræði, ensku og sálfræði í haust. Og hvað ætlar hún að dvelja iengi á íslandi að þessu sinni: „Fram yfir landsmótið í sumar að minnsta kosti." Það er segin saga aö Mallorka er sá sumarleyfisdvalarstaöur sem ís- lendingar kunna hvaö best viö sig á. Maliorka er . auövitað eyja og eyjabúum semur ávallt vel, hvar sem þeir koma. Nýtt og stórglæsilegt Nú bjóöum viö nystárlega gistiaöstööu á Mallorka sem er tvimælalaust meö því besta sem þar þekkist. Þetta er fjöldi smáhýsa (bungalows), íbúöa og hótela sem heita einu nafni Mini-Folies og standa rétt viö undurfagurt þorp, Puerto de Andraitx, skammt vest- an viö Magalufströndina. Komiö og sjáiö myndband (videó) á skrifstotu okkar. 29. mai örfá sæti laus. 15. júní laus s»ti. 6. júli laus sasti. 27. júlí uppselt. 17. ágúst uppselt. 17. sept. laus saeti. 28. sept. laus sœti. Góö greióslukjör. Bein leiguftug. FERDASKRIFSTOFA, LAUGAVEGI 66, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 28633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.