Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Erlendur Eysteinsson, bóndi að Stóru-Giljá, og Kristin Holt- an, vetrarmaður frá Noregi, gefa á garðann. Vetrarmaðurinn að Stóru- Giljá hyggur á búskap á gömlu, norsku heiðarbýli „ÉG HEF ALLTAF haft mikinn áhuga á íslandi, bókmenntunum og sögunni ykkar, og lít nánast á íslendinga og Norðmenn sem eina þjóð. Ég vona, að ég móðgi engan. I»að var síðan í gegnum Káðningaþjónustu landbúnaðarins, að ég var ráðinn sem vetrarmaður hér að Stóru-Giljá.“ Kristin Holtan frá Sandefjord í Noregi hefur undan- farnar vikur dvalið að Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi í A-Húnavatnssýslu, einu stærsta fjárbúi hérlendis, en þar eru um 900 fjár. Kristin er 21 árs eins og Camilla Linder frá Svíþjóð, en hefur, öndvert við Camillu, mun meiri áhuga á sauðfé heldur en hestum. „í framtíðinni gæti ég vel hugsað mér að hefja sauðfjárbúskap heima í Noregi, þó ekki í sama mæli og hér að Giljá. Ég bý ásamt foreldrum mínum og systkin- um í Sandefjord, en fjölskyldan á gamalt býli uppi í fjöllum í Valdres. Elztu húsin þar eru 500 ára gömul, þau yngstu um 100 ára og öll eru þau friðuð. Það kostar mikið að gera húsin upp, en mig dreymir um að hefja búskap þar þegar ég er búin að læra og byggja upp í rólegheitum. Ég gæti annað hvort stundað kennslu eða komið á fót einhverjum heimilisiðnaði meðan verið er að koma lagi á hlutina, en með tímanum væri hægt að hafa þarna allt að 200 ám og kannski eins og tvo ís- lenzka hesta." Kristin verður að Stóru-Giljá til 7. júní, en þá heldur hún á ný heim til Sandefjord. í haust tekur hún að nýju til við námið, annað hvort í kennaraskóla eða við há- skólann í Osló. „Mér finnst sko alls ekkert rólegt hérna í sveitinni eða lítið um að vera. Þvert á móti finnst mér fólkið óhemju lifandi. Það er allt mögulegt að gerast hérna, árshátíðir, dansleikir, leiksýningar, ýmiss kona- sam- komur, sýningar og ég veit ekki hvað. Þrátt fyrir fá- mennið þarf ekki að kvarta yfir deyfð í félagslífinu." Sjálf hefur Kristin tekið þátt í félagslífi sveitarinnar og þá ekki aðeins sem þiggjandi. Hún hefur komið fram á samkomum, m.a. á Blönduósi, og sungið norskar þjóð- vísur og slagara og spilað undir á gítar við góðar undir- tektir. Sauðburður er að hefjast og því er sjálfsagt Eftir kennaranám stendur hugurinn til í nógu að snúast þessa dagana. búskapar í Noregi. Er þér annt um úthaldið 3. Þetta eru viökvæm svæöi, sem newbalance é? hugsar um. Þá eru newbakmce iB jogging skór í sérflokki. Mjúkir og sterkir. 5 stjörnu skór. Hæst skrifuöu joggingskór í USA. ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922. CACNVARIN VATNS KLÆDNINC Ein sú besta utanhússklæðning sem völ er á. Fallegt útlit, góð ending, vægt verð. Allar nánari upplýsingar veittar á staðnum og í símum 11333 og 11420. TIMBURVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR & CO. H/F LAUGAVEGI 148

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.