Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 OPIÐ I DAG FRÁ KL. 1—3 HAMRABORG 70 FM Mjög rúmgóö nýleg 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Bílskýli. JORVABAKKI 85RWÍ 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Með suður svölum. Lítið áhvilandi. Verö 850 þús. ÁLFHÓLSV. 82 FM 3ja herb. íbúð i 4býli. Mjög gott útsýni. Suður svalir. NÖKKVAVOGUR 90 FM 3ja herb. hæð ásamt ca. 30 fm bílskúr. Nýtt eldhús, ný tæki á baði. Ákveöin í sölu. Verð 980 þús. GAMLI BÆRINN 3ja herb. á 3. hæð í nýlegú húsi. Mjög góð íbúð. Verð 750 þús. DIGRANESVEGUR KÓP. 4ra herb. jarðhæð í 3býli, allt sér. Vönduð íbúð. Ákveðiö i sölu. Verð 1.050 þús. DÚFNAHÓLAR 115 FM 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Ákveðin sala. Verð 950 þús. MÁVAHLÍÐ CA200FM Efri sérhæð ásamt risi samt. 5 svefnherb. og 2 stofur. Nýlegt gler, sér hiti, bíiskúrsréttur. Verð 1.600 þús. HEIÐNABERG CA 200 FM Parhús tilbúiö aö utan og fokhelt að innan, þ.e.a.s. múrað að utan með gleri og opnanlegum fögum og full- frágengnu þaki. ENGJASEL 210 FM Endaraðhús á þrem hæðum ásamt tveim stæöum í bílskýli, vönduð eign. Verð 1.900 þús. GARÐABÆR 305 FM Glæsilegt einbýlishús. Tilb. undir tréverk, tvöfaldur bílskúr. Stendur á góðum stað. Fallegt útsýni. VERSLUN Lítil sérverslun í neðra-Breið- holti. Gott tækifæri fyrir þann sem vill sjálfstæöa atvinnu. Samningaviðræður við samtök sænskra síldarinnflytjenda í næstu viku: __ r Tekst Islendingum að komast á ný inn á sænska síldarmarkaðinn? — söluverðið hækkaði um 60% síðastliðin 3 ár með þeim afleiðingum að Svíar hættu kaupum SÖLUVERÐ á íslenzkri saltsíld til Svíþjóðar hækkaði um 25,0—30,2% í bandrískum dollurum á undanfornum þrem árum, eða frá hausti 1978 til síðastliðinnar haust- vertíðar 1981. Vegna mikillar gengislækkunar dollarans hefir þetta þýtt 57,2—63,6% hækkun á innkaupsverði fyrir kaupendur i sænskum krónum á sama tímabili. Þessari miklu verðhækkun hafa Svíar átt erfitt með að kyngja og varð afleiðingin sú, að á síðustu vertíð minnkuðu þeir kaup sín frá Íslandi um 90%, eða úr 50 þús tunnum í 5 þúsund tunnur. Þetta er alvarleg þróun fyrir okkur íslendinga, ekki sízt þegar tillit er tekið til þess að markaðir fyrir saltaða síld í löndum Efnahagsbandalagsins eru nánast lokaðir íslendingum vegna hárra innflutningstolla. Söltun síldar hefði því verið hverfandi lítil á íslandi á síðustu vertíð ef samningar hefðu ekki tekizt um sölu á miklu magni til Sovétríkjanna. Þetta kom fram í viðtali er Morgunblaðið átti í gær við Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóra Síldarútvegsnefndar, en hann er nú á förum til Svíþjóðar ásamt samninganefnd, sem m.a. er skipuð fulltrúum frá síldar- saltendum, sjómönnum og út- vegsmönnum. Viðræðurnar hefj- ast í Gautaborg nk. mánudag. Gunnar sagði, að samninga- viðræður við Svía væru óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni. Ástæðan væri sú, að sam- tök sænskra síldarinnflytjenda hefðu tilkynnt snemma í vor, að ef íslendingar hefðu áhuga á að reyna að ná aftur fyrri stöðu sinni á sænska markaðnum, yrði að fást úr því skorið fyrir lok maímánaðar, hvort grundvöllur fyndist fyrir samkomulagi, en sá grundvöllur byggðist á því að Is- lendingar byðu síldina á sam- keppnisfæru verði. Annars myndu meðlimir samtakanna, eins og í fyrra, tryggja sér frá öðrum löndum alla þá saltsíld, sem þeir þurfa að semja um kaup á á þessu ári. Ein ástæðan fyrir þessum tímamörkum af hálfu Svía er sú, að vertíð á stærsta veiðisvæðinu við Kan- ada byrjar í júní, en Svíar hófu síldarkaup á því svæði í fyrsta skipti í fyrra. í tilkynningu sænsku samtak- anna segir, að íslenzka verðið hafi í fyrra verið 40% hærra en þeir greiddu fyrir sambærilega síld frá Kanada og 12—20% hærra en á síld úr norsk- íslenzka síldarstofninum, en sú síld er stærri og feitari en ís- lenzka sumargotssíldin. Er Gunnar Flóvenz var spurð- ur að því hvort verðkröfur ís- lendinga hefðu ekki verið óraunhæfar í fyrra vegna aukins framboðs, svaraði hann þvi til, að vegna óðaverðbólgunnar hér heima og rangrar gengisskrán- ingar síðari hluta ársins, hefði enginn grundvöllur verið fyrir samningum á því verði sem Sví- ar voru reiðubúnir að greiða. „Um það atriði voru allir sam- mála, þar á meðal fulltrúar salt- enda, sjómanna og útvegs- manna," sagði Gunnar. Gunnar kvaðst ekki vera bjartsýnn á að samkomulag næðist við sænsku samtökin. Hann sagði, að Sviar gerðu nú kröfur um svipað verð í Banda- ríkjadollurum og samið var um fyrir 2—3 árum. Það jafngildir að vísu mikilli hækkun í sænsk- um krónum frá þeim tíma, en slíkt verð skapar því miður ekki grundvöll til að gera út á annað hundrað skip til að veiða 50 þús. tonn af síld. Þá sagði Gunnar, að Svíar gerðu kröfu til þess að síldin yrði seld i sænskum krónum, eins og aðrar helztu útflutningsvörur, sem seldar eru héðan til Svíþjóð- ar. „Við höfum ekki viljað fallast á þá kröfu, þar sem við höfum talið dollarann sterkari gjald- miðil en sænsku krónuna," sagði Gunnar. Gunnar Flóvenz sagði að lok- um, að Svíar vildu þrátt fyrir allt gjarnan kaupa saltaða síld frá Islandi. Þeir viðurkenna í orðsendingum sínum, að skipu- lagning á söltuninni og af- greiðsla síldarinnar sé í betra lagi hjá Islendingum en keppi- nautunum, en þeir tækju fram, að það eitt réttlætti ekki hinn gífurlega verðmun á síld frá ís- landi og öðrum framleiðslulönd- um. BRÆÐRABORGARSTÍGUR — 2ja, 3ja og 4ra herbergja Höfum til sölu 2ja (75 fm), 3ja (96 fm) og 4ra (114 fm) herb. íbúðir í fimm hæöa lyftuhúsi við Bræðraborgarstíg. íbúöirnar afhendast allar tilbúnar undir tréverk á tímabílinu júlí-september á þessu ári og full- frágenginni sameign veröur skilað í október i haust. Hér er um aö ræöa 20 ára byggingu sem verið er aö breyta í íbúöarhúsnæöi. Husnæöismála- stjórn kemur til meö veita hálft nýbyggingarlán til kaupa á íbúðunum. Teikningar og frekari upplýsingar eru til reiöu. Þrír möguleikar koma til greina viö kaup á þessum íbúöum: I. VERÐTRYGGÐ KJÖR íbúððr tilbúnar undir tréverk. n r rari&i jlU iuii liiui IIJJL, rrmTfn -330-^ Fmpqmmm mpnmmæ ■ ni qu A) Útborgun á 10 mánuðum Teg. íb. A 1. mánuði Utb. á 10 mán. Samt. útb. 2ja herb. 90.000 380.000 470.000 3ja herb. 100.000 485.000 585.000 4ra herb. 130.000 595.000 725.000 B) Utborgun á 15 mánuöum meö lánskjaravísitölu. Teg. íb. Á 1. mánuði Útb. á 15 mán. Samt. útb. 2ja herb. 90.000 310.000 400.000 3ja herb. 100.000 400.000 500.000 4ra herb. 130.000 470.000 600.000 Eftirstöövar Verötryggt skuldabréf til 10 ára, 3% vextir, 2 afb. á ári. Fyrsta afb. ári eftir afhendingu. Eftirstöövar Verötryggt skuldabréf til 10 ára, 3% vextir, 2 afb. á ári. Fyrsta afb. ári eftir afhendingu. Ath. A útborgunartímabilinu í liö B, reiknast áfallin vísitala til hækkunar á greiðslum. II. ÓVERÐTRYGGÐ KJÖR. Útborgun á 12 mánuöum. Teg. íb. Á 1. mánuði 2ja herb. 100.000 3ja herb. 120.000 4ra herb. 150.000 Útb. á 12 mán. Samt. útb. 490.000 590.000 610.000 730.000 755.000 905.000 Fasteignamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hf SKÓLAVÖROUST1G 11 SÍMI 28466 (HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVlKUR) Logfræðmgur Pétur Þór Sigurösson Eftirstöövar Óverötryggt skuldabréf til 4 ára, 20% vextir, 1 afb. á ári. Fyrsta afb. ári eftir afhendingu. Umferðin: Fjögur bana- slys í marz FJÖGIIR banaslyn urðu í umfi'rðinni í marzmánuði. í marz i fyrra varð eitt hanaslys. Alls hafa sjö manns beðið hana í umferðarsiysum það sem af er árinu samanborið við þrjá sama tíma- bil í fyrra. Þrir biðu bana í umferðar- slysum í janúar, enginn i febrúar og fjórir í marz. Af hinum látnu voru tveir öku- menn bifreiða, einn ökumaður bif- hjóls og einn farþegi. Banaslysin áttu sér stað í Garðabæ, S-Múla- sýslu, Kjósarsýslu og Þingeyjar- sýslu. Ekkert banaslys varð í Reykjavík í marz. Alls slösuðust 53 í umferðarslysum í marz, samanborið við 56 í marz 1981. Af þeim hlutu 28 meiri háttar meiðsl, samanborið við 20 í fyrra og 25 minni háttar meiðsl samanborið við 36 í fyrra. Múrarafélag Reykjavíkur: Fengið heimild til verkfalls- boðunar í AI.MENNRI atkvæðagreiðslu innan Múrarafclags Reykjavíkur var stjórn félagsins og trúnaðarráði veitt heimild til verkfallsboðunar. Kéllu atkvæði þannig að 79 greiddu atkvæði með verkfallsboðun, 16 voru á móti og tveir seðlar voru auðir. Að sögn Helga Steinars Karlsson- ar, formanns Múrarafélagsins, verð- ur tekin ákvörðun um fyrirkomulag verkfallsboðunar um helgina. Lík- legt er að boðað verði til eins dags verkfalls fyrst í stað og til hins fyrsta verði boðaö á mánudag, en verkfall þarf að boða með viku fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.