Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Árlega þarf að skapa 700 ný atvinnutækifæri Ekkert nýtt land skipulagt fyrir atvinnurekstur á kjörtímabilinu eftir Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúa Sem betur fer hafa Reykvík- ingar búið við næga atvinnu um mörg undanfarin ár. Blómlegt at- vinnulíf er auðvitað undirstaða alls mannlífsins í borginni. Leggja verður því höfuðáherzlu á að allar vinnufærar hendur hafi vinnu við sitt hæfi. Árlega þarf að mæta þörf fyrir 500—700 ný atvinnu- tækifæri. Það er stefna sjálfstæðismanna, að atvinnureksturinn sé að sem mestu leyti í höndum einstaklinga og samtaka þeirra. Borgin á hins vegar að stuðla að öflugu og vax- andi atvinnulífi með óbeinum að- gerðum. Má þar nefna lóðaúthlut- un, gatnagerðargjöld, sölu á raf- magni og vatni og álagningu fast- eigna- og aðstöðugjalda. Stýring þessara þátta á fyrst og fremst að miða að því, að örva og styðja einstaklinga og samtök þeirra til blómlegs atvinnulífs. Allir þekkja það, að fyrirtæki í einkarekstri greiða miklu meiri skatta til sameiginlegra þarfa en fyrirtæki, sem rekin eru af opin- berum aðilum, sem greiða nánast ekkert. Við sjálfstæðismenn viljum leggja sérstaka áherzlu á eftirfar- andi atriði, sem stuðla að fram- angreindum markmiðum í at- vinnumálum: 1. Stjórnun Nauðsynlegt er að greiða fyrir auknum samskiptum stjórnenda borgarinnar og fulltrúa atvinnu- lífsins, í því skyni, að örva fyrir- tæki í arðvænlegum greinum til vaxtar og aukinna umsvifa. 2. Skipulags- og lóðamál Nauðsynlegt er að í aðalskipu- lagi sé jafnan leitast við að svara þörfum atvinnulífsins, með því að skipuleggja land fyrir atvinnu- rekstur. Þá sorgarsögu er að segja, að á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hefur ekkert nýtt land verið skipulagt fyrir atvinnurekstur og engar nýjar lóðir komið til úthlut- unar til atvinnurekstrar. Þeir, sem spurst hafa fyrir um atvinnu- lóðir á þessu kjörtímabili, hafa fengið það svar, að engar lóðir væru til. 3. Skipaverkstöð Eitt af stærstu verkefnum í at- vinnumálum Reykjavíkur er, að bæta aðstöðu til skipasmíða og skipaviðgerða í Reykjavík. Nauð- synlegt er að reynt verði að ná eins víðtækri samvinnu og mögu- legt er við þá aðila, sem þennan atvinnurekstur stunda nú í borg- inni. 4. Jöfn aðstaða fyrir- tækja Leggja verður áherzlu á, að fyrirtæki í Reykjavík sitji jafnan við sama borð í fjármagnsfyrir- greiðslu úr sjóðakerfi landsins og fyrirtæki annars staðar á landinu. 5. Orkuiðnaður Reykjavíkurborg verður að fylgjast vel með allri umræðu og áformum um byggingu orkuiðnað- ar í landinu. Borgin verður að vera við því búin, að skapa skilyrði fyrir orkuiðnað í Reykjavík til að styrkja og efla atvinnulífið í borg- inni í framtíðinni. Margskonar smáiðnaður og heimilisiðnaður fái aðstöðu til að eflast. Magnús L. Sveinsson „Þeir, sem spurst hafa fyrir um atvinnu- lóðir á þessu kjörtíma- bili, hafa fengið það svar, að engar lóðir væru til,“ segir Magnús L. Sveinsson, borgar- fulitrúi, og fjórði maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í þessari grein. 6. Örtölvubyltingin Á næstu árum er líklegt að mik- il breyting verði í atvinnurekstri. Nefna má örtölvubyltinguna, sem breyta mun verulega uppbyggingu í atvinnulífi. Nauðsynlegt er að laga þá byltingu að atvinnulífinu, þannig að hún leiði ekki til at- vinnuleysis. Aukin tækni, í hvaða formi sem hún er, á fyrst og síðast að miðast við það að auka lífsham- ingju fólks og gera manninum líf- ið betra á morgun en það var í dag. T<DY©T KYNNING' - s BILAKYNNING I DAG FRÁ KL. 13-18. . Kynnum í hinu nýja 700 m2 húsnæði Varahlutadeildar TOYOTA BÍLA ARGERÐIR 1982 TOYOTA UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI 8 _ KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SÍMI 44144 Sr. Ólafur fulltrúi biskups við biskups- vígslu í Noregi NÝLEGA var Frederik Grönning- sæter dómkirkjuprestur í Osló vígð- ur biskup Suður-Hálogalands, sem er eitt nyrsta biskupsdæmi Noregs. Aarflot Oslóarbiskup annaðist vígsl- una, en að vanda voru biskupar frá hinum Norðurlöndunum viðstaddir. Biskup íslands kom þvi ekki við að fara, en fól sr. Olafi Skúlasyni dómprófasti að vera fulltrúi íslensku kirkjunnar. Hafa þeir sr. Ólafur og Grönningsæter biskup átt samstarf til margra ára, er þeir voru formenn prestafélaganna hvor í sínu landi. Grönningsæter biskup hefur itrekað heimsótt ísland. Mikil hátíð var við biskupsvígsl- una. Ólafur konungur og Sonja prinsessa voru viðstödd og allir prófastar og kirkjuráðsmenn bisk- upsdæmisins voru boðnir til vígsl- unnar. Á Suður-Hálogalandi háttar á margan veg svipað og á íslandi. Vegalengdir eru miklar og presta- köllin víðáttumikil og oft margar kirkjusóknir í sama kalli svipað og hér. Er áberandi hversu margir ungir prestar þjóna þar, enda leita menn gjarnan til þéttbýlli svæða, þegar þrek minnkar og börn kom- ast á framhaldsskólaaldur. Biskupssetrið er í Bodö, sem er nokkuð norðan við heimskauts- baug. (KréU frá Bukupwitofii) AtKiLYSINíiASÍMINN KR: 22410 2ti*rgnn!>labib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.