Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Ingimar M. Jóhannes- son kennari — Minning Fæddur 13. nóvember 1891 Dáinn 2. apríl 1982 Haustið 1919 komu tveir nýir kennarar að barnaskólanum á Eyrarbakka. Aðalsteinn Sig- mundsson frá Árbót í Aöaldal, sem var skólastjóri, og Jakobína Jakobsdóttir bónda Hálfdánarson- ar, Grímsstöðum í Mývatnssveit. Þetta voru einu kennararnir við skólann veturinn 1919—1920. Á þessum árum og lengi áður var Eyrarbakki fjölmennasta sveitar- félagið á Suðurlandi og voru íbúar þar um þetta leyti 800—900 að tölu. Þar fór fram verslun við 3 sýslur, einnig var þar veruleg út- gerð og landbúnaður. Ári síðar er þriðja kennaranum bætt við. í þá stöðu réðist Ingimar H. Jóhannesson frá Meira-Garði í Dýrafirði, er lokið hafði prófi frá kennaraskólanum vorið 1920. Þessir þrír kennarar starfa síðan saman við barnaskólann á Eyr- arbakka til haustsins 1929. Næstu árin áður hafði íbúum á Eyrar- bakka tekið að fækka verulega, enda mikil breyting á atvinnu- háttum þjóðarinnar. Uppbygging á Selfossi var að hefjast og margir fluttu til Reykjavíkur. Starfið við skólann var ekki lengur talið nema fyrir 2 kennara. Ingimar gerðist þá skólastjóri við nýbyggð- an heimavistarskóla að Flúðum í Hrunamannahreppi, Aðalsteinn kennari við Austurbæjarskólann í Reykjavík, en Jakobína kenndi enn í nokkur ár á Eyrarbakka. Saga barnaskólans á Eyrar- bakka á þriðja áratug aldarinnar er mikil og merk. I þá sögu er jafnframt tvinnað fjölþætt félags- líf og menningarstarf, sem tengt er barnaskólanum og kennurum hans með ýmsum hætti. Þeir voru samtaka um það að gera allt fyrir börnin og æskuna, sem til heilla horfði. Þar var einn hugur og einn vilji að láta sem mest gott af störfum sínum leiða. Aldrei var spurt um fjármuni eða endur- greiðslu, enda hefði þá lítið gerst. Ánægjulegustu launin voru sá árangur, sem starfið skilaði, og ævarandi þakklæti þess mikla fjölda barna og unglinga, sem þess naut. Umf. Eyrarbakka var stofnað 5. maí 1920. Nokkru síðar var stofn- uð yngri deild fyrir börnin í barnaskólanum. Skátafélagið Birkibeinar var stofnað í nokkrum deildum. Stúkustarfsemi var með miklum blóma. Einnig leikstarf- semi og kórar. Bókasafn var stofn- að. Haldin námskeið í heimilisiðn- aði, vikivökum o.fl. Margt er enn ótalið. Sá fjölmenni hópur barna og unglinga, sem þá var að alast upp á Eyrarbakka, þekkir þessa sögu og metur hana mikils. Hún hefur orðið mörgum örlagavaldur. Þetta er rifjað hér upp í tilefni þess, að einn þessara frábæru kennara og hugsjónamanna, Ingi- mar H. Jóhannesson, andaðist 90 ára að aldri, þann, 2. apríl sl. og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 7. s.m. Ingimar H. Jóhannesson var Vestfirðingur að ætt og uppruna og þá fyrst og fremst Dýrfirðing- ur, þar sem tign og mildi lands- iagsins eru hvað mest á Vestfjörð- um. Hann var ætíð bundinn æsku- byggð sinni sterkum böndum. Hann er meðal fyrstu nemenda Núpsskóla og verður fyrir miklum áhrifum sr. Sigtryggs og Kristins bróður hans. Nokkru síðar lýkur hann námi við bændaskólann á Hvanneyri. Eftir það annast hann barnakennslu í nokkra vetur í Dýrafirði og einn vetur austur á Stöðvarfirði. Lýkur kennaraprófi vorið 1920, og er kennari á Eyr- arbakka til 1929 og skólastjóri á Flúðum 1929—1937. Kennari við Skildinganesskólann í Reykjavík 1937—1946, Meiaskólann 1946— 1947 og eftir það fulltrúi fræðslu- málastjóra í 15 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Ingimar starfaði því samfellt að kennslumálum i meira en 40 ár. í mínum huga hefur Ingimar ætíð verið ímynd hins sanna kenn- ara, kennari af guðs náð og er þá mikið sagt. Hann var glæsimenni í útliti. Hár vexti, herðabreiður og beinvaxinn. Fríður sýnum og karlmannlegur. Sviphreinn og hlýr í framkomu, en gat verið al- varlegur og brúnaþungur, ef það átti við. Röddin var hljómmikil og skýr, enda beitt á fjölbreyttan hátt. Hann var mikill stjórnandi, án þess að hafa nokkuð fyrir því. Þar kom í ljós andlegt og líkam- legt atgerfi, sem fylgdist svo vel að. Hann sagði einkar vel frá. Var skemmtilegur og skýr í máli, enda góður leikari, ágætur söngmaður og prýðilegur hagyrðingur, ef ekki skáld og vel að sér um flesta hluti. Mér er reikningskennsla hans sérstaklega minnisstæð. Hann var snillingur í meðferð talna og vakti áhuga og kapp nemenda sinna. í bóklegum greinum hafði hann skýra og skemmtilega frásögn og hélt nemendum sínum vel við efn- ið. Hann atti fulla virðingu nem- endanna og hafði góðan skilning á vandamálum þeirra. Hann var í eðli sínu mikill sálfræðingur og mannþekkjari. Því voru samskipti hans við nemendur, foreldra og samstarfsfólk með þeim hætti, að úr varð gagnkvæm virðing og vin- átta sem entist ævina út. Hann naut af þeim ástæðum mikillar mannhylli, hvar sem hann starf- aði. Hann bjó yfir virðulegum, en hlýjum umgengnisháttum. Gat rætt við alla af hvaða stigum og stéttum sem þeir voru. Kunni vel skil á mönnum og málefnum. Gat brugðið á' léttari strengi og látið fjúka í kviðlingum, þegar svo bar við. Mörgum þótti því gott með honum að vera. Ingimar var alla ævi mikill fé- lagsmálamaður og kom það eins og af sjálfu sér. Hvar sem hann kom við, sáu allir í honum gæfu- legan forustumann, sem gott var að fylgja eftir. Mann, sem gekk ótrauður til starfa, bar merkið hátt og taldi aldrei eftir sér tíma né fyrirhöfn til baráttu fyrir góð- um málefnum. öll málefni, sem stuðluðu að auknum þroska og vaxandi menningarlífi, fegurra og betra mannlífi, áttu í Ingimar öfl- ugan stuðnings- og forustumann. Hann var formaður Umf. Eyrar- bakka í mörg ár og í stjórn Hér: aðssambandsins Skarphéðins. I áratugi mikilvirkur forustumaður í Góðtemplarareglunni m.a. við unglingastarfið og í stúkunni Ein- ingu í Reykjavík. Einn af stofn- endum Musterisriddara á íslandi 1949. í stjórn Sálarrannsóknarfé- lags íslands. Formaður Kennara- félags Árnesinga fyrstu ár þess. Formaður Stéttarfélags barna: kennara í Rvík 1937—1942. í stjórn SÍB 1942—1950 og formað- ur 1943—50. í Barnaverndarráði íslands um langt skeið. Starfaði lengi í Eyrbekkingafélaginu og Dýrfirðingafélaginu í Reykjavík. Var stuðningsmaður Framsóknar- flokksins og tók nokkrum sinnum sæti á lista flokksins í Reykjavík. Af þessu yfirliti sést að Ingimar kom víða við og eyddi löngum tíma ævi sinnar í félagsmálastörf. Lengst mun regla Góðtemplara hafa notið starfa hans, enda voru bindindismálin honum hjartfólgin alla ævi. Aðeins á þeim eina vett- vangi á Ingimar langa og fræga sögu, sem ekki mun gleymast að sinni. Umhyggjusemi og trygglyndi var ríkt í fari Ingimars og munu margir við það kannast og minn- ast með þakklæti er leiðir skilur. Það gilti einu, hvort Ingimar var kennari í Dýrafirði, Stöðvarfirði, Eyrarbakka, Hrunamannahreppi eða Reykjavík. Allstaðar var hann dáður og virtur kennari og hélt góðu sambandi við nemendur sína og jafnvel foreldra þeirra, eftir því sem tök voru á. Allstaðar var hans saknað. Allstaðar skildi hann eftir góðar endurminningar, eins og sólskin, sem fólkið yljaði sér við, löngu eftir að hann var farinn til nýrra heimkynna. Hugur hans var hjá þessu fólki áfram og það vildi eiga hlutdeild sína i honum. I Hrunamannahreppi féllu störf hans í góðan jarðveg. Þar hafði ríkt blómlegt félags- og menning- ÞAÐ SKIPTIR ÞIG AUÐVITAÐ MÁLI að við bjóðum skápa og kistur í miklum fjölda valdra stærða, sem eiga vel við allar gerðir innréttinga, innlendra sem erlendra. Berðu stærðirnar hér að neðan við þína innréttingu, nýja sem gamla, eða veldu þér stærð, sem þú vilt láta gera ráð fyrir í væntanlegri teikningu. Bauknecht hefur örugglega málin sem- hentarþinni innréttingu. TV 18 TV 1601 PC 38 PC 30 SD 31 PD 2601 ] SD 23 — — 1 (Bauknecht SV 2451 SR 27 tegund hæö breidd dýpt PC 38 183 60 60 PC 30 153 60 60 PD 2601 141 55 60 SD31 153 60 60 SD23 122 60 60 SV2451 125 55 60 SR 27 122 60 60 TV 18 85 60 60 TV 1601 85 ' 55 60 KÆLISKAPAR CK 35 CK 29 CK 22 TF15 GB 8 ^Bauknecht tegund hæó breidd dýpt CK 35 183 60 60 GK29 153 60 60 GK 22 122 60 60 TF15 85 60 60 GB8 62 55 60 FRYSTISKAPAR CT 23 CT 36 CT 47 (Bauknecht CT 57 tegund hæö breidd dýpt GT 57 88 175 71 GT47 88 150 71 CT36 88 120 71 GT29 88 lOO 71 CT23 88 84 71 FRYSTIKISTUR Komið, hringið eða skrifið, og við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega. Utsölustaöir DOMUSog kaupfélögin um land allt Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 Steinunn Jónsdótt- ir — Minningarorö Fædd 14. febrúar 1895 Dáin 6. apríl 1982 Steinunn fæddist í Tungu við Isafjörð. Þar bjuggu foreldrar hennar, hjónin Jónfríður Jóns- dóttir, af vestfirskum ættum og Jón Jónsson, Árnesingur í fram- ættir. Þegar Steinunn var barn að aldri, fluttist hún með foreldrum sínum frá Tungu til Hnífsdals og þar ólst hún upp. Hún átti tólf systkini, allt myndar- og dugnað- arfólk. Kunnastur af þeim mun hafa verið Páll, skipstjóri á Þing- eyri, annálaður þrek- og afkasta- maður, en hann fórst með skipi sínu, Hilmi, árið 1943. Fljótlega eftir fermingu fór Steinunn til Helgu Jóakimsdóttur í Heimabæ, en hennar heimili var rómað fyrir rausn og myndarskap. Oft ræddi Steinunn um hve hepp- in hún hefði verið að komast í hennar hús og taldi veru sína þar hafa orðið sér á við góða skóla- göngu. Um tvítugsaldur réði hún sig í kaupavinnu að Torfalæk í Húna- vatnssýslu og gerðist Húnvetning- ur upp frá því. Á Torfalæk kynnt- ist hún Birni Teitssyni frá Kringlu, greindum manni og stilltum af Bergmannsætt, sem síðar varð eiginmaður hennar. Þau hófu búskap að Kringlu, en bjuggu síðar á nokkrum stöðum í Torfalækjarhreppi og Þitigi. Lengst munu þau b«rfa búið á Geirastöðum, en sú jörð fylgdi Þingeyraeigninni. Geirastaðir voru hæg og þægileg jörð með mjög góða heyskaparaðstöðu á þeirra tíma vísu, en það hefur Björn kunnað að meta, því hann lagði ríka áherslu á að eiga jafnan nægjanlegt fóður fyrir bústofn sinn. Hann var snyrtimenni í um- gengni og góður skepnuhirðir. Þegar hin illræmda sauðfjár- pest, sem nefnd var mæðiveiki, tók að herja í Húnaþingi, brugðu þau Björn og Steinunn búi og fluttust til Höfðakaupstaðar, en þar var þá uppgangsstaður hvað fram- kvæmdir snerti og atvinna næg, það var á hinum svokölluðu ný- sköpunarárum. Björn lenti í slysi við vinnu sína og dó af völdum þess eftir skamman tíma, árið 1945. Þegar þau hjón fluttust til Höfðakaupstaðar, keyptu þau sér lítið hús og bjó Steinunn í því í nokkur ár eftir dauða manns síns. Síðar hóf hún byggingu á nýju íbúðarhúsi í félagi við fjölskyldu þar á staðnum, þannig að hún átti einn þriðja hluta hússins. Bygging þessi var mikið átak, sem sýndi sem oft áður mikinn dugnað Steinunnar. Þau hjón eignuðust þrjár dætur, elst þeirra var Elínborg, en hún lést árið 1971, næst að árum var Margrét, húsmóðir í Reykjavík, yngst var Hrefna, húsmóðir í Höfðakaupstað. Eins og áður er að vikið, var Steinunn mikil dugnaðarkona að hverju sem hún gekk og skipti þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.