Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Hugsjónamaður horfist í augu við veruleikann I»egar Grikkir leiddu Andreas Papandreu upp í forsætisráðherrastólinn í októbermánuði síóast- liönum, héldu margir utan Grikklands niðri í sér andanum. Sú utanríkisstefna, sem Papandreu boðaði óspart í kosningabaráttunni, þó einkum og sér í lagi framan af, að hann ætlaði að fara með Grikki úr Atlantshafsbandalaginu og Efnahags- bandalagi Evrópu, vakti víða ugg og kvíða. Innan Grikklands gegndi öðru máli. ímargar vikur voru menn í einhvers konar upphöfnu sæluástandi og PASOK-menn, jafnt sem hófsamir stuðningsmenn Nýdemókrataflokksins, fögnuöu svo ákaft, að ýmsir álitu að Grikkland stefndi í áttina til eins flokks stjórnar um langa framtíð, eða jafnvel eins manns stjórnar. Töluverð ástæða var fyrir þessum hugrenningum, ekki sízt má rekja þær til fram- komu Papandreus í margmenni, hann hefur til að bera persónutöfra og sannfæringarkraft í mál- flutningi, sem fáir stjórnmálamenn í Evrópu eru gæddir í jafn ríkum mæli. En þó að Papandreu sé fjálgur og mælskur hugsjónamaður, er hann líka yfirvegaður menntamaður með mikla yfirsýn yfir málefni Grikklands og hann hefur ágæta skipu- lagsgáfu. Og það hefur einnig komið á óvart, að hann hefur ekki haldið aftur af þeim ráðherrum og áhrifamönnum PASOKS sem hafa látið að sér kveða, til að vera einn í sviðsljósinu, eins og marg- ir spáðu. texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIK Þegar að kosningunum kom, þóttust sérfræðingar merkja á ýmsu, að Papandreu væri að draga í land varðandi aðildina að Atl- antshafsbandalaginu og Efna- hagsbandalagi Evrópu. Enda voru það ekki þessi mál, sem landar hans hlustuðu mest eftir og hann var áreiðanlega ekki kjörinn með þeim glæsibrag sem atkvæðatöiur sýndu, vegna þess að hann lofaði Grikkjum að fara úr þessum bandalögum. Það eru önnur og nærtækari og áþreifanlegri mál, sem brenna á löndum hans. Vegna dugleysis eða getuleysis stjórnar Nýdemókrata undir forystu Georges Rallis var brýnna en orð fá lýst, að úrbætur yrðu gerðar í skóla-, heilbrigðis- og atvinnumál- um og gert átak í umfepðar- og mengunarmálum stórborga, eink- um þó Aþenu. Papandreu lofaði hreytingu og það slagorð féll í frjó- an jarðveg. Þegar ég var í Grikk- landi rétt fyrir kosningarnar í haust, kom það einnig berlega fram í samtölum við fólk, að það hafði mestan áhuga á umbótum í þessum málefnum. Þegar spurt var um Atiantshafsbandalagið eða Efnahagsbandalagið, ypptu menn öxlum og gáfu lítið út á það. Pap- andreu ræddi þau mál meira við erlenda blaðamenn en á kosninga- ferðalögum og við gríska frétta- menn. Nú að iiðnu tæplega hálfu ári af stjórnartíma Papandreus er fróð- legt að skyggnast um og íhuga, hvort einhver teikn eru á lofti, sem benda til breytinga. Erlendir hlaðamenn eru hrifnir af dugnaði og útsjónarsemi þeirra manna, sem Papandreu hefur val- ið sér til liðs og einkum og sér í lagi hefur Apostolos Lazaris, ráð- herra samræmingar (efnahags og stjórnunar) vakið athygli. Hann hefur skörulega framkomu og þykir fljótur að sjá kjarna máls í hverjum hlut. Fjármálaráðherr- ann Manolis Drettakis hefur einn- ig vakið tiltrú fólks og talað tæpi- tungulaust og það hefur mælzt vel fyrir eftir hina losaralegu stjórn undanfarinna ára. Síðan Pap- andreu komst til valda, hefur verðlagseftirlit verið hert mjög, svo og sett á eftirlit með flutn- ingafyrirtækjum, skipasmíða- stöðvum og peningastofnunum, án þess þó að um þjóðnýtingu sé þarna að ræða. í fyrsta fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar kom fram, að tekjuskattur láglauna- fólks verður lækkaður, en aftur á móti verður skattstiga breytt, m.a. til að koma í veg fyrir skattaíviln- anir sem stórfyrirtæki hafa notið. Þó svo að veruleg skattalækkun verði á tekjum láglaunafólks. munu þessar skattstigabreytingar hafa í för með sér að tekjur ríkis- ins af sköttum aukast um alit að 46,1%. Til varnarmála hafa runn- ið 22 prósent og hækkar sú tala í 27 nú. I fjárlögum kom einnig fram, að Grikkland fékk 145 millj- ónir dollara úr sjóðum Efnahags- bandalags Evrópu á árinu 1981 og sú áherzla sem lögð er á það atriði bendir ekki til þess að stefnt sé að skjótri brottför úr bandalaginu. í viðtali við Financial Times fyrir nokkru var Papandreu spurður þessarar spurningar beint og hann svaraði meðal annars því til, að með samningaviðræðum við for- svarsmenn Efnahagsbandalagsins síðustu mánuði hefði komið fram, að þeir skildu sérvandamál Grikklands og virtust tilbúnir að koma til móts við þessar sérþarfir Grikkja. Það gerði aftur að verk- um, að „við munum geta lifað af innan Efnahagsbandalagsins". Sannarlega má af þessu ráða, að Papandreu uni því bara ljómandi vel að vera kyrr. Hann bætti því við, að það yrði auk þess mjög flókið og kostnaðarsamt, ef ætti að taka upp viðræður um að endurskoða aðild Grikkja að EBE og sér væri til efs, að það væri mest aðkallandi verkefni nú. Svo aftur sé vikið að fjárlögum Grikkja, má benda á, að til félags- mála verður varið 107,4 milljörð- um drakma, sem eru 17,2 prósent heildargjalda og til fræðsiu- og menntamála hækka framlög um tuttugu prósent frá fyrra ári. Verðbólga í Grikklandi er nú um 25 prósent og þar er verulegt at- vinnuleysi. Auk þessara vanda- mála kemur og til annað sem skiptir marga sköpum, en það er hallarekstur smáfyrirtækja og eru skiptar skoðanir um hversu miklu skuli varið til að hlúa að þeim. Og á meðan hinn gríski borgari bíður átekta og er reiðubúinn að taka þátt í að efla hag Grikklands, velta erlendir stjórnmálafræð- ingar fyrir sér, hvernig Papandreu ætli að snúa sér í málefnum Atl- antshafsbandalagsins, eftir stór- yrðin áður og fyrrum. Hafi nokkur velkzt í vafa, mun sá sami þó vær.tanlega hafa séð eftir að við- talið bi*tist við hann í Financial Times, og áður er nefnt, að það verður líklega meiri bið á því að Grikkir fari úr NATO en að breyt- ingar verði í innanlandsmálunum. Blaðamaður Financial Times minnti Papandreu í þessu viðtali á að fyrir fjórum árum hefði hann fullyrt, að hann myndi umsvifa- laust draga Grikki úr NATO, þeg- ar og ef hann kæmist i valdastól. Hvað hygðist hann nú gera í mál- inu? Papandreu sagði þá m.a.: „Ég geri mjög afdráttarlausan grein- armun milli þeirra grundvallar- hugmynda, sem PASOK-hreyfing- in byggir á og ég er í forsvari fyrir, og fyrirliggjandi stefnu sem ríkisstjórnin fylgir og hefur ákveðið raunsæi að leiðarljósi. Sem sósíalísk hreyfing hneigist PASOK að détente og afvopnun og við erum ekki reiðubúin að sam- þykkja sem óumbreytanlega fram- tíðarsýn, að tvö hernaðarbanda- lög, Varsjárbandalagið og Atl- antshafsbandalagið skipti milli sín heiminum. En kjarni málsins alls eru hagsmunir grísku þjóðar- heildarinnar. Þá munum við setja ofar hagsmunum Atlantshafs- bandalagins, ef til kemur. Við verðum því að leggja fyrir okkur þá spurningu og svara henni síð- an, hvort Atlantshafsbandalagið dugi til að tryggja öryggi okkar. Grikkir hafa ekki orðið varir við neina ógnun úr norðurátt, nema síður sé. Samskipti okkar við Atl- antshafsbandalagið verða því Frá Syntagma Margaret Pap- andreu forsætisráð- herrafrú er vinsæl með Grikkjum og hefur komið víða fram síðan maður hennar tók við for- sætisráðherrastarf. Hér skemmta þær sér dátt saman, hún og menntamálaráð- herrann Melina Mercouri. Lazaris hefur sagt, að þau fyrir- tæki, sem þurfa aðeins á nýjum tækjabúnaði að halda til að geta fleytt sér áfram, skuli styrkt, þ.e. með hagstæðum lánum og fleiru, en hann telur ýmis vandkvæði á að öll litlu og miðlungsstóru fjöl- skyldufyrirtækin verði reist við. En Grikkir bíða nú sæmilega rólegir eftir því að sjá, hvernig stjórninni verður ágengt í þeim umbótum innanlands, sem var heitið í kosningabaráttunni. Þó svo að þolinmæði og umburðar- lyndi sé ekki beinlínis þjóðarein- kenni þar um slóðir, gera menn sér grein fyrir því, að ekki verður breyting á öllu í einu vetfangi. En meðan Papandreu nýtur áfram jafn mikilla persónuvinsælda og óskoraðs trausts, svo og þeir menn sem hann hefur í kringum sig, sýnir hinn almenni Grikki biðlund enn um hríð. ákveðin með hliðsjón af því, hvað þjónar hagsmunum grísku þjóðar- innar. Ég fæ ekki séð, hvernig það getur verið okkur til hagsbóta að Atlantshafsbandalagið búi Tyrki vopnum, þvi að það hlýtur að grafa undan stöðugleika og auka hættu á átökum." „Þýðir þetta, að áframhaldandi aðild Grikkja að Atlantshafs- bandalaginu sé undir því komin, hvernig bandalagið leysir þetta vandamál?" spurði blaðamaðurinn og fékk svarið: „Ég ímynda mér það.“ „Þýðir þetta já eða nei,“ spurði blaðamaðurinn og svarið var: „Ég ímynda mér það.“ Það mætti kannski ætla, að Papandreu hefði verið nýkominn frá Delfi, þegar hann veitti viðtal- ið. En kannski er ástæðan ein- faldlega sú, að hugsjónamaðurinn Papandreu er farinn að horfast í augu við veruleikann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.