Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 5 I>ankar á sunnudagskvöldi kl. 19.25: „Að breyta sverðum í plóga“ — Um friðarskilning, friðarumræður og friðarstarf Á dagskrá hljóðvarps kl. 19.25 er þátturinn Þankar á sunnu- dagskvöldi. Umsjón: Önundur Björnsson og Gunnar Krist- jánsson. „Að breyta sverðum í plóga". í þessum síðasta þætti er rætt við herra Pétur Sigurgeirs- son biskup og séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Gunnar Kristjánsson sagði: — Við munum segja frá þeirri frið- arumræðu sem fer fram innan kirknanna víðs vegar um heim- inn, innan alþjóðlegra kirkju- samtaka, bæði á Vesturlöndum og í austantjaldslöndum, og þeirri viðleitni sem kirkjan hef- ur í frammi til að flytja boðskap friðar. Titillinn á þessum þætti, „Að breyta sverðum í plóga", er tekinn úr Jesaja-bók Gamla testamentisins. Við veltum að- eins fyrir okkur friðarskilningi spámannanna og friðarskilningi Nýja testamentisins. Þá ræðum við við biskup íslands, herra Pét- Herra Pétur Sigurgeirsson ur Sigurgeirsson, og hann segir okkur frá því hvað er á döfinni hjá íslensku kirkjunni og einnig í samstarfi við Norðurlanda- kirkjurnar. Loks verður rætt við formann utanríkisnefndar kirkj- Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir unnar, séra Auði Eir Vil- hjálmsdóttur og hún segir frá því samstarfi sem íslenska kirkj- an hefur við kirkjur víðs vegar um heiminn gegnum þátttöku í alþjóðlegum kirkjusamtökum. Utvarpsgudsþjónusta kl. 11.00: Pólskur prestur pred- ikar í Grensáskirkju Á DAGSKRÁ hljóðvarps kl. 11.00 er útvarpsmessa í Safnaðarheimili Grensássóknar. Dr. Zdizslaw Pawlik, framkvæmdastjóri Samkirkjuráðs mótmælendakirkna í Póllandi (Pol- ish Eeumenical Council), predikar. Séra I lalldór Gröndal þjónar fyrir altari og túlkar ræðuna. Organisti er Ámi Arinbjarnarson. Sr. Pawlik hefur verið aðaltengi- liður Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, Alþýðusambands Islands og kaþólsku kirkjunnar á íslandi varðandi dreifingu á íslenzku hjálpargögnunum í Póllandi. Sr. Zdizlaw Pawlik Á dagskrá sjónvarps kl. 20.45 er ný heimildarmynd og heitir hún Á sjúkrahúsi. Umsjónarmaöur og stjórn- andi er Maríanna Friðjónsdóttir. Þessi mynd er tekin á Landspítalanum sem er einhver fjölmennasti vinnu- staður landsins. Fylgst er með sjúklingi frá því að hann veikist og þar til meðferð lýkur og má segja, að þar með séu flestir þættir starfseminnar skoðaðir. Skipulag dreifingarinnar hefur verið í hans höndum. Hann hefur látið þau orð falla við fulltrúa ís- lendinga, sem fóru til Póllands, að íslenzka aðstoðin skipti afar miklu máli og einnig væri mikils metinn sá hugur sem að baki byggi. Samkirkjuráðið pólska hefur ná- ið samstarf við aðra hjálparaðila í Póllandi og fer það starf fyrst og fremst fram í samræmingar- og skipulagsnefnd. Sr. Pawlik er full- trúi Samkirkjuráðsins í nefndinni. I þessari nefnd er hjálparstarfið skipulagt með það fyrir augum að hjálpin dreifist jafnt um landið og berist þangað sem neyðin er stærst. Kl. 22.35 leikur og syngur í sjónvarpssal hljómsveit frá Kanaríeyjum, Mary Sanch- es y Los Bandama. Hljómsveitin flytur lög frá átthögum sínum. Kl. 14.00 hefst í hljóð- varpi þátturinn Dagskrárstjóri í klukkustund og er það Björg Einarsdóttir sem að þessu sinni heldur um stjórnvöl- inn og ræður dagskránni. Hefurðu heyrt um Noröurlanda þær eru svo sannarlega T/ll ■ ■■*>■■ allrarathygliverðar! Já, það hefur verið ósvikin stemmning í rútuferðunum okkar um Norðurlöndin síðustu árin og í sumar aukum við enn á fjöl- breytnina og efnum til þriggja bráð- óddyrra leiguflugsferða á Þránd- heim, Bergen og Tromsö. Um leið getum við boðið upp á hag- stætt verð fyrir rútuferðir um Noreg, Svíþjóð og Finnland og rétt er að minna einnig á þá fjölmörgu möguleika sem bjóðast t.d. á sjálf- stæðri leigu sumarhúsa og annars sliks á kyrrlátum og fallegum stöðum. Heimsóknir til vina og kunningja eru tilvaldar og gagn- kvæma leiguflugið opnar stórkost- lega ódýra leið til skemmtilegra ferða til frændþjóðanna. Þrándheimur 17. júní - 27. júní - örfá sæti laus 9. júlí - 25. júlí - örfá sæti laus Verð frá kr. 2.420 Rútuferð 9.-25. júlí kr. 9.700 Innifalið í rútuferð: Flug, rútuferð, gisting m/morgunverði í Noregi og Svíþjóð, gisting m/1/2 fæði í Finnlandi, akstur til og frá flugveUi erlendis og íslensk fararstjórn. M.a. er komið til höfuðborganna þriggja Osló, Stokkhólms, Helsinki og víðar. Kynnt u t>érþ >st^ega stórlro Yerðtilb Unarflu etta Verð fy Troni kr. 7 30 ar t.d 785 gta Bergen 23.-30. júlí Verð frá kf. 2.420 Tromsö 26. júní -11. júlí 6 sæti laus Verð frá kf. 2.420 Verð miðað við flug og gengi 18. jan. ‘82 Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.