Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 41 hans njóta sín hvað best í gaman- sömum hlutverkum. Hins vegar sýnist mér einsætt, að Guðbjörgu Thoroddsen láti ennþá mun betur að túlka alvarleg hlutverk. Henni hættir til að ofleika í skopleikjum og sú innlifun, sem hún sýnir í ríkum mæli, þegar kemur til al- vörunnar, virðist fokin út í veður og vind, eins og fram kemur í hlut- verki Maríu Antonovnu, dóttur borgarstjórahjónanna. Auðvitað er til þess ætlast, að sterkt sé leik- ið í þessu tilviki, en má alls ekki ganga lengra en hjá öðrum á svið- inu. Guðlaug Hermannsdóttir fer vel með hlutverk Önnu bæjar- stjórafrúar. Hún hefur næman skilning á verki Gogols og svip- undar og leikstjóra tvo nafnbóta- lausa herra og reynir nokkuð á þá, en hvorugum fatast á prófinu. Sem fyrr getur hefur Ivan Török unnið gott verk við hönnun leik- myndar og búninga og David Walters hefur áður á liðnum vetri sýnt okkur og sannað, hversu miklu listræn ljósabeiting fær áorkað. Honum bregst ekki boga- listin hér og er augljóst, hye stór- an þátt hann og Török eiga í vönd- uðum ytra búnaði sýningar og tónlist Gunnars Reynis Sveinsson- ar stingur þar ekki í stúf. Leik- stjórarnir, Guðrún Ásmundsdóttir og Ásdís Skúladóttir hafa unnið af vandvirkni við uppsetningu þess- arar litríku sýningar. Maria Antovovna (Guðbjörg Thoroddsen) og Anna Andrejevna (Guðlaug Hermannsdóttir). brigði hennar, framsögn og lát- bragð einkennast af agaðri ná- kvæmni. Það sama má segja um leik Andrésar Sigurvinssonar í tveim hlutverkum. Hann leikur þjón Hlestakovs, Osip, og drykk- felldan póstmeistara og má ekki á milli sjá hvorum hann gerir betri skil. Þröstur Guðbjartsson, Heim- ir Ingimarsson og Jónsteinn Aðal- steinsson leika aðra lagsmenn borgarstjórans og er samleikur þeirra einkar góður. Vera má, að meiri áherslu hefði mátt leggja á séreinkenni hvers um sig, en sem fyrr getur er það veigamikill þátt- ur í skáldskap Gogols að sýna fjöl- breyttar manngerðir. Sunna Borg bregður sér í gerfi tveggja ólíkra kvenna og kann sem fyrr vel til verka. Sömu sögu er að segja um Ingibjörgu Björnsdóttur. Þeir Marinó Þorsteinsson og Theodór Júlíusson leika auk leikritahöf- Það er rússneskt ár hjá Leikfé- lagi Akureyrar, enda af ýmsu að taka úr þeirri átt fyrir leikhús, sem hefur á að skipa hæfu og áhugasömu fólki. Ljóst er, að ekki er unnt að sniðganga Nikolaj Gog- ol, þegar kynna á rússneskar leikbókmenntir. Hann var þegar á skólaárunum nefndur dularfulli drengurinn. Og enn þann dag í dag eru skapgerð hans og ritverk talin ærið leyndardómsfull og ber mönnum engan veginn saman um, hvernig hann skal metinn. Flestir samtímamenn hans litu á hann sem raunsæisskáld, sem miskunn- arlaust svipti hulunni af ástand- inu í Rússlandi keisaratímans. Af þeim skilningi spratt fram hið sérstæða rússneska raunsæi. Eg hygg að sýning sú, sem hér er um fjallað, beri fremur svip vestræns skilnings á skáldinu. Er annars að vænta? Frelsisöfl sameinast Kawalpindi, 3. maí. Al’. SJÖ afganskar frelsissveitir til- kynntu í dag, að þær hefóu samein- azt í eina breiðfylkingu er hefði það að markmiði að koma sovézka inn- rásarhernum burt af afgönsku landi og að stofna islamskt lýðveldi í Afg- anistan. „Við munum aldrei gefast upp fyrir Rússum," sagði Abdur Rab Rasul Sayaf, forseti frelsisfylk- ingarinnar, „ef þörf gerist, mun- um við berjast til síðasta blóð- dropa." Afganskar frelsissveitir hafa hingað til ekki lotið einni stjórn, heldur verið margar misjafnlega fjölmennar sveitir skyldmenna. Gerðar hafa verið margar árang- urslausar tilraunir til að sameina frelsisöflin undir eina stjórn. Fróðir menn spá því að þessi síð- asta tilraun sé líklegri til að heppnast en þær fyrri, þar sem frelsisöflin hafa kosið sér leiðtoga. Sayaf sagði rúmlega 200 þúsund vopnaða uppreisnarmenn undir sinni stjórn. Höfuðstöðvar sam- takanna verða í Pesmawar í Pak- istan. Að sögn diplómata hafa átök blossað upp að nýju eftir vetr- arhlé. Hefði komið til átaka upp á síðkastið í Kabúl og næsta ná- grenni, einnig við Kandahar, sem sögð er hafa verið jöfnuð við jörðu að hálfu leyti. Einnig hefðu frels- issveitir gert hverja árásina af annarri á Bagram-flugvöllinn, þann stærsta í Afganistan, og eyðilagt þar að minnsta kosti 25 MiG-orrustuþotur og 13 þyrlur á síðustu vikum. t Útför OR. KRISTINS GUOMUNDSSONAR, fyrrverandi sendíherra, Grettisgötu 96, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 11. maí kl. 15.00. Vilhjálmur Arnarson, Brynhildur Björnsdóttir, Anni Hedemark. Svartlist Gunnlaugs Asgeirssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson Kornungur maður, er stundað hefur nám í grafik-deild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Gunnlaugur Ásgeirsson að nafni, heldur um þessar mundir sína fyrstu sýningu, sem er til húsa í Nýja galleriinu að Laugavegi 12. Meginhluti myndanna á sýn- ingunni samanstendur af krít- arteikningum, en einnig eru þar nokkrar málmgrafíkmyndir og tvær myndir í lit. í myndum Gunnlaugs kemur greinilega fram, að hann er enn á frum- þroskabraut í myndlist og í ljósi þess verður að viðurkennast, að hann er full snemma á ferðinni með sjálfstæða sýningu. Gunn- laugur getur teiknað laglegar myndir og hann er ennþá mest sannfærandi í þeim myndum er hann teiknar blátt áfram eftir ákveðnum fyrirmyndum eins og t.d. í teikningunum „Agga“ (1) og „Sjálfsmynd" (2). Einkum er sjálfsmyndin kröftug í útfærslu. Myndir hins frjálsa hugar- flugs eru ennþá ekki nægilega sannfærandi í tjákrafti sínum jafnframt því sem að átök við efniviðinn eru í máttlausara lagi. Helst staðnæmist maður við myndir svo sem „Undrun Venusar" (10) og „I túninu heirna" (11) en báðar eru þær myndir ágætlega erótískar og um leið upplifaðri í útfærslu. Litmyndirnar „Alt for Dam- erne“ (21) og „Alt for Herrene" (22) minna um sumt á nýbylgj- una í málaralist en eru ekki nægilega sannfærandi — lausar í sér, bæði í formi og lit. I heild er þetta ekki frumraun mikilla átaka en laglega farið að hlutunum og í ljósi þess er engu hægt að spá um framtíðina — en hinni ungu listspíru fylgja bestu óskir þess er hér ritar. „piS iYÖ' alW ' ORKUBÓT LÍKAMSRÆKT í tilefni íslandsmeistaramótsins í vaxtarrækt, sunnudaginn 9. maí, gefst öllum tækifæri til að kynnast líkamsrækt í ORKUBÓT. Þá verða líkamsræktarstöðvar ORKUBÓTAR aö Brautarholti 22 og Gensásvegi 7, opnar almenningi til sýnis frá kl. 10—18. Þar verður starfsemin kynnt og starfsmenn ORKUBOTAR svara fyrirspurnum um líkamsrækt og það sem henni fylgir. Notið þetta gullna tækifæri að kynnast líkams- rækt í ró og næði. Það kostar ekkert aö koma. BRAUTARHOLT 22 SÍMI: 15888 GRENSÁSVEGUR7 Sími: 39488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.