Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 45 Ættbók og saga íslenska hesteins: Oskad eftir myndum og upplýsingum UNNIÐ er aö því þessa dagana, aö prenta og ganga frá IV. bindi rit- verksins Ættbók og saga íslenska hestsins á 20. öld, eftir Gunnar Bjarnason fyrrum hrossaræktar- ráðunaut, eins og áöur hefur verið frá skýrt í Morgunblaðinu. Bókafor- lag Odds Björnssonar á Akureyri mun gefa þetta IV. bindi út eins og þrjú hin fyrri. I I. bindi var fjallaö um Kttbókarfæröa stóðhesta frá ein- um til 664. f II. og III. bindi var svo fjallað um ættbókarfærðar kynbóta- hryssur. í IV. bindi, sem áætlað er að komi út í sumar, verða síðan upp- lýsingar um stóðhesta með ættbók- arnúmer frá 665 til 950. Gunnar Bjarnason hefur beðið Morgunblaðið að koma því á fram- um stóðhesta færi við eigendur umræddra stóðhesta, það er ættbókanúmer 665 til 950, að þeir komi myndum af þeim og öðrum upplýsingum til sín, eða sendi þær til Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri. Gunnar kvaðst hafa mikið magn mynda í fórum sínum, og flestar nauðsynlegar upplýsingar, en þó væri alltaf fengur að því að fá nánari upplýsingar frá eigendum hestanna eða öðrum er til þeirra þekktu. Einnig gæti verið að um væri að ræða óskir um birtingu á einhverjum sérstökum myndum. Sagði Gunnar feng vera í öllum upplýsingum, sem þó yrðu að ber- ast innan tíðar, vegna þess að vinnsla bókarinnar er þegar kom- in vel á veg. Karl V. Þorleifs- son Dalvík — Minning Fæddur 5. janúar 1926 Dáinn 1. mars 1982 Er sú harmafregn barst mér, að Kalli væri dáinn, setti mig hljóð- an. Hversu flókinn er ekki vefur örlaganna, að taka hann frá okkur, hann sem var faðir stúlk- unnar minnar og átti bráðum að verða afi fyrsta barnsins okkar. Gjörðir Guðs verða ekki skýrðar með rökum eða lögmálum verald- leikans og tilviljun virðist ráða hvar maðurinn með ljáinn kemur við hverju sinni. Gagnvart dauð- anum er máttur okkar mannanna lítill, en okkur ber að sýna jafnað- argeð og leita huggunar í orðum Guðs. . I hverju sem að höndum ber og hvað sem bágt oss mætir, þín hjálp oss nálæg ætíð er og allar raunir bætir. (I*. Jónsson.) Mér varð hugsað til atviks er gerðist síðasta sinn er ég sá Kalla á lífi. Hann hafði farið niður á bakka að sækja ærnar er hann hafði látið út, þær voru komnar heim að húsum, en Kalli sást hvergi, ég fór að huga að honum og sá hann sitjandi niðri á bakka. Eg hljóp nú strax niður eftir og spurði hann hvort eitthvað væri að, hann sagði að það væri ekkert að, hann væri bara orðinn gamall og hefði ekki getað hlaupið fyrir rolluna þarna og bendir mér á hana þar sem hún er lengst úti í fjörunni. Eftir að Kalli fór, hefur mér oft verið hugsað til þessa atviks, sér- staklega í sambandi við það sem læknar voru áður búnir að segja honum, þ.e. að hann yrði að fara varlega með sig og mætti ekki ofreyna sig vegna hjartasjúkdóms. Held ég, vegna áðurnefnds atviks til dæmis, að sjúkdómur þessi hafi verið farinn að hrjá hann meira en hann lét á bera. Nú eftir áramótin í vetur, minntist Kalli á það við mig að skrifa eftirmæli um sig þegar hann færi, tók ég það að sjálf- sögðu ekki alvarlega og slógum við þessu upp í grín, enda lét ég mér alls ekki til hugar koma að svona færi innan tíðar. Finn ég hjá mér hvöt til að gera þessa bón, sem er þó frekar unnin af vilja heldur en hæfni eða þekkingu á lífsferli hans. Ég sá Kalla fyrst á miðju sumri 1980 er ég kom óvænt í heimsókn til Svanhildar sem ég hafði þá ný- lega kynnst. Við þessi fyrstu kynni kom Kalli mér fyrir sjónir sem maður óvenju hamingjusamur, var hann síhlæj- andi og glettist óspart við fjöl- skyldu sína, sem þá var öll heima. Þá um sumarið kom mér oft í hug hversu hamingjusöm þessi fjöl- skylda væri. Kynntumst við Kalli ekki náið fyrr en um veturinn er ég kom að sunnan. Reyndist hann mér prýðisvel í alla staði, sérlega varð mér mikilvægur sá greiði er hann gerði mér, er hann tók að sér hestinn minn, sem verið hafði heimilislaus þá um veturinn. Er mér minnisstætt hversu gott lag Kalli hafði á öllum dýrum, þar á meðal þessum hesti, sem var með erfiðasta móti til að byrja með. En þá kenndi Kalli mér þá lexíu, að stífni í sambandi við dýrin er ekki vænleg til árangurs, heldur er þol- inmæðin og góðmennskan í um- gengni við þau farsælust, rétt eins og með mennina. En af þessu tvennu átti Kalli nóg og fengum við sem næst honum stóðum að njóta ríkulega af þessum þáttum, er voru raunar mest áberandi í fari hans. Kalli lætur eftir sig eiginkonu, Önnu Jóhannesdóttur, er verið hefur honum dyggur lífsförunaut- ur í nær aldarfjórðung. Ennfrem- ur lætur hann eftir sig þrjú börn, Svanhildi f. 1959, Sigurbjörgu f. 1961, og Þorleif f. 1963, einnig sjúpsoninn Jóhannes, ásamt fjölda af systkinum og frændfólki. Fyrir okkur öll hefur þetta óvænta fráfall verið þungbært, sérstak- lega fyrir börnin og konuna, en lífið heldur áfram sinn vanagang og ég veit, að Kalli vildi, og eflaust vill enn þar sem hann er núna, að börnin sín standi sig vel í lífsbar- áttunni. Því það að koma börnum sínum til manns er æðsta köllun lífsins og stærsta umbun ævi- starfsins hlýtur að vera sú, að sjá börnum sínum vegna vel í lífinu. Sem er kannski ekki síst því að þakka að þau fái góðan undirbún- ing og veganesti frá föðurgarði, en af því veit ég að börn þeirra Kalla og Önnu hafa fengið ríkulega. Ég veit, að Kalla mun líða vel, þar sem hann er nú og hvílir sig eftir starfið hér á jörðinni. Við, sem þekktum Kalla, minn- umst hans með hlýju og innilegu þakklæti fyrir allt. Minning hans mun verða okkur ljós er við förum ókunna vegu framtíðarinnar. „Marg.s er að minn&sl, margt er hér aö þakka. («udi .sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnaNt, margs er að sakna. (>uð þerri tregatárin stríð. Kar þú í friði, friður («uðs þÍK blessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. (•ekkst þú með (iuði, (»uð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem.) Kristján Gunnarsson Nýir hjölbaróar Sölaóir hjölbaröar yllmenn hjölbaröaþjönusta Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 Sími 84111 Hjólba rðaverkstæði Sigurjóns Hátúni2 Sími 15508 S/GLUM Á ÞRJÁR HAFN/R í DANMÖRKU Erw bætum við þjónustuna og bjóöum nú upp á reglulegar áætl- unarsiglingar til þriggja hafna í Danmörku. Með þvíað notfæra sér þessa þjónustu geta t.d. innflytjendur ávallt stefnt vörum sínum til þeirrar hafnar sem næst er verksmiðju þeirri sem keypt er frá. Með þessu móti aukast möguleikar þeirra á að ná hagkvæmum innkaupakjörum vegna nálægðar seljenda við afskip- unarhöfn. Skip Skipadeildar Sambandsins munu hafa að meðaltali 8—9 við- komur í hverjum mánuði í Danmörku og veita þar með inn- og út- flytjendum þá bestu þjónustu sem völ er á. Arhus Arhus er stærsta gámaflutningahöfn Danmerkur, auk þess aö vera mjög stór í öörum almennum flutningum. Helstu iðnaöar- og athafnasvæöi Danmerkur eru staðsett í nágrenninu og með því aö skipa vörum þangað og þaðan um Arhus geta sparast umtals- verðar upphæöir vegna hagkvæmari innanlands- flutnings. Umboðsmenn: Bergmann, Smith & Co., Pier2, 8100 Arhus Sími: (06) 128188 Telex: 64375 bergs dk svenaDorg Vegna legu sinnar ei Svendborg mjög hagkvæm höfn fyrir alla flutninga til og frá Suður-Jótlandi og Fjóni. Umboðsmenn: Bjerrum & Jensen Aps., Havnepladsen 3, 5 700 Svendborg Sími: (09) 212600 Telex: 58122 broka dk SK/PADE/LD SAMBANDS/NS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn hentarmjög vel fyrir allar vörur til og frá Sjálandi Umboðsmenn: Alfragta/s 35, Amaliegade, 1256 Köbenhavn Sími: (01)111214 Telex: 19901 alckh dk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.