Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 ísfélag Vestmannaeyja 80 ára ísfélag Vestmannaeyja er 80 ára um þessar mundir. Hluta- félagið er stofnað í desember 1901 og er, að því er forráða- menn þess telja, elzta starf- andi hlutafélag á landinu. ís- félag Vestmannaeyja keypti fyrst til landsins frystivélar, þannig aö frystihúsið er hið elzta sem starfrækt er á ís- landi. í tilefni af afmælinu efndi stjórn ísfélagins til blaða- mannafundar um síðustu helgi. Að kvöldi 30. apríl var öllu starfsfólki fyrirtækisins boðið til kvöldverðar sem haldin var í Bíóhöllinni. Á blaðamannafundinum skýrði Björn Guðmundsson, stjórnarfor- maður ísféiags Vestmannaeyja, frá því að í tilefni af afmælinu gæfi fyrirtækið eftirtaldar gjafir: 10 þúsund krónur til Hjálparsveit- ar skáta, 10 þúsund kr. til Björg- unarfélags Vestmannaeyja, 10 þúsund kr. til minnisvarða um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, 5 þúsund kr. til Vélskólans í Eyjum, 5 þúsund kr. til Stýrimannaskól- ans, 5 þúsund kr. til verndaðs vinnustaðar í Eyjum og 10 þúsund kr. til Hallgrímskirkju í Reykja- vik. Björn Guðmundsson sagði að einhverjum kynni að koma það spánskt fyrir sjónir að ísfélag Vestmannaeyja væri að gefa fé til kirkjubyggingar í Reykjavík, en skýringin væri sú, að stjórn Isfé- lagsins væri þeirrar skoðunar að Hallgrímskirkja væri þjóðartákn og því stæði það landsmönnum öllum jafnnærri að stuðla að því að byggingu hennar lyki svo flótt sem auðið væri. Þá mætti minnast Stjórnendur ísfélags Vestmannaeyja, Björn Guðmundsson stjórnarformaður, og forstjórarnir Eyjólfur Martinsson og Einar Sigurjónsson. Úr frystihúsi ísfélagsins. þess að sú kona, sem ætla mætti að hefði ekki haft lítil áhrif á líf og starf sálmaskáldsins, hefði ver- ið fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum. Um 200 manns starfa nú hjá ís- félagi Vestmannaeyja. Hjá stjórn- endum fyrirtækisins kom fram, að í aprílmánuði hafi meðalvikukaup á mann numið um 4.500 krónum, en þess ber að geta, að í þeim mánuði var unnin allmikil yfir- og helgidagavinna. Á árinu 1981 voru launagreiðslur fyrirtækisins á sextándu milljón króna, en vertíð- in J)á var bezta vertíð í tuttugu ár. Isfélag Vestmannaeyja hefur fest kaup á tveimur pólskum bát- um, sem smíðaðir verða í skipa- smíðastöðinni í Gdansk, og eru þeir væntanlegir hingað í árslok 1983. Á fundinum var spurt hvort það væri rétt að rekstur tsfélagsins bæri sig miklu betur en rekstur annarra frystihúsa í Eyjum og ef svo væri hvernig á því stæði. Björn Guðmundsson sagði að það væri rétt að lausafjárstaða ís- félags Vestmapnaeyja væri yfir- leitt betri en hjá sambærilegum fyrirtækjum á staðnum og væri skýringin án efa sú, að alltaf hefði verið farið með löndum varðandi 1 Ji ■ -*• JM k v j j' í Á f Jy Á jmk/ ‘ ‘r /■ . jp:Í >f - ^ —— - ' m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.