Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1982 Fatahönnudir apá aö peysur veröi vinaælar næata hauat og vetur og þá aórataklega avona peyaur í flugmanna-atíl. Peyaurnar er hægt aö tá í gráum og bláum litum. Takiö eftir tau-apælunum á öxlum. Peya- urnar eru framleiddar hjá Belika prjónavöruverk- amiöjunni í Danmörku. Þetta er finnak framleiöala frá Norlyn Oy og þeaai hlýi jakki fæat i mörgum litum, t.d. blágrár, i öörum bláum litbrigöum avo og beige. Jakkinn er vel hár I hálainn og rykktur í mittiö. Guðný Bergsdóttir skrifar frá Kaupmannahöfn: Þetta er dðnak framleiöala frá In-Wear Matinique og ungi maöurinn til vinatri er i amekkbuxum og jacquard mynatruöu veati og akyrtu i „Salt A Pepper“ atíl og hatturinn er úr filti. Þaö erjakki úr tweed meö leöurkraga aem ungi maöurinn til hægri klæöiat, hann er í „Karl Oacar“ akyrtu og í breiörifluöum buxum úr flauel meö axlaböndum. I*að er erfitt, ef ekki ómögulegt, aó reyna að breyta hinum sigildu og vanafostu klæðnaðar-venjum karlmanna. Litirnir eru þeir sömu ár eftir ár, snióin eru enn eins og fötin sem langafarnir notuðu, að vísu með smá breytingum, svo sem að jakkar eru hnepptir með einni tölu þetta árið en svo tveim eða þrem tölum það næsta og buxurn- ar eru mismunandi víðar ár frá ári. En fatahönnuðir eru bjartsýnisfólk og reyna hvað þeir geta til að finna upp á einhverju nýju og skjóta inn smá breytingum hér og þar, sem þeir nefna svo „byltingu í klæðn- aði karlmanna“. A hinni stóru tískusýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn nýlega, þar sem fataframleið- endur kynntu tískuna fyrir næsta haust og vetur, voru mættir margir af fremstu fata- hönnuðum Norðurlanda. Þeir héldu stóran blaðamannafund þar sem mættir voru rúmlega eitt hundrað blaðamenn frá mörgum löndum. Meðal annars hlustuðu blaðamennirnir á stór orð um ýmsar breytingar í karlmannafatnaði, orð sem þó hrukku af blaðamönnum eins og vatn af gæs, vegna þess að allir þessir fataframleiðendur voru eins kiæddir, í dökkum jakkaföt- um, í hvítri skyrtu með bindi eða slaufu. Ekki einn einasti þeirra var klæddur hinum „litríka og spennandi klæðnaði karlmanna" sem þeir voru svo æstir við að kynna. Skemmtileg orðaskipti spunn- ust milli fulítrúa blaðanna og fatahönnuðanna, sem margir hverjir kváðust vera hræddir við konur sínar og þyrðu hreinlega ekki af þeim sökum að klæðast þeim „litrika" fatnaði sem þeir framleiða og reyna að selja. Og fleiri afsakanir í þeim dúr. Nóg um það, en látum okkur líta á hvað fatahönnuðir hafa upp á að bjóða fyrir karlmenn næsta haust og vetur. Hið sígilda „city-look“ í jakka- fötum heldur sinni gömlu línu, en nú eru axlirnar eðlilegar, ekki með stórum púðum eins og stundum hefur verið. Mittislínan er laus og létt. Það er mjög mis- jafnt hvort jakkar eru hnepptir með einni tveim eða fleiri tölum og „blazers" eru enn vinsælir með tvöfaldri hnapparöð, með fjórum eða sex hnöppum. Buxurnar eiga að vera nokk- Hér er fram- leiöala frá Sir of Sweden. Jakkinn er í tweed meö áaaumuöum vöaum meö leöur-líningum, hann er tví- hnepptur og er meö einni klauf aö aftan. Buxurn- ar eiga vel viö, eru í dökkbrúnu flauel, en jakkinn er grá-beige. m Karlmenn halda sinni línu Fataframleiðendum finnst erfitt að fá karlmenn til að reyna eitthvað nýtt urn veginn jafnvíðar aiveg niður og eru ýmist án eða með uppá- broti. Þær mega ekki vera of þröngar um mjaðmir og víddin neðst á að vera um 47 cm. Einnig var að sjá á sýningunni buxur „a la model 1950“, það er að segja þröngar að neðan og svo stuttar að sokkarnir sjást. Skyrturnar eru eins ólíkar og framleiðendurnir eru margir. Ymist er flibbinn stór og langur eða þá stuttur með litlum tölum, eins og var mjög vinsælt fyrir mörgum árum. Bæði slaufur og hálsbindi ganga við allar teg- undir af skyrtum og jafnvel líka litríkir hálsklútar. Skyrturnar eru yfirleitt í pastel-litum, ein- litar eða röndóttar. Til sport- nota, eru þykkar og hlýjar stór- köflóttar skyrtur. Víðar og lausar „Karl Oscar“- skyrtur eru líka vinsælar, þær eru með gömlum flibbakraga og heilar, nema að þær eru hneppt- ar niður á bringu. Meira að segja skyrtur með kimono-ermum sjást víða, þá eru ermalegg- ingarnar langar og skyrturnar hnepptar á ermunum með 3—4 töium. Vesti og þunnar peysur undir jakka eru oft í skemmtilegum litum og oft margmynstruð. Vestin eru ýmist handprjónuð eða úr leðri eða bómull. Skemmtilegar þverröndóttar peysur verða vinsælar, telja fatahönnuðir, svo og peysur i gömlum flugmannastil, oft með ásaumuðum leður-stykkjum bæði á öxlum og við olnboga. Frakkarnir eru stórir og þægi- legir og auðvitað vel hlýir. Þeir eru t.d. með stórum vösum og ermarnar eru víðar og þægi- legar. Lengd frakka á að vera um 116 cm. Tweed-frakkar í Sher- lock Holmes-stíl verða ekki síður vinsælir hjá karlmönnum en kvenfólki, segja fatahönnuðir. Duffelcoats og anorakker með mikið af rennilásum, vösum og skemmtilegum smáatriðum ryðja sér líka til rúms. Útijakkar eru yfirleitt mittisjakkar og háir í háls, þykkir og hlýir. Samkvæmiskíæðnaðurinn er í hefðbundnum stíl, en EF menn þora fyrir konum sínum, stendur þeim til boða samkvæmisklæðn- aður sem er „öðruvísi" en hin ei- lífu dökku jakkaföt. Sýndar voru þannig víðar skyrtur með víðum ermum og við þær eiga að vera flauelsbuxur er aðeins ná niður fyrir hné og svo vesti við líka í flaueli eða jafnvel leðri. Tom Jones-skyrtan er einnig vinsæl við þennan klæðnað. Hinir, sem ekki þora að klæða sig svona, hafa úr mörgum fallegum vel- our-jakkafötum að velja. Litirn- ir eru djúpir i bláum eða gráum litbrigöum. Mikið er notað af leðurlíning- um í fatnaði karlmanna, svo og öðrum skreytingum. Mikið af rauðbrúnum efnum eru notuð í buxur, svo og í ýmsum bláum lit- um og það sama gildir með jakkaföt og staka jakka, en prjónafatnaðurinn, svo sem peysurnar og skyrtur eru að mestu í pastellitum, ljósrautt, lilla, blágrænt, grátt svo og hvit- ir og ýmsir brúnir litir. Eins og áður er sagt, er þetta tíska karlmanna fyrir næsta haust og vetur, en margir ís- lenskir innkaupendur voru á um- ræddri sýningu, svo án efa má búast við ýmsu spennandi í verslunum þegar líða tekur á haustið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.