Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 34
34 MORGU THE OBSERVER l, SUNNUDAGUR 9. MAI1982 Stundum skerst í odda meö friðarsinnum og lögreglu í V-Þýzkalandi, eins og á þessum fundi í Frankfurt. Kommúnistar taka yfir friðarhreyfinguna í Vestur- Þýzkalandi Á nýafstöönum fundi leið- toga vestur-þýzku friöar- hreyfíngarinnar, þar sem skipuleggja átti friðarfundi í sambandi við heimsókn Reagans Bandaríkjaforseta, kom í Ijós, að umhverfis- sinnum, félögum úr flokki „hinna gr»nu“, fer mjög fækkandi, en að kommún- istum í hópi leiötoga frið- arhreyfingarinnar fer hins vegar mjög fjölgandi. Ernst Hoplitscheck framkvæmda- stjóri „Die Gr(inen“ í Bonn telur, að allt aö tveimur þriðju fundarmanna hefðu veríö félagar í vestur-þýzka kommúnistaflokknum (DKP). Þótt vestur-þýzkir kommúnistar njóti lítilla vinsælda meöal þýzkra kjósenda, eru þeir lagnir við að pota sér inn í alls kyns mótmælasamtök, og virðast nú ætla að yfirtaka v-þýzku friöarhreyfinguna. Takmark fundarins var aö ná saman fulltrúum allra samtaka og félaga er beröust gegn her- væðingu, til þess aö skipuleggja stóran mótmælafund þegar Reagan kemur þangaö til fundar Atlantshafsbandalagsins 10. júní. Umhverfissinnar og and- kommar vildu tryggja aö á fund- inum í Bonn yröi jöfnum höndum hvatt til afvopnunar Austurvelda og Vesturvelda. Þeir óttuöust aö út á viö yröi álitið aö mótmæla- fundurinn mundi fyrst og síöast beinast gegn Atlantshafsbanda- laginu. „Frá okkar bæjardyrum er því aöeins hægt aö tala um raun- verulega friöarbaráttu aö spjót- um sé beint aö báöum aöilum," sagöi Hoplitscheck, „en DKP hefur alltaf reynt aö kæfa alla gagnrýni er beinist gegn Sovét- ríkjunum, t.d. vegna framferðis þeirra í Afganistan og afskipta þeirra af Póllandi." Þegar ræöumenn á friöarfund- um og friöarsamkomum hafa í máli sínu skellt skuldinni jöfnum höndum á austræn ríki og vest- ræn fyrir hvernig komið er í víg- búnaöarmálum, hafa kommar í rööum áhorfenda jafnan baulaö og blístraö. Hiö sama gera þeir þegar ræöumenn reyna aö taka upp hanzkann fyrir hina hundeltu og útlægu friöarhreyfingu Aust- ur-Þýzkalands. Yfirvöld í Austur-Berlín leika tvennu hlutverki í sambandi viö starf friöarhreyfinga í þýzku ríkj- unum. Vestan Járntjaldsins, handan múrsins, fjármagna þeir starfsemi vestur-þýzka kommún- istaflokksins, sem séö hefur til þess aö friöarbaráttan þar í landi beinist nær eingöngu gegn Atl- antshafsbandalaginu. Taliö er aö friöarbaráttan í V-Þýzkalandi hafi átt sinn þátt í því aö stjórnin í Bonn hefur ekki treyst sér til þess aö samþykkja aö banda- rískum stýriflaugum yröi komiö fyrir í V-Þýzkalandi til aö vega upp á móti SS-20 flaugum Sov- étmanna. Austan Járntjalds eru hinir opinberu fjölmiölar látnir hamra á þvi aö friðarhreyfingarnar á Vesturlöndum séu til marks um almenna andúö og vanþóknun á árásarstefnu Atlantshafsbanda- lagsins, eins og þaö er oröaö. Æska A-Þýzkalands er hvött til þess aö sýna hinum djörfu and- ófsmönnum í vestri stuöning meö því aö fylkja liöi á bak viö mótmælaspjöld er beinist gegn Atlantshafsbandalaginu. Og á sama tíma eru austur- þýzkir aöilar, sem hvatt hafa til afvopnunar og brottflutnings allra kjarnorkuvopna í Evrópu, veriö hundeltir og fangelsaöir. Einkum hefur ungt kristiö fólk, sem stutt hefur samtök austur- þýzkra mótmælenda, og boriö ennisband meö slagoröinu „Frið- ur án voppa“, oröiö fyrir baröinu á lögreglu. Bannað hefur veriö aö bera slagorö er beinast gegn hervæöingu af nokkru tagi. Þeim sem staönir veröa aö því aö bera þessi ennisbönd er umsvifalaust varpaö í fangelsi, og spurst hefur út aö ráöist hafi veriö á kristin ungmenni á götum úti og ein- hverjum þeirra hafi veriö visaö úr háskólum fyrir aö neita aö fjar- lægja ennisböndin. Kirkja mótmælenda í A-Þýzka- landi hefur harölega mótmælt aöförinni aö ungu friöarsinnun- um, en á sama tíma og aödáun er látin í Ijós á þeim hundruöum manna er ritaö hafa undir „Berl- ínarákalliö", er kirkjan nú tekin aö vara þá viö, er hyggjast undir- rita ákalliö, aö þeir megi búast viö ofsóknum af hálfu hins opin- bera. Þrátt fyrir harkalega gagnrýni umhverfisverndunarmanna á stefnu kommúnista, viröist vestur-þýzka friöarhreyfingin lafa saman, en hvort þaö dugir fram aö fundinum 10. júní veröur tím- inn einn aö skera úr um. Sosíal- demókratar á borö viö Erhard Eppler fyrrum ráöherra hafa eng- an áhuga á aö vera í aukahlut- verkum í skugga kommúnist- anna, og þar sem sósíaldemó- kratar og umhverfisverndunar- sinnar vilja koma á samstarfi viö bandarísku friöarhreyfinguna, má fremur búast viö aö friöar- hreyfingin þýzka riölist. Þaö mun ekki bæta sambúðina, aö Eppler og umhverfissinnar nota hvert tækifæri til aö lýsa samstööu meö austur-þýzku friöarhreyfing- unni, og þar meö láta í Ijós andúö á hernaöarstefnu Sovétríkjanna, en þaö fellur ekki í góöan jaröveg hjá vestur-þýzku kommúnistun- um. Tónlist Jón Ásgeirsson Fáar íslenskar nótnabækur hafa notið meiri vinsælda en ís- lenskt söngvasafn, sem á titil- blaði er sagt vera safnverk og undirbúið til prentunar af Sig- fúsi Einarssyni og Halldóri Jón- assyni. Halldór er fæddur að Eiríksstöðum á Jökuldal 1881 og að loknu stúdentsprófi lagði hann stund á heimspeki og sál- arfræði í Kaupmannahöfn, kom- inn heim próflaus 1907 og til 1911 er hann forstöðumaður barna- og unglingaskólans á Seyðisfirði, en er svo kominn til Reykjavíkur og vinnur við kennslu og blaðamennsku næstu 10 árin. Upptalning tekin úr ís- lenskir Hafnarstúdentar (Bjarni Jónsson frá Unnarholti, Akur- eyri, 1949) er sérkennileg fyrir það hversu margvísleg störf menn stunduðu. Þar segir: „Var þá m:a. söngkennari Mennta- skólans 2 ár (1919—21). Vann á Skattstofu Rvíkur 1931—24, síð- an aðstoðarmaður gengisnefnd- arinnar 1924—36 og þaðan í frá aðstoðarmaður á Hagstofu ís- lands. Hann hefur gefið út ís- lenskar söngbaekur í félagi við aðra og fengist all mikið við blaðamennsku, einnig síðustu árin. Var m.a. ritstjóri „Þjóð- ólfs“ 1943—44 og „Ingólfs" 1944“. í formála 1. heftis íslensks söngvasafns, segir Halldór að hann hafi fengið „í lið með sér hr. Sigfús Einarsson dómkirkju- og orgelleikara, sem ég vissi fær- astan raddsetjara, til þess að búa lögunum létta gerð fyrir harmóníum." Halldór vísar til söngbókar (íslensk söngbók 1911), sem er safnrit ljóða og er nótnabókin sniðin eftir innihaldi hennar. Fyrsta bindið af ís- lensku söngvasafni kemur út 1915 og annað bindi ári seinna. í formála seinna bindis þakkar hann ýmsum fyrir aðstoð við út- gáfuna og þeirra á meðal Jónasi, háskólabókaverði, Jónssyni fyrir lán á „óprentuðu handriti Árna Beint. Gíslasonar, sem lagið nr. 120 er lánað úr“. Afrit af þessu handriti er til í eigu unjirritaðs, en vitað er um fleiri bækur rit- aðar af Árna Beinteini, sem að- allega eru taldar vera endurrit- anir eða raddsetningar, þó ekki sé útilokað, að finna megi þar frumsamin verk og væri þakk- samlega þegið ef handhafar slíkra bóka, sem annaðhvort væru þá merktar ÁBG eða með fullu nafni hans, fengjust til að lána þær svo gera megi eftirrit og þar með safna saman öllu því sem hugsanlega er til eftir Árna. Nótnahandrit og bréf hans eru með mjög fallegri rithönd, en hann fæddist 1869 og dó úr brjóstveiki í Kaupmannahöfn 1897. Þrátt fyrir almenna út- breiðslu Islenska söngvasafnsins og vinsældir er bókarinnar ekki getið undir nafni í Alfræðibók Menningarsjóðs. Hvað sem því veldur er það einkennilegt, því svo mikla þýðingu hafði bókin fyrir iðkun alþýðusöngs á Isiandi. Sigfús Einarsson tón- skáld nam tónlistarfræði sín úti í Kaupmannahöfn og það varð hans verkefni að ferja okkur ís- Sigfús Einarsson tónskáld lendinga yfir skil aldamótanna og ætla okkur stað i nútímanum. Hann stofnaði hljómsveitir og kóra og flutti á tónleikum ýmis þau viðfangsefni sem enn í dag eru talin meiri háttar að gerð. Auk þessa ritaði hann kennslu- bækur í tónfræði, hljómfræði og söngbækur til söngkennslu, bæði fyrir fullorðna og börn. Sem tónskáld og raddsetjari ísl. þjóð- laga stendur hann í fremstu röð og fyrir þau störf nýtur hann mikilia vinsælda hjá þjóðinni. Hann lést 10. maí fyrir réttum 43 árum og er því stutt í 50 ára dánarafmæli hans. Töluvert hef- ur verið ritað um Sigfús og þeir sem þekktu hann eða nutu leið- sagnar hans eru allir sammála um hæfni hans sem tónlistar- manns og minnast hans einnig fyrir mannkosti og gáfur. íslenskt söngvasafn er gott sýnishorn vinnubragða hans og hafa margir þeir er síðar hafa reynt að taka saman söngbækur til notkunar fyrir almenning, tæplega náð þar með tærnar sem Sigfús hafði hælana. Raddsetn- ingarnar eru, frá þeim einföld- ustu til þeirra erfiðustu, gerðar af þeim hagleik er aðeins gott tónskáld ræður yfir. Það gildir nefnilega sama regla um tón- smíði og raddsetningar að þær verða dauðar í höndum þeirra er aðeins kunna hljómfræði, en lif- andi list hjá þeim er hafa gert hljómfræði að málfræði listar sinnar, látið af allri tilgerð og stílbrelluleikjum og í stað þess að vera að sýna leikni sína, geng- ist undir ögun lagsins án þess þó að verða þræll, heldur meistari í endursköpuðum og óstældum búningi þess. Sigfúsi tókst að gera raddsetningar laganna að- gengilegar án þess að missa tök- in á hljómum og raddferli og þannig verða þær jafn fýsilegar fyrir menntaðan tónlistarmann og þann ómenntaða. Það er gald- ur sem ekki verður lærður nema í gegnum tónsmíði og aðeins gott tónskáld getur náð að leika með svo list sé að. í þessari útgáfu bókarinnar er farið eftir upp- runalegri stærð og á forsíðu er mynd Ríkarðs Jónssonar, sem vekur upp minningar um ýmis gælunöfn er bókin fékk hjá al- menningi eins og „Kindabókin" og „Fjárlögin". Almennt heiti bókarinnar mun þó vera „Söngvasafnið", sem með þessari útgáfu er aftur komið heim og nú er rétti tíminn til að taka til hendi og hefja sönggleðina til vegs og virðingar í heimahúsum. Fyrsta fræðslurit Vinnuvernd- arársins EINS OG fram hefur komið er árið í ár svonofnt „vinnuverndarár" Al- þýðusambands íslands. Mikil áhersla verður lögð á fræðslu- starfsemi í tengslum við vinnu- verndarárið, útgáfa fræðslurita, dreifing veggspjalda, fundahöld verða mikil o.fl. Fyrsta fræðslurit vinnuvernd- arársins er nú komið út og nefn- ist það „Að bera og lyfta rétt“. Því verður dreift um land allt á næstu dögum. Þá eru í undirbún- ingi þrjú fræðslurit til viðbótar, um aðstæður á vinnustöðum, um skaðsemi líms og um epoxí. Ritið „Að bera og lyfta rétt“ byggist upp á stuttum texta og skýringarmyndum. Lísa Guð- jónsdóttir teiknaði myndirnar í ritið, en Haukur Már Haralds- son sá um uppsetningu þess. Prentsmiðjan Hólar hf. sá um prentun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.