Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 39 arlíf frá því á 19. öld og kannski lengur. Þar höfðu orðið miklar framfarir í búskap og byggingum. Heimavistarskólinn á Flúðum, sem Ingimar tók við stjórn á, var með þeim fyrstu sinnar tegundar í landinu. Leikstarfsemi og söng- mennt hafði lengi staðið þar með blóma. Á Landsmóti UMFÍ að Laugarvatni 1965 flutti Umf. Hrunamanna sögulegan þátt um Áshildarmýrarsamþykktina eftir sr. Sigurð í Holti. Sýning þessi fór fram úti, í dýrðlegu verði, og tókst með miklum ágætum. Þótt liðin væru tæp 30 ár frá því Ingimar hvarf frá Flúðum, var hann samt fenginn til að taka að sér eitt stærsta hlutverkið í leik þessum og fórst það með afbrigðum vel. Við ýmis tækifæri var Ingimar kallaður austur að Flúðum við gagnkvæma ánægju. Flutti þar oft snilldarræður, lítt undirbúinn, en yljaði fólkinu jafnan um hjarta- rætur. Sama gerðist á Eyrarbakka. Hann var oft kallaður þangað við ýmis tækifæri og jafnan mikill aufúsugestur. Hin síðari ár kom hann af og til á samkomur fyrir eldri borgara. Flutti þar ýmsar frásagnir og endurminningar, tal- aði við gamla fólkið af mikilli andagift og átti allan hug þess. Lengi starfaði hann einnig í Eyr- bekkingafélaginu í Reykjavík. Þar kunni hann vel við sig meðal gam- alla nemenda og vina. Enn vil ég geta tveggja atriða, sem bera manngildi og tryggð Ingimars fagurt vitni. Á seinni ár- um gerði hann mikið af því að skrifa greinar um látna samtíð- armenn, sem voru honum hug- stæðir. Blaðagreinar þessar myndu fylla stóra bók, ef þær væru teknar saman. Þær voru frábærlega vel og smekklega skrifaðar og því ágætar samtíð- arheimildir. Eru mér margar af þessum greinum Ingimars mjög minnisstæðar og mun svo um ýmsa aðra. Þarna liggur eftir hann mikið starf og vel unnið. Þegar náinn vinur og sam- starfsmaður Ingimars, Aðalsteinn Sigmundsson kennari, drukknaði 16. apríl 1943, aðeins 45 ára að aldri, og varð öllum harmdauði er hann þekktu, stofnaði UMFÍ minningarsjóð um Aðalstein, sem hafði það hlutverk að styrkja efni- lega félagsmenn til náms. Margir gáfu í sjóð þennan í upphafi, en verðbólgan hefur leikið hann grátt, sem marga aðra sjóði, svo minna hefur orðið úr störfum, en til var ætlast. Ingimar hefur verið formaður sjóðsstjórnar frá upp- hafi og borið hag sjóðsins mjög fyrir brjósti, enda var honum minningin um Aðalstein dýrmæt og kær. Hann hefur eflt sjóðinn með minningargjöfum um fjölda samferðamanna sinna og nánustu vandamanna. Þetta ber óeigin- girni og trygglyndi hans gott vitni. Eyrarbakki var fagurt nafn í huga Ingimars og rætur hans sterkar við þann stað. Þar hóf hann lífsstarf sitt, í félagi við af- burða kennara, sem lengi mun halda nafni hans á lofti. En fyrst og fremst var bjart um Eyrar- bakka í huga Ingimars, því þar kynntist hann konu sinni, Sól- veigu Guðmundsdóttur frá Stóru- Háeyri, glæsilegri og elskulegri konu, sem var honum hjartfólginn lífsförunautur í tæp 50 ár. Á Eyr- arbakka fæðast þrjú elstu börnin hans: Sigríður, Sólveig og Guð- mundur og það fjórða, Ásgerður, fyrsta veturinn hans á Flúðum. Öll börnin hans hafa veitt honum mikla lífshamingju, svo og börn þeirra, sem eru 21 að tölu. Ég hygg að við sem áttum því láni að fagna að alast upp á Eyr- arbakka og vera þar í barnaskóla ekki máli, hvort hún vann fyrir sjálfa sig eða aðra. Hún var mjög heilsuhraust mestan hluta ævi sinnar og þrek hennar óvenjumik- ið, svo margir karlmenn hefðu mátt þakka fyrir að hafa aðra eins krafta i kögglum, eigi að síður gat hún innt af hendi hin fíngerðustu störf, svo sem útsaum, hekl og prjón. Hún eignaðist prjónavél á SÍRum fyrstu búskaparárum og drýgði tekjur heimilisins með því að prjóna fyrir aðra, slík atvinnu- tæki voru sjaldgæf í þá daga. Mikið yndi hafði hún af öllum jarðargróðri og heimili sitt prýddi hún með fögrum blómum. Þá átti hún við hús sitt fallegan skrúð- garð, sem hún hirti með ná- kvæmni og í þessuir. garði undi hun mörgum stundum. Þangað flutti hún sjaldgæfar plöntur, hlúði að þeim og kom til þroska. Steinunn naut virðingar og vinsemdar allra er henni kynnt- ust. Hún reyndi eftir bestu getu að leysa vanda þeirra er til hennar leituðu og ekki síst barnanna. Hún var ekki með blíðmælgi á vörum, hafði ákveðnar skoðanir á málum og sagði jafnan meiningu sína við hvern sem í hlut átti. Skylduliði sínu var hún ástrík og umhyggju- söm og jafnan reiðubúin að rétta hjálparhönd, ef á þurfti að halda. Eftir að Steinunn fluttist úr sínu eigin húsi, var hún um tíma hjá Hrefnu, dóttur sinni, en síð- ustu árin dvaldi hún á elliheimil- inu á Blönduósi og var hún þá hætt að fylgjast með umsvifum þessa heims. Þar lést hún 6. apríl sl. Útför hennar fór frarn frá Hólaneskirkio. ivíargir fylgdu her.m síðasta spölinn. Hún trúði því, að þegar hennar jarðneska lífi lyki myndi hún hitta fyrir ástvini sína, sem á undan voru farnir. Ég vil kveðja hana með ósk um að trú hennar hafi ræst. Jón Benediktsson, Höfnum. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga: Heildarveltan 238 milljónir á síðasta ári og jókst um rúm 60% KAUPFÉLAG Austur-Skaftfellinga hélt aðalfund sinn sunnudaginn 2. maí síðastliðinn. Stjórnarformaður félagsins, Birnir Bjarnason og kaupfélags- stjórinn, Hermann Hansson, fluttu skýrslur um hag og rekstur félagsins á síðastliðnu ári. I máli þeirra kom fram, að heildarvelta félagsins var á síðast- liðnu ári 238.190.000 krónur og hafði aukizt um rúm 60% frá ár- inu 1980. Tekjuafgangur til ráð- stöfunar á aðalfundi var 3.487.000 krónur, eftir afskriftir eigna krón- ur 7.487.000, en fjármunamyndun í rekstrinum varð 5.394.000 krónur. Framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða á vegum félagsins nam 110 milljónum króna og hafði aukizt um 66,6% frá árinu 1980. Samtals var móttekið hráefni til fisk- vinnslu 15.672 lestir og hefur aldrei verið meira í sögu félagsins. Mikil aukning varð í framleiðslu saltfisks og skreiðar, en fram- leiðsla frystra afurða um það bil sú sama og árið 1980. Vörusala verzlana félagsins nam 69 milljón- um og jókst frá fyrra ári um 57%. í sláturhúsum félagsins var slátr- að 33.714 kindum og innvegið mjólkurmagn í mjólkursamlag þess nam tæplega 1,6 milljónum lítra. Heildar launagreiðslur námu 34,7 milljónum króna og að meðaltali voru 377 manns á launa- skrá. Aðalfundurinn samþykkti að út- hluta 627.000 krónum af tekjuaf- gangi í stofnsjóð félagsmanna og 260.000 til ýmissa menningar- og líknarmála. Tveir stjórnarmenn, Birnir Bjarnason, Höfn, og Þrúðmar Sigurðsson, Miðfelli, höfðu lokið kjörtíma sínum og voru þeir báðir endurkjörnir. á áratugnum 1919—1929, munum minnast kennaranna okkar með sérstöku þakklæti og virðingu ævina út. Og þótt hópurinn hafi grisjast með árunum, gleymast ekki gamlar velgjörðir. Þegar Ingimar varð 90 ára þann 13. nóv. sl. beitti einn af hinum trygglyndu nemendum hans, Lárus Blöndal bóksali í Reykjavík, sér fyrir fjár- söfnun meðal gamalla nemenda af Eyrarbakka, en jafnframt bættust í hópinn margir aðrir vinir og samferðamenn Ingimars, til kaupa á bresku alfræðiorðabók- inni, Encyclopædia Britannica, handa barnaskólanum á Eyrar- bakka í tilefni af 90 ára afmæli Ingimars. Var vel til fundið að slíkur minnisvarði skyldi reistur um Ingimar á þeim stað. Var þetta gert í fullu samráði við hann og honum til mikillar gleði. Er það von okkar allra, sem að þessu stóðum, að skólanum sé að þessu nokkur fengur. Aldamótamenn er fagurt orð, sem borið hefur birtu í líf síðari kynslóða og mun gera enn um hríð. Að lokinni útför Ingimars hitti ég einn af aldamótamönnun- um, merkismanninn Helga á Hrafnkelsstöðum. Hann gaukaði að mér þessari vísu, sam hann sagði að Ingimar hefði fengið senda á 80 ára afmæli sínu: „Ævi langa Ingimar ödrum fremur búinn var, edliskostum í.slenskrar. aldamotakynsloÁar." Helgi taldi vísuna bæði vel gerða og sannmæli. Tek ég undir það. Það var birta og fegurð vorsins yfir útför Ingimars, eins og öllu lífi hans og störfum. Sr. Eiríkur J. Eiríksson, fyrrv. prófastur á Þing- völlum og einn af nemendum hans, flutti veglega minningar- ræðu og jarðsöng. Mikið fjölmenni mætti við útförina, svo sjaldgæft er þegar í hlut á maður, sem kom- inn var á þennan aldur. Sýndi það Ijóslega, hver ítök hann átti í hug- um samferðamanna sinna. Hygg ég að sá mannfjöldi, ásamt mörg- um öðrum, sem Ingimar þekktu, taki undir með norska stórskáld- inu og segi: „Þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir." Dan. Ágústínusson Fjáröflunar- dagur Hraunprýði á þriðjudag Slysavarnadeildin „Hraun- prýði", Hafnarfirði, heldur sinn árlega fjáröflunardag þriðjudag- inn 11. mai. Kaffisala verður í húsi félagsins að Hjallahrauni 9, - og Snekkjunni frá kl. 15.00 til 22.00. Konur, sem hugsa sér að gefa kökur, komi þeim í húsið fyrir há- degi. Þá er vinnuhópum bent á að panta fyrir hádegi. Merki deildarinnar verða seld að venju og fer afhending þeirra fram í Bæjarbíói kl. 9.00. 1 Innréttíng i Ascona Berlina 2 Mœlaborð með amp-hlta eyðslu og snuningshraðamœlum 3 Ascona 4 dyra Berlina Hafir þú aldrei sezt undir stýri d þessum bíl, fœrð þú líklega aldrei skilið hvaða kostir fylgja skynsamlegri hönnun. í Ascona erm.a.: Glœsilegl óklœðí á sœtum og góllteppi í viðeigandi lit. 2ja hraða rúðuþurkur með biðtíma, 3ja hraða hitablásari, teppalögð farangursgeymsla. halogen aðalljós. litað öryggisgler. kvartsklukka, viðvörunarljós fyrir aðalljós. rúðuþurka/sprauta á afturrúðu í 5 áyra bílnum. sportfelgur. sérstaklega styrk íjöðrun fyrir islenzka vegi o.m.fl. ^ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN) Sími38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.