Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Þeir voru fljótir að búa til nýtt leiktæki, þar sem skipin á skerminum voru nefnd eftir argentínskum og breskum herskipum. Og vitanlega var leikurinn í því fólginn að skjóta niður óvinaskipin og koma sínum heilum heim. Átök hervelda lita jafnvel leikina, svo að stríðsleikir ungra sem eldri fá sterkari viðmiðun í því, að það er verið að skjóta ákveðin skip niður. Þetta gerir „leikinn" mark- vissari og ættjarðarástina þá um leið heitari, skyldi maður ætla. En leikurinn fékk allt í einu á sig yfirbragð alvörunnar. Það var ekki lengur á skermi, sem skipin hétu ákveðnum nöfnum og þátttakendur æptu upp í trylltri gleði, þegar „óvina“skip hvarf fyrir skeyti, sem hæfði það. Allt í einu voru það alvöru skot, sem hæfðu raunveruleg skip, og í köldum sjónum veltust tugir, ef ekki hundruð manna. Og þegar þetta er fest á blað, hef- ur ekki verið gefin upp nein tala um fjölda þeirra, sem komast ekki heim aftur. Og lega, þegar styrjöldinni lyki. En ég hefði getað sparað mér þær hugsanir. Það er enn ver- ið að segja frá ófriði, það er enn verið að tíunda fjölda fallinna. Það má enn líta sundurskotin hús og sökkv- andi skip eða logandi flugvél- ar. Er það nokkur furða, þó að Jesús hafi tekið skýrt fram, að höfðingi þessa heims ætti ekkert í sér, og að hann væri þegar dæmdur? En hversu langt skyldi verða að líða þar til augu okkar lúkast upp fyrir þeirri staðreynd, að höfðingi heimsins á ekki held- ur að eiga neitt í okkur, og að sá er líka dæmdur, sem lætur hann segja sér fyrir verkum? Og þó er búið að boða Krist í nærfellt tvö þúsund ár. Mað- ur eftir mann hefur sagt sög- ur hans, þar sem samúðin er boðuð, kynslóð eftir kynslóð hefur lært orð hans um það að snúa frekar að óvildarmanni hinni kinninni eftir löðrung en slá í móti. Og þó er glaðzt yfir því í dag, ef hægt er að sýna þjóðarstolt í háreistum herskipum og þjappa öllum En nú væri það vitanlega einföldun, ef við létum við það eitt sitja að telja upp allt það, sem aflaga fer í hinum stóra heimi og venjulegast er langt frá okkur, nema þegar stríðið, sem var kennt við þorsk, var háð við landsteinana. Átökin eiga sér vitanlega stað hér hjá okkur, þótt ekki birtist þau í styrjaldarátökum og lífláti. Hið góða og hið illa eiga sér líka orustuvöll hér, þar sem það stríð er háð í hverjum einasta mannshuga, sem er jafnframt sá orustuvöllur, sem er tekizt á um. Hér er líka saga skráð, sem á sér nákvæmlega sömu formerkin og hörmungarfregnirnar af vígvöllum heimsins. Við erum þar þátttakendur alveg eins og um okkur er barizt. En við stöndum sem betur fer ekki ein uppi í þeim mikla hildarleik. Jesús sagðist gefa okkur anda sinn, sem ætíð væri hjá okkur og með okkur í verki. Vegna hans var hægt að segja, að það væri okkur til góðs, þegar við heimfærum ummæli Jesú við lærisveinana upp á okkur sjálf, að Jesús Herra heims voru þó margir í þeim hópi, sem gátu ekki einu sinni kvatt, áður en þeir héldu til átaka um landsvæði, sem þeir höfðu fæstir haft nokkur kynni af, gott ef þeir þekktu nafnið. En við þekkjum Falklands- eyjarnar núna og vitum meira um þær en flest önnur land- svæði. Það gerir stríðið, átök- in, deilurnar. Landsvæði, sem fram að þessu hafði veitt fáum hundruðum atvinnu við kindur og ullariðnað, var á forsíðum allra blaða, og sjón- varpið sýndi okkur vindbarið þorp og harðgert fólk. Áherzluatriði heimsins fær- ast fljótt til. Og sorglega oft eru það áhrifavaldar, sem kenna má við deilur, jafnvel við styrjaldir, sem koma því til leiðar, að landafræðiþekk- ingin vex og nöfn gerast heimagangar, þótt framand- lega hljómi í fyrstu. Og þegar litið er til baka yfir stóru nöfnin á síðustu áratugum, þá er með fáum undantekningum hægt að tengja þau þeirra ófriði, sem hæst ber í minningunni, af því að þau hafa verið lengst á for- síðum blaða og í kvöldfréttun- um. En skyldi ég vera sá eini, sem oft velti því fyrir mér, hvað sé að gerast á þessum slóðum eftir að skothríðinni linnir. En þá er þar ekki leng- ur neitt fréttnæmt. Sá sem sleikir sár og bíður þess, að það grói, er ekki efni í sögu samanborið við hinn, sem miðar byssu sinni og býr sig undir að hleypa af, eða er að verða fyrir skoti. Ég man eftir því, þegar ég hlustaði á fréttir útvarpsins á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar, að ég var að velta því fyrir mér, um hvað fréttirnar yrðu eigin- saman um þann leiðtoga, sem neitar að gefa þumlung eftir. En stríð orðanna, sem á sér fulltjngi í siglandi byssufer- líki og gleðiópi mannfjöldans, sem hlustar á þann, sem seg- ist aldrei gefast upp, tekur á sig annað yfirbragð, þegar sannleikurinn opinberast, að „drengirnir okkar" lenda lika í köldum sæ fjarri heima- ströndum, og geta aldrei framar heilsað ástvinum inn- an veggja heimilisins, þótt ekki hafi gefizt tóm til að kveðja þá, áður en haldið var burt til að verja „heiður“ lands síns og leiðtoga. Og þá eru tárin allt í einu orðin jafn sölt og særinn, sem lýkst aft- ur yfir höfði þess, sem varla hefur fyllilega skilið, hvers vegna hann var ekki heima frekar en á svo fjarlægum slóðum. Stríðið, sem háð er, er ekki milli þjóða, þegar grennst er eftir skoðað. Það er heldur ekki milli leiðtoga, sem njóta þess sem fæðu að vera hylltir af fjöldanum og nota stóru orðin. Stríðið er enn sem fyrr milli hans, sem birtist, af því að Guð elskar heim sinn, og þess höfðingja, sem kenndur er við heiminn en elur af sér hatur, tortryggni, úlfúð og brenndar borgir. Það er stríð milli áhrifa kærleikans, sem litur náungann sem bróður, og illskunnar, sem miðar allt við sjálfan sig og því hvern þann óvin, sem beygir sig ekki fúslega fyrir því sjónarmiði. Með öðrum orðum: Það er kærleikurinn og syndin. Synd- in krefst herravalds og sá, sem lýtur henni, miðar allt við sjálfan sig. Höfðingi heimsins notar syndina, Drottinn Jesús miðlar kær- leikanum. færi burt. Og vegna nálægðar andans eigum við von, þótt höfðingi heimsins sé sterkur. Við skiljum ekki alltaf ástæðurnar fyrir því, að það er tekizt á um margt úti í heimi og blóði úthellt. En við finnum það, að við erum að vinna þarft verk og Guði þóknanlegt, þegar við biðjum um það, að friður megi ríkja en hatrið víkja, og bræðra- band megi styrkjast en úlfúð þverra, að hvorki „okkar drengir" né „þeirra hermenn" þurfi að velkjast í köldum sænum, eftir að búið er að skjóta á skip þeirra, já, að barnabörn okkar þurfi ekki að endurtaka eftir okkur von- brigðin yfir því, að enn hafi hálf öld liðið, án þess að orð Jesú verði það máttug í lífi einstaklingsins, að þjóðir hætti að berast á banaspjót- um. En meira er af okkur kraf- izt en þess eins að hrista yfir því höfuð, að átök blossa upp. Það er engin afsökun, að við erum fá, af því að það er um hvern einstakan að ræða. Og sá sem ætlar að sigra heim- inn, byrjar á sjálfum sér. Við þrífum ekki byssu og kaupum ekki vopn, heldur biðjum um það og leggjum fram okkar skerf, til þess að enginn þurfi á slíku að halda. Það gerist með því að láta vilja Jesú ráða í jarðheimi en herravald heimsins höfðingja þverra. Bænin borin uppi af heitri trú er betri hverju vopni og áhrif hennar farsæl. Andi hins upp- risna er með okkur og hollust- an við hann færir heimi bless- un. Sá er boðskapurinn, sem einnig við getum flutt og til þess erum við kölluð. Slíkt er enginn leikur, heldur köllun lífsins. Þakkir tjái ég hrœrðum huga vinum og velunnurum, ármönnum fagurra lista, fjölmiðlum, mosfellíngum nágrönnum mínum, svo og ríkisstjóminni sem hafði boð inni, og tóku allir höndum saman um að gera mér dagamun með fagnaðaryndi á afmæli mínu 23ja apríl 1982. Halldór Laxness Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 9. MAI 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1 flokkur 1972 2 fíokkur 1973 1 flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. 1980 2. 1981 1. 1981 2. flokkur flokkur flokkur flokkur Meðalávöxtun otangreindra fram verötryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVEROTRYGGO: Sölugengi m.v. nafnvexti Sölugengi pr. kr. 100.- 8.504,62 6.860.54 6.076.33 5 265,85 4.466.55 3 260,27 3003.09 2.073,16 1.700,59 1.280,97 1.213,34 973,32 902,86 753.99 612,14 481.72 406.04 313,88 234,78 184.52 158.53 117.73 flokka um- VEÐSKULDABREF MEO LANSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./éri (HLV) verötr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2'/2% 7% 4 ár 91,14 2V4% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7'/4% 7 ár 87,01 3% 7'/4% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7 Va% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN , _ i Solugengi RIKISSJOÐS B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 12% 14% 16% 18% 20% (HLV) j _ 1977 40% 1.fl. — 1981 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 TÖKUM OFANSKRÁÐ VEROBRÉF í UMBOÐSSÖLU pr. kr. 100.- 2,419,77 2.057,88 1.744,97 1.193,71 1.193,71 791,83 754.48 574,05 534,19 106,01 (j^/flg) Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavík Iðnaöarbankahúsinu Simi 28566 73íHamatl:a?utinn s^-ia.ttisqótu 12-18 SÝNISH0RN ÚR SÖLUSKRÁ: Audi 80 GLS 1979 Grænsanseraöur, ekinn 35 þús. Út- varp, segulband, snjó- og sumar- dekk. Verð 105 þús. AMC Concord 1981 Grásanseraöur, ekinn 20 þus. Sjálfskiptur, aflstýri. Verð 210 þús. Fiat Ritmo 1981 Ljósbrúnn, ekinn 8 þús. Verö 95 þús. Mazda 626 2000 1980 Grár, ekinn 15 þús. Utvarp. segul- band, snjó- og sumardekk. Verö 110 þús. Citroén GS 1979 Blásanseraöur, ekinn 57 þús. Snjó- og sumardekk. Verö 85 þús. Mazda 929 Hartopp 1980 Grænsanseraöur, ekinn 35 þús. Sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, snjó- og sumardekk. Rafmagn i rúöum. Verð 120 þús. Datsun Bluebird 1981 Brúnn, ekinn 15 þús. 5 gira, útvarp. Skipti a ódyrari. Verö 136 þus. dbll i Colt GL 1980 Blár, ekinn 46 þus. Utvarp og segulband. Verö 80 þús. Volvo 244 DL 1978 Blár, ekinn 59 þús. Útvarp, segul- band. Verð 118 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.