Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 43 sjómaður ætlaði hann sér að verða. Það átti ekki fyrir Matta að liggja að verða sjómaður, i þess orðs merkingu, örlögin, eða hvað maður á að kalla það, höguðu því á annan veg. Ævistarf Matta hefst, er hann þrettán ára að aldri ræðst til starfa við bakarí Garðars Flyg- enring, sem átti að vara skamman tíma en mánuðir liðu og urðu að árum. Árið 1928 urðu eigenda- skipti að bakaríinu, þegar Ás- mundur Jónsson, bakarameistari, keypti það. Matti starfaði hjá Ásmundi meðan hann lifði og hjá sonum hans til ársins 1975, þá var heilsan farin að gefa sig og fæt- urnir að bila, þarf engan að undra, eftir að hafa unnið á sama stein- gólfinu í fimmtíu og fjögur ár. Árið 1925 lést Helgi í Bjarnabæ, þá á besta aldri, stóð Bjarnasína þá uppi með flest börnin í ómegð og sjálf heilsutæp. Það féll því í hlut elstu barnanna að sjá heimil- inu farborða, það gerðu þau með sóma og dugnaði. Föðurmissirinn hefur að sjálfsögðu gert fjölskyld- una samheldnari, eins og oft hefur átt sér stað undir svipuðum kring- umstæðum, elstu börnin verða kjölfesta fjölskyldunnar. Þau Helgi og Bjarnasína, for- eldrar Matta, eignuðust sjö börn, sem öll komust upp, elst þeirra var Þórunn, sem látin er fyrir nokkrum árum. Bræðurnir Einar og Helgi kvæntust og stofnuðu heimili hér í Hafnarfirði. Margrét giftist til Keflavíkur og hefur búið þar, hin systkinin, þau Þórunn, Oddur Matthías, Sigríður og Bjarni, héldu heimili með móður sinni í Bjarnabæ þar til hún lést, eru nú tvö þau síðasttöldu eftir þar. Þegar tímar liðu og hagur tók að vænkast, gat Matti snúið sér að öðrum hugðarefnum. Hann var mikill dýravinur og hafði gaman af að umgangast skepnur, vandist því barn. Mér vitanlega eignaðist hann reiðhest einu sinni, en Iengst af átti hann kindur, sem hann hafði í skúr heima hjá sér á vet- urna, þannig gekk það meðan heilsan leyfði og hann gat annast hirðingu þeirra. Á vorin eftir sauðburð og búið var að koma fénu á sumarhagana, var tekið til við að stinga upp og sá í þennan stóra matjurtagarð, sem fylgir Bjarnabæjarlóðinni. Þá var það þó nokkur sumur að Matti gerði út „trillu", sem hann eignað- ist, sjómennskan var honum svo sannarlega í blóð borin, því var það oft eftir strangan vinnudag, þegar vel viðraði, að Matti ýtti úr vör og hélt á fund Ægis sæll í sinni. Matti lét lítið að sér kveða útá- við, t.d. hvað félagsmál snertir, hafði hann þó ágæta hæfileika til þess. Meðan Bakarasveinafélagið starfaði hér í Hafnarfirði, gegndi hann forystustörfum þar og fórst það vel úr hendi, enda hafði hann glöggt auga fyrir því, sem máli skipti, var einarður og fastur fyrir þegar svo bar undir. Kynni okkar Matta hófust, er ég rétt eftir fermingu gerðist sendill hjá Ásmundarbakaríi, hann var þá verkstjóri í bakaríinu og sá um allt, sem Ásmundur ætlaðist til að unnið væri þar. Ásmundur rak þá einnig kexverksmiðjuna Geysi. Matti var tuttugu og þriggja ára þegar þetta var, laglegur og vel á sig kominn, hann var góður verk- stjóri, traustur og ljúfur í viðmóti, hann var mikið þrekmenni, helj- armenni að burðum, enda maður samanrekinn, herða- og hand- leggsvöðvar miklir eins og margir bakarar fengu áður en vélar komu til sögunnar. Þann tíma, sem við störfuðum saman, man ég ekki eftir að hann væri frá einn einasta dag. Þá var unnið frá kl. 7 að morgni til kl. 6 að kveldi og aldrei svikist um. Hann var mikill mannvinur, lagði ávallt gott til þar sem hann gat því við komið, eins og systkin hans og systkinabörn gerst þekkja. Ég vil að lokum þakka Matta vini mínum liðnar samverustund- ir, tryggð og vináttu. Eins og áður getur fæddist Oddur Matthías 4. janúar 1907, í Bjarnabæ, sem hann og hans fólk er kennt við, og þar andaðist hann 29. apríl sl. eft- ir erfið og langvinn veikindi. Utför hans fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 10. maí. Ég sendi systkinum Odds Matthíasar og aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ársæll Pálsson Þú ættir að fá þér ON-LINE tölvukerfi frá Rekstrartækni í fyrirtækið til að bæta reksturinn. Pú leigir eða kaupir svoköUuð jaðartæki, sem eru tölvuskermur og prentari og ert svo í sambandi við fuU- komnustu tölvu hjá þeim. Er fyrirtækið ekki of lítið fyrir slíkt? Pað virðast ekki vera nein takmörk, breidd- in er svo mikU. En tölvutæknin þróast svo ört, borgar sig ekki að bíða og sjá hvað kemur næst? Pú getur beðið endalaust. Þróunin á næstu ámm verður í móðurtölvunni, sem jaðartækin taka svo við. En upplýsingamar, getur ekki einhver annar komist í þær? Öryggiskerfið er það fuUkomið að ekkert lekur út, þó að fleiri en eitt fyrirtæki séu á sömu símalínu - það er pottþétt. Svo eru það þessi prógrömm eða forrit. Staðnar maður ekki bara í því fyrsta sem maður fær? Nokkur þróun? Þeir em með þraut- reynd íslensk forrit og það sem meira en Peir em stöðugt að endurbæta þau. Og þú færð sko að fylgjast með. Svo er aUt viðhald bæði á tækjum og fóUd fyrsta flokks. En við erum svo langt í burtu frá þeim - og skrefatalningin komin á símann. Fjarlægðin skiptir ekíd máU. Skrefa- talningin er algeriega utan við þessar hnur. Heyrðu, ég var að heyra það að þeir hjá Rekstrartækni væm með fyrstu IBM System 38 tölvuna hér á landi - og þá einu. Pað sýnir hvað þeir fylgjast vel með. Pað er rétt að koma sér í samband við þá... j rekstrartækni sf. Tækniþekking og tölvuþjónusta. Siðumúli 37, 105 Reykjavík, sími 85311 Hafnargötu 37A, 230 Keflavík, simi 92-1277

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.