Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 1
96 SIÐUR 99. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Glemp aðvarar æsku Póllands \ arsjá, 8. maí. AF. JOZEF GLEMP erkibiskup pólsku kirkjunnar, hvatti æsku landsins til þess ad halda sig heima við um helgina svo henni yrði ekki att út í ofbeldi á götum úti af fólki með „steinhjörtu". Viðvörun Glemps er birt daginn fyrir hátíðarhöld í minningu upp- gjafar nazista á „sigurdaginn", en búist er við að tækifærið verði notað til andófs gegn herstjórninni. Jafnframt er orðrómur á kreiki um að Samstaða minnist fimm mán- aða herlaga á miðvikudag og fimmtudag með mótmælasamkom- um í Varsjá og öðrum borgum. Óttast er að uppþot brjótist út, eins og á mánudag, er mótmælafundi lauk með uppþoti í Varsjá og a.m.k. 12 borgum öðrum. Einnig hefur Billy Graham í Moskvu: „Guð á að dæma okkur öll“ eftir Mo-skvu, 8. júni. AP. Billy Graham trúboði sagði að „Guð ætti eftir að dæma okkur öll“ ef trúarleiðtogar tækju ekki saman höndum til að afstýra „kjarnorku- slysi". Graham er kominn til Moskvu til fundar trúarleiðtoga, sem andvígir eru beitingu kjarn- orkuvopna, og er talið að Rússar muni notfæra sér veru hans og annarra trúarleiðtoga í áróðurs- skyni fyrir hervæðingarstefnu sína. Graham átti í morgun viðræð- ur við Georgy Arbatov, einn helzta sérfræðing Sovétmanna í bandarískum málefnum. Hann fyrirhugaði einnig fundi með leiðtogum sovézku rétttrúnað- arkirkjunnar og heimsóknir í kirkjur þeirra. Þá mun hann prédika í einu kirkju baptista í Moskvu á sunnudagsmorgun, og að því búnu í dómkirkju rússn- eskra rétttrúnaðarkirkjunnar. Samstaða boðað til 15 mínútna verk- falls í verksmiðjum 13. maí. Kaþólskir biskupar fordæmdu uppþotin er þeir hittust í Czestoch- owa, en hvatningarorð Glemps nú virðast miðuð við að róa æsku lands- ins, sem sögð er í uppnámi eftir linnulausar árásir í fjölmiðlum her- stjórnarinnar. Herstjórnin hefur hótað að brjóta öll mótmæli á bak aftur og leysa upp mótmælasam- komur. Þúsundir manna yfirgáfu heimili sín í útborginni Ursus í Varsjá í gærkvöldi og leiddust hönd í hönd um götur hverfisins í mótmælaskyni við „staðreyndafölsun" og „lyga- fréttir" í sjónvarpi. Sjónarvottar sögðu lögreglu ekki hafa reynt að stöðva gönguna. Eftir samskonar mótmæli í Swidnik fyrr á árinu, var útgöngubann sett eftir klukkan sjö á kvöldin, en þá hefjast sjónvarps- fréttir. Argentínskir hermenn á flugvellinum í Port Stanley eftir loftárásir Breta. Gígar til hægri og vinstri. Myndin var birt á föstudag í Buenos Aires, en þess var ekki getið hvenær hún var tekin. simamynd ap. Vaxandi yangaveltur brezka landgöngu um Iaondon, 8. maí. AF. SÉRFRÆÐINGAR leiddu getum að þvi í dag, laugardag, að brezkir her- menn mundu ganga á land á Falk- landseyjum eftir nokkra daga og The Times sagði í forystugrein að brezka ríkisstjórnin hefði veitt heim- ild til árása á stöðvar á meginlandi Argentinu. Það styður þessar vangaveltur að Bretar hafa fært stríðssvæði sitt upp að 12 mílna landhelgi Argent- ínu og munu efla flotalið sitt með 20 Sea Harrier-orrustuþotum, fjór- um tundurspillum og Nimrod- ratsjárflugvélum. Skip og flugvélar meira en 12 mílur frá ströndum Argentínu verða skoðuð fjandsam- leg. Argentínumenn kalla útfærslu Reykjarmökkur stígur upp frá flugvellinum i Port Ntanley eftir loftárás Breta. stríðssvæðisins nýja árásaraðgerð í mótmælum til Öryggisráðsins. The Times segir að áfram hafi verið unnið að undirbúningi land- göngu meðan diplómatískar aðgerð- ir hafi farið fram og ráðherrum írakar reyna að stöðva sókn Irana í Khuzistan Beirút, 8. maí. AF. ÍRASKAR ÞYRLUR vopnaðar eldflaugum gerðu í dag. laugardag, hverja árásina á fætur annarri til þess að hrinda allsherjarárás Irana i olíuhéraðinu Khuzistan og i Bagdad er sagt að íraskar hersveitir hafí „umkringt óvinaher- mennina og útrýmt þúsundum þeirra* Seinna sögðu Iranir að þeir hefðu „frelsað" tvo bæi, Hamid og Hoveizeh, og dregið fána Khomeini trúarleiðtoga að húni. (Hoveizeh er 30 km suðvestur af samgöngumið- stöðinni Susangered efst í Khuzist- an, 25 km austan landamæra írak. Bærinn er við enda 50 km vegar sem liggur austur til höfuðborgar Khuzistan, Ahvaz, þaðan sem íran- ir gerðu sóknina. Hamid er 40 km suðaustur af Ahvaz við 112 km þjóðveg frá Ahvaz til Khorram- shahr.) íranir segja að herlið þeirra hafi sótt að landamærum íraks í gær, föstudag, í fyrsta skipti síðan Persaflóastríðið hófst fyrir 19 mánuðum og treyst stöðu sína í dag, laugardag, í úthverfum hafn- arborgarinnar Khorramshahr. Útvarpsstöðvar stríðsaðilja segja að aðalvígstöðvarnar séu um 120 km norður af Persaflóa (640 km suðvestur af Teheran, 580 km suð- austur af Bagdad). Víglínan er 483 km löng og liggur frá vesturhálendi íran í rótum Zagros-fjalla suður til Khuzistan. Níu dagar eru síðan íranir hófu stórsókn sína til að ná aftur Khuz- istan og hún hefur leitt til ein- hverra hörðustu bardaga sem hafa geisað síðan Persaflóastríðið brauzt út 22. sept. 1980. Irakar segja að íranski sóknar- herinn hafi verið umkringdur á suðurvígstöðvunum í dögun og óvinunum hafi verið útrýmt þegar íraskar fallbyssuþyrlur eyðilögðu 42 íranska skriðdreka. íranir héldu því fram að þeir hefðu sótt yfir allar helztu varnar- línur íraka í Khuzistan og að hundruð óvinahermanna hefðu gef- izt upp þegar herlið þeirra þrengdi að Khorramshahr við norðurenda Shatt-al-Arab-sundsins. íranir ætla að setjast um Khorr- amshar og skera sundur aðflutn- ingsleiðir íraska hersins í Khuzist- an samkvæmt opinberum tilkynn- ingum. Iranir segjast hafa „frelsað" 300 ferkílómetra lands í Khuzistan í öðrum kafla sóknarinnar til viðbót- ar 800 km í fyrsta hluta sóknarinn- ar. Straumhvörf hafa orðið í stríð- inu með vorsókn írana og þeir segj- ast alls hafa endurheimt 2.000 fer- kílómetra lands í Khuzistan síðan í marz. írakar lögðu undir sig um 20.000 ferkílómetra í Khuzistan og Vest- ur-íran á fyrstu vikum Persaflóa- stríðsins. hafi verið tilkynnt að yfirmaður flota Breta við Falklandseyjar búist við að geta sent menn úr land- gönguliðinu á land á mánudag — þótt þar með sé ekki sagt að land- gangan fari fram þá. Embættismenn í Washington hafa látið í ljós „töluverðar áhyggj- ur“ vegna útfærslu stríðssvæðisins þar sem það geti haft í för með sér nýjar hernaðaraðgerðir Breta. Reagan forseti sagði frétta- mönnum: „Ég er áhyggjufullur, að sjálfsögðu. Eg vil ekki að ofbeldi brjótist aftur út.“ Eftir útfærslu stríðssvæðisins er það um 544 km frá næstu flota- og flugstöð Argentínumanna og það nær meðfram allri argentínsku strandlengjunni, sem er 2.400 km. Argentínska utanríkisráðuneytið segir að Bretar hafi gert allt Suð- ur-Atlantshaf að bannsvæði, en heimild í ráðuneytinu sagði að þeir þyrftu „a.m.k. þrjá flota“ til að framfylgja banninu. Þær 20 Sea Harrier-þotur, sem sendar verða til stríðssvæðisins, eru vopnaðar Sidewinder-eld- flaugum. Tundurspillarnir fjórir, sem verða sendir, eru búnir Sea Wolf-gagneldflaugum, sem geta skotið niður vopn eins og frönsku Exocet-flaugina er grandaði Shef- field. Nimrod-ratsjárflugvélarnar munu hafa bækistöð á Ascension- eyju, 5.680 km norðaustur af Falk- landseyjum, og þeim verður breytt þannig að þær geti tekið eldsneyti í lofti. Francis Pym utanríkisráðherra sagði á föstudagskvöld að þótt frið- artilraun Perúmanna hefði farið út um þúfur stefndu Bretar enn að friðsamlegri lausn deilunnar fyrir milligöngu SÞ. í Washington er sagt að í athug- un sé beiðni frá brezku ríkisstjórn- inni um bandarískar eldsneytis- flugvélar. Á það er lögð áherzla að engin ákvörðun hafi verið tekin og á það bent að erfitt verði að fá þessa beiðni samþykkta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.