Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 37
fjárfestingar. Reksturinn hefði gengið upp og niður, en oftast vel og hefðu þeir aurar sem afgangs hefði orðið hverju sinni verið lagð- ir í uppbyggingu. Björn kvað það einnig hafa haft sitt að segja hve samstaða innan stjórnarinnar hefði verið góð. Oft hefði komið upp ágreiningur, en alltaf hefði tekizt að jafna hann og finrta lausn sem allir gátu sætt sig við. Björn sagði að undanfarin ár hefði Isfélagið farið sér hægar í umsvif- um og uppbyggingu en stjórnin hefði kosið og tilefni væri til, ein- faldlega af því að peningar væru orðnir svo dýrir, eins og hann orð- aði það. Eins og fyrr segir er Isfélag Vestmannaeyja stofnað í lok árs- ins 1901, en á þeim tíma voru ís- hús rekin víðsvegar við sjvarsíð- una og þá með þeim hætti að mul- inn ís, blandaður salti, var settur í holrúm utan um geymslurými. Þetta verklag barst hingað frá Ameríku og gjörbreytti vitaskuld aðstöðu til fiskverkunar, en var eins og gefur að skilja nokkuð um- fangsmikið, þar sem sífellt þurfti að bæta ís og salti í holrúmin. Með tilkomu frystivélanna, sem ísfélag Vestmannaeyja innleiddi hér á Jandi, varð bylting í fiskvinnsl- unni, og allar götur síðan hefur ísfélagið verið fljótt að tileinka sér nýjungar í þessum atvinnuvegi og verið þar í fararbroddi. Árið 1973 urðu þáttaskil í sögu félagsins, eins og í öðrum atvinnu- rekstri og lífi Vestmannaeyinga með gosinu. Þegar hraunið var komið inn í húsið taldi stjórn fé- lagsins að ekki væri til setunnar boðið og fluttist með allan rekstur fyrirtækisins til Reykjavíkur. Hinn 1. apríl s.á. var gengið frá kaupum á húsi Tryggva ðfeigs- sonar á Kirkjusandi. „Um þann rekstur," segir Björn Guðmundsson, „má segja, að ekki voru allir alltaf sammála, en til að byrja með voru allir sammála um þessi kaup. Það kom fljótt í ljós að í Reykjavík voru aðrar aðstæður, má nefna að hér höfðum við átt að venjast langtum meiri sveiflum en tíðkuðust í Reykjavík. í Eyjum komu kannski 10 tonn einn daginn og 120 tonn næsta dag, en í Reykjavík var það miklu jafnara, sem auðvitað hefur sína kosti. Fyrsta árið varð tap á rekstrinum á Kirkjusandi, en þegar við seld- um húsið aftur haustið 1974, vor- um við farnir að haka anzi vel upp MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 37 Árni í Görðum er einn þeirra báta sem leggja allan sinn afla upp í ísfélaginu. í, og þegar öll kurl voru komin til grafar, græddum við á öllu saman. Það voru skiptar skoðanir um það hvort við ættum að halda áfram á Kirkjusandi eða ekki. Þeir höfðu betur sem vildu aftur heim og sögðu að annað kæmi ekki til greina — Eyjarnar skyldu halda sínu. Hér hófst reksturinn á ný 23. janúar 1974, þann dag er rétt ár var liðið frá því að gosið byrjaði. Það varð keppikefli að hefja vinnslu á þessum degi og allur metnaður lagður í það. Og það tókst. Sumir ráðamenn ísfélagsins vildu vera með rekstur bæði í Reykjavík og Vestmannaeyjum, en það varð ofan á að selja á Kirkjusandi og þá fluttist allur reksturinn hingað aftur, að und- anskildu húsi sem við höfðum byggt í Þorlákshöfn til að hafa upp á að hlaupa." Stjórnarmenn ísfélags Vest- mannaeyja voru sammála um að fiskverkun hefði breytzt mikið á síðustu árum, — áður fyrr hefði varla verið litið við öðru en þorski og löngu til að verka, en nú orðið kæmi ekki kvikindi úr sjó án þess að það væri nýtt. Á svo hátt stig væri nýtnin komin, að ef svo ólík- lega vildi til að háfatorfu ræki á fjörur ísfélags Vestmannaeyja, þá yrði háfurinn nýttur. Ritaranámskeið verður haldiö í fyrirlestrasal félagsins í Síðumúla 23, dagana 24.—26. maí kl. 14—18. Fjallaö veröur um: — bréfaskriftir og skjalavörslu — símsvörun og afgreiöslu viö- skiptavina — skipulagningu og tímastjórnun — almenn skrifstofustörf Æskilegt er aö þátttakendur hafi nokkra reynslu sem ritarar. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunar- félagsins í síma 82930. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags Noröurlands í síma 86-21820. SUÓRNUNARFÉIAG ÍSIANDS SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVIK SÍMI 82930 L«iöb«inandi: Jöhanna Sveinsdóttir einkaritari Nýtt Nýtt Húsgagnasýning í dag, sunnudag, milli 2-4 Sýnum m.a. spönsk og þýsk boröstofuhúsgögn. Gott verö og góöir greiösluskilmálar. Versliö þar sem úr- valiö er mest og kjörin best, verslið í Víöi. Trésmiðjan Víðir Síðumúla 23, Dúnu-húsinu. S.: 39700. BENIDROM1982:11. MAI 1.&22.JUNI 13.JULI 3.&24.AGUST 14.SEPT. 5.0KT0BER BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN m ferða.. IKðl MIDSTOÐIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 UMBODSMENN: Sigurbjorn Gunnarsaon, Sporthusió hf . Akureyri — simi 24350 Helgi Þorsteinsson. Asvegi 2. Dalvik — simi 61162 Feróamióatöó Ausfurlands. Anton Antonsson -r Selas 5. Egilsstöóum — simi 1499 og 1510 Vióar Þorbjornssonn. Noröurbraut 12. Höfn Hornafiröi — simi 8367 Friófinnur Finnbogaaon, c/o Eyjabuö. Vestmannaeyjum — simi 1450 Bogi Hallgrimsson. Manageröi 7. Grindavik — simi 8119 B|arni Valtysson, _ Aóalstööinni Keflavik. Keflavik — simi 1516 Gissur V. Knstjánsson, Reykjavikurvegi 62. Hafnaríiröi. sími 52963 Ólafur Gudbrandsson. Merkurteig 1. Akranesi — s»mi 1431

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.