Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 „Mig langar ad reyna fyrir mér erlendis“ Rætt við Agúst Baldursson sem stundar nám í kvikmyndagerð í Bandaríkjunum Ágúst Baldursson heitir ungur maöur sem nú stundar nám í kvik- myndagerð í Bandaríkjunum. Hann kom hingað heim fyrir nokkru í frí, en heldur utan að nýju er líður á sumarið. Blm. ræddi við Ágúst á dögunum og spurði hann fyrst hvert upphafið hefði verið að áhuga hans á þessu sviði. Ég ætlaði mér alltaf að verða arkítekt eða verkfræðingur og eyddi miklum tíma í að teikna hús í gegnum árin, en var þess utan haldinn mikiili bíódellu. Svo var það í mái 1978 að hingað kom kvik- myndagerðarfólk frá BBC til að taka upp þættina „Ut í óvissuna" þar sem Ragn- heiður Steindórsdóttir fór með eitt af að- alhlutverkunum. Ég fékk dálítið starf hjá Bretunum og þvældist með þeim um allt land þetta vor og fékk geysilegan áhuga á kvikmyndagerð og Englend- ingarnir gáfu mér upp nöfn á skólum í Englandi og ég var harðákveðinn í að fara þangað eftir stúdentspróf frá Versló. Svo gerðist það árið 1980 að hingað til lands kemur fólk frá 20th Century Fox- kvikmyndafélaginu bandaríska og hyggst taka hér myndina „Quest for Fire“ (Leitin að eldinum) og ég fékk starf í sambandi við undirbúning þess í gegn- um Gísla Gestsson í nokkrar vikur, en svo fór það fyrir lítið vegna leikaraverk- falls í Bandaríkjunum. En áður en svo fór hafði ég þó náð að ræða nokkuð við kvikmyndagerðarmennina um nám á því sviði og ákvað í framhaldi af því að halda til Bandaríkjanna til að iæra þar og sótti um skólavist og aflaði mér upplýsinga. Sigurjón Sighvatsson, sem nemur kvikmyndagerð í Kaliforníu, benti mér fljótlega á Rochester Institute of Technology og ég sótti um þar m.a.“ Otrúlega hröð þróun „Það var hins vegar ekki fyrr en seint og um síðir sem svör bárust frá skólun- um og þannig var að daginn áður en ég hélt utan til náms við University of Col- umbia sl. haust, þá kom loks jákvætt svar frá Rochester-skóianum, svo ég hélt þangað, þar eð sá skóli er talinn standa mjög framarlega hvað varðar tæknilega hlið kvikmyndagerðar. Þar að auki er einnig við þann skóla fjallað töluvert um myndbandatækni hvers konar og gerð sjónvarpsefnis auk kvikmynda." — Hefurðu fengist mikið við kvik- myndagerð sjálfur? „Ég eignaðist átta millimetra kvik- myndatökuvél haustið 1978 og var dálítið að fást við að búa til myndir, en það gekk aldrei almennilega upp hjá mér. Ég var með alltof stórar hugmyndir fyrir þessa vél. Þá vann ég við að taka upp efni á myndbönd um eins árs skeið. Það var góð reynsla. Myndbandatæknin hefur ýmsa kosti fram yfir kvikmyndina, en þó held ég ekki að hún muni taka við af henni alfar- ið, heldur verði fremur um að ræða ein- hvers konar samþættingu þessara að- ferða. Þannig eru til dæmis í notkun núna vestra kvikmyndatökuvélar sem taka líka upp á myndband, til að unnt sé að sjá strax árangur tökunnar, en þurfa ekki að bíða lengi eftir framköllun á filmunni. En vissulega eru líka gerðar góðar myndir einvörðungu á myndbönd. Þróunin á þessu sviði er ótrúlega hröð. Kennarar mínir ytra tala um að það sem við séum að læra í dag geti orðið úrelt þegar við útskrifumst, ef ekki löngu fyrr.“ Fimm ára nám — Hvað er þetta langt nám? „Þetta eru svona um það bil fimm ár. Ef allt gengur að óskum fæ ég BA-próf eftir tvö ár og síðan ætti ég að öðlast MA-gráðu eftir tvö ár þar á eftir. Það sem gerir þetta dálítið strembið, er hvað þetta er dýrt nám. Ég hef sótt um náms- lán og það mun geta numið mest 3000 dollurum á ári, en skólavistin þarna úti kostar nærri 10.000 dollara á ári. Það er því eins gott að halda vel á spöðunum." — Hvernig fer kennslan fram? „Námið er tvíþætt. Annars vegar er Ágúst Baldursson á gangi í Miðbænum. (Ljósm. Mhl. KAX) horft á kvikmyndir frá ýmsum tímum og af ólíkum gerðum og síðan fjallað um þær, oft í smáatriðum, en hins vegar gera nemendur svo myndir einir eða með öðrum. Það eru þá 8 og 16 mm myndir eða myndabútar. Til dæmis um fyrr- nefnda þáttinn get ég nefnt að ég skrif- aði einu sinni tólf blaðsíðna ritgerð um tveggja mínútna langan kafla í Hitch- cock-myndinni „Psycho". Þetta voru tvö morðatriði. Hvað varðar sjálfa kvikmyndagerðina þá verður maður sjálfur að kosta slíkt og það er töluvert dýrt. Kostar allt að 300 dollara að gera eina mynd. En aðstaða er góð og ókeypis sem og tækjakosturinn. Kennaraliðið í Rochester er líka mjög gott. Sem dæmi um tækjakost skólans get ég nefnt að hann rekur eigin sjón- varpsstöð." Læra sem allra mest — Hvert stefnirðu í framtíðinni? „Ég hef takmarkaðan áhuga á að starfa hér á landi, fyrst um sinn alla- vega. Mig langar meira að reyna fyrir mér erlendis. En auðvitað kemur maður hingað fyrr eða síðar. Það er jú mikil gróska í kvikmyndagerð hér núna og hún á eflaust eftir að verða enn meiri. Hvað sem öðru líður vil ég byrja á því að læra sem allra mest.“ — Er llollywood ennþá miðstöð kvik- myndaiðnaðarins í sama mæli og áður var? „Nei, ekki er það nú alveg. Kvikmynda- gerðin í Bandaríkjunum hefur verið að færast mikið yfir á austurströndina, til New York, á síðustu árum. Fólk er orðið dálítið leitt á þessum eilífu Kaliforníu- pálmum. Fyrir nokkrum árum var það talið til tíðinda að meiriháttar kvik- myndir væru teknar í New York. í því sambandi má geta þess að Woody Allen tekur til dæmis allar sínar myndir í New York.“ — Hefurðu séð einhverjar góðar kvik- myndir nýlega? „Já, ég sá einhverja bestu mynd sem ég hef séð skömmu áður en ég kom heim núna. Það er vestur-þýska myndin „Das Boot“, sem lýsir lífinu um borð í þýskum kafbáti í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta er stórbrotin og áhrifamikil mynd, öld- ungis frábærlega vel gerð. Þá get ég nefnt áströlsku myndina „Gallipoli" og svo „Quest for Fire“ sem átti að taka hér. Hún er mjög góð.“ — Hvaða álit hefur þú á hingaðkomu erlendra kvikmyndagerðarmanna? „Ég tel hana jákvæða, en þó finnst mér ekki að við eigum að selja landið okkar sem ódýrt leiksvið fyrir hvern sem er. Það á að taka gjald af þessum útlending- um og láta féð renna í sjóð til styrktar íslenskri kvikmyndagerð. Við verðum að hlúa að henni meira en nú er gert. Hún á mikla framtíð fyrir sér.“ SIB Þakka hjartanlega öllum þeim er minntust mín á sjötugsafmœli mínu þann 16. apríl sl. I Stórkostleg verðlækkun Ásdís Káradóttir Farið á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu á Spáni á japönskum þorsknetum frá Momoi fishing net Mfg. Ca. í staö áður kynntrar 5% verölækk- unar <í nýútsendum verölista) lækkar veröiö á Momoi-netum I um C3. 18%. Danske Sportsrejser mun í samvinnu viö Tjæreborg hefja 14 daga feröir til Costa del Sol í júní. Verö D.Kr. 4.735. — Allt innifaliö. Fariö frá Kastrup/Kaupmannahöfn. Dvaliö á 1. flokks hótelum á ströndinni. Fullt fæöi. 3 leikir á íþrótta- leikvanginum í Málaga innifaliö. Biöjiö um upplýsingar hjá: Danske Sportsrejser, MARCO „r Mýrargötu 26, | síma 13480 — 15953. Broder Poulsen, Eli Christensensvej 6, DK-7430 Ikast. Sími 07-151760 og 06-962212.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.