Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Gárur á fulum polli Leiklist Bolli Gústafsson í Laufási Leikfélag Akureyrar KFTIRLITSMAÐURINN eftir N.V. Gogol. I'ýðing: Sigurður Grímsson. Leikgerð: Guðrún Ásmundsdóttir, Ásdís Skúladóttir, Jón Iljartarson. Leikmynd og búningar: Ivan Török. Lýsing: David Walters. Leikhljóð og tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikstjórar: Guðrún Ásmundsdóttir, Ásdís Skúladóttir. Ukrainska skáldið, Nikolaj Wasiljevitsj Gogol (1809—52) hafði allt frá skólaárum í Niezhin þráð að vinna sigur á leiksviði. Líkt og HC Andersen reyndi hann fyrst að leika, en með jafn dapur- lega lélegum árangri. Hins vegar var hann gæddur frábærum frá- sagnarhæfileikum, líkt og danska ævintýraskáldið, og honum lét fágætlega vel að lesa upp. Áheyr- endur veltust oft um af hlátri, þegar hann las. Furðu lostinn horfði hann þunglyndislegum aug- um á viðbrögð þeirra, þegar lætin keyrðu úr hófi fram og alvara ádeilunnar virtist fara fyrir ofan garð eða neðan. En það var raunar með gamanleiknum, Eftirlits- manninum, sem honum tókst að ieggja leiksviðið undir sig og heilla áhorfendur eða reita þá til reiði. Með snillingstökum beitti Gogol þar ævagömlum leikhúss- brögðum: klaufalegum misgripum og misskilningi, og þar sem skúrk- urinn hagnýtti sér út í æsar glám- skyggni þess fávísa og granda- lausa. Höfundurinn bjó nú gam- alkunnum brögðum leikritaskálda stað í sannrússnesku umhverfi sveitaþorpsins. Með þessum þjóð- lega gamanleik rættist sú lang- þráða ósk hans, að geta stemmt stigu við stríðum straumi erlendra leikrita, sem um þær mundir kaf- færðu rússnesk leikhús. Með nokkrum rétti má halda því fram, að Eftirlitsmaðurinn hafi nú gegnt líku hlutverki í rússneskum leikhúsheimi og Skugga-Sveinn Matthíasar Jochumssonar hér á landi á ofanverðri 19. öld, þótt fleiri agnúar séu óneitanlega á Sveini. En Skugga-Sveinn hratt eigi að síður af stað þjóðlegri, ís- lenskri leikritun. Smábær Gogols sýnir hið víð- lenda, rússneska keisaraveldi í hnotskurn. Þar heldur ofsafeng- inn og ruddalegur bæjarstjóri öll- um ibúum í heljargreipum með fulltingi nokkurra spiiltra emb- ættismanna. Yfirborð þessa for- arpolls, þar sem sóttkveikjur last- anna tímgast hratt, gárast skyndilega. Sá orðrómur kemst á kreik, að von sé á keisaralegum eftirlitsmanni frá Péturborg, til þess að kanna stjórnsýslu í bæn- um. Þegar bæjarstjórinn er að skeggræða þessar uggvænlegu fréttir við lagsbræður sína, berst honum til eyrna, að dularfullur ferðamaður hafi búið um sig á besta gistihúsi staðarins. Kviknar þá sú hugmynd, að þar sé kominn eftirlitsmaðurinn óttalegi og hyggist hann koma þeim í opna skjöldu. Þar meö færist fjör í leik- inn. Þeim, sem kynna sér leikritið, blandast varla hugur um, að það er fágætlega vel upp byggt, svo þar finnast ekki á misfellur. Frá- bærar skapgerðarlýsingar persón- anna eru gerðar af ósvikinni list og á það ekki síður við um auka- persónur. Beinskeytt og hnittin samtöl, frjó hugkvæmni í fárán- legum atriðum og síðast en ekki síst leikandi hraði atburðarásar gera þennan gamanleik að ein- stæðu verki. Finnist einhverjum hér of sterkt að orði kveðið, þá ber þess að gæta, að þeir höfundar eru ófáir, sem hafa farið í smiðju til Gogols og því fyrirfinnst mýgrút- ur af stælingum á þessum gam- anleik. Þegar þetta er haft í huga, þá sýnist mér sú umgerð, sem bætt er við verkið á sýningu LA öldungis óþörf. Þar með er ekki sagt, að hún sé ólaglega gerð af þeim leik- urunum, Jóni Hjartarsyni, Guð- rúnu Ásmundsdóttur og Ádsísi Skúladótttur. Þau þræða þá stefnu, sem um þessar mundir á miklum vinsældum að fagna í leikhúsum hér, að minna áhorf- endur á það, hvar þeir eru staddir 0g á rætur að rekja til hrifningar á Bertolt Brecht. Við sitjum og fylgjumst með uppsetningu leik- stjóra og höfundar á Eftirlits- manninum í gjaldþrota leikhúsi. Þeir tvímenningar, sem eru prýði- lega leiknir af Marinó Þorsteins- syni og Theodór Júlíussyni, gera okkur grein fyrir því, að verkið eigi erindi við leikhúsgesti á Ak- ureyri. I eðli sínu er verk Gogols þannig, að þess gerist alls engin þörf, nema þá helst að athygli sé vakin á því, að ekki sé búið nógu vel að Leikfélaginu, sem Gogol minnist ekki á af skiljanlegum ástæðum. Og engin hætta er á því, að einhver persónanna veki þá samúð, að það rugli mat áhorfand- ans á boðskap verksins og tilgangi þess. Hins vegar er í viðaukanum ekki lögð nein áhersla á, að hér er verið að flytja sögulegt listaverk, sem hafði mikil áhrif í rússnesku þjóðfélagi, þegar það var frum- sýnt í Pétursborg í apríl 1836. Þá vakti það mikla furðu, að Nikulaj I. keisari, sem hvorki hafði orð á sér fyrir frjálslyndi í skoðunum eða þroskaðan bókmenntasmekk, skyldi telja það sérlega hollt fyrir þegna sína, að sjá þennan gaman- leik. Áhorfendur skiptust í tvo andstæða hópa, nákvæmlega eins og löngu síðar varð, þegar rithöf- undurinn, Solsjenitsyn, klauf menn í andstæðar fylkingar í Ráð- stjórnarríkjunum með markvísum ádeiluverkum. Munurinn varð sá helstúr, að þeir rauðu keisarar nútímans hafa reynst miklu meiri afturhalds- og grimmdarseggir, en Nikolaj I. Á dögum Gogols hróp- uðu þeir afturhaldssömu í reiði: — Þetta er rógur, heimskulegur skrípaleikur, hættulegur áróður —, en þeir frjálslyndu: — Þarna birtist sannleikurinn um ástandið í Rússlandi. Á þessi atriði er vert að leggja áherslu, þegar leikritið er sýnt hér við nyrsta haf, og jafn- framt þá mikilvægu staðreynd, að Gogol hefur túlkað rússnesk þjóð- areinkenni af meiri snilld en aðrir höfundar. Kemur það glögglega fram í Eftirlitsmanninum, en þó af mestri fjölbreytni í skáldsög- unni, Dauðum sálum. Það fer heldur ekki á milli mála, að tak- mark Gogols er að fletta ofan af illsku og svikum, en boða ráð- vendni og fagurt mannlíf. Sá boðskapur á erindi við allar þjóðir á öllum tímum og þess vegna er sá viðauki eða umbúðir, sem bætt er við sýninguna á Akureyri með öllu óþarfur og síst til bóta. Sú árátta nútímamanna, að hræra upp í listaverkum löngu látinna snill- inga, er hvimleið og lýsir vanmati á þroska þeirra, er eiga að njóta, og jafnframt á gildi góðra lista- verka. Öðru máli gegnir um það, þegar leikhúsmenn færast það vandaverk í fang, að sviðsetja langar skáldsögur. Þar getur rammi sem þessi reynst nauðsyn- legur, til þess að sýningin fari ekki úr böndum. Seíí1. betur fer, þá nær þessi heimatilbúni rammi UíTl Eft- irlitsmanninn ekki til loka, því endir leikritsins er með þeim hætti, að talinn var til viðburða í leiklistarsögunni. Er bréf blekk- ingameistarans hefur verið lesið yfir bæjarstjóranum og fylgifisk- um hans, þá birtist eftirlitsmað- urinn skyndilega, áður en þeir geta hreyft mótmælum. Þegar ljósin dofna á sviðinu eða tjaldið er dregið hægt fyrir, standa þessir afhjúpuðu aular eins og steingerv- ingar til hliðar. Sú mikla þögn er talin með áhrifaríkustu leikslok- um, sem nokkur höfundur hafði þá búið verkum sínum. Þessi endir nýtur sín vel á sýningu LA og því tek ég það fram, að sem betur fer hafi viðaukinn ekki náð aftur fyrir hann, enda snjallræði að láta þeirri spurningu ósvarað, hvort leikhús tvímenninganna réttir aftur við. Mikil alúð hefur verið lögð við þessa sýningu á Eftirlitsmannin- um og val í hlutverk yfirleitt tek- ist með ágætum. Sérstök ástæða er til þess að fjölyrða um frammistöðu Þráins Karlssonar í hlutverki bæjarstjór- ans. Fer þar bæði saman prýðilegt gerfi og leikur. Persónur Gogols hafa orðið ýmsum myndlistar- mönnum hugstæðar, enda kom hann sér upp óvenjulega litríku persónusafni. Rússneski málarinn, Boklevski, gerði t.d. frábærar kar- ekatúrmyndir af persónum í skáldsögunni, Dauðum sálum. Vel hefði sú mynd, sem Þráinn birtir okkur af ruddanum, Anton Ant- onovitsj, sómt sér í þeirri mynd- röð og ekki skorið sig úr. „Það er líka staðreynd, að til eru einkenni- lega mörg andlit í veröldinni, sem náttúran hefur ekki verið að nostra við. Hún hefur hvorki not- að þjöl, rennibor eða önnur fín- gerð tól, þegar hún lauk við smíði þeirra, heldur hefur hún beitt öx- inni og látið höggin dynja fremur af kappi en forsjá. Eftir eitt högg var nefið fullskapað, eftir annað munurinn, hún holaði augnatótt- irnar með stórum bor, lét síðan piltinn fara, án þess að hefla burtu ójöfnurnar og sagði við sjálfa sig: „Það er þó allténd líf í honum!" Þannig hefst lýsing Gog- ols á birninum, Sobakjevitsj óðalsbónda, en mynd hans kom mér í hug, þegar Þráinn stikaði urr. sviðið eins og þurs. Öll svip- brigði voru í fyllsta samrácír.i við gerfið, en það leiðir hugann að vel unnu verki Ivan Töröks, sem hannaði leikmyndir og búninga. Aðal leiks Þráins er hversu jafn hann er frá upphafi til enda, ör- uggur og sannur. Gestur Jónasson leikur eftirlitsmanninn, Ivan Al- exandrovitsj Hlestakov, af mikilli fimi og gýnir enn, að hæfileikar Ivan Alcxandrovitsj Hlestakov (Gestur E. Jónasson) og Anton Antonovitsj (Þráinn Karlsson). Fullkomid öryggi fyrír þá sem þú elskar firestone hjólbardar hjálpa þér ad vemda þína Firestone S-211 radial-hjólbarðar upp- fylla ströngustu kröfur sem gerðar eru. Þeir eru sérstaklega hannaðir til aksturs á malarvegum. Þeir grípa mjög vel við erfiðar aðstæður og auka stórlega öryggi þitt og þinna í umferðinni. firesfone Fullkomið öryggi • alls staðar NýBaröi Borgartúni 24 - Sími 16240 Ríkisstjórnir Norður- landa harma átök við Falklandseyjar RÍKISSTJÓRNIR Norðurlanda hafa í dag orðið sammála um eftir- farandi yfirlýsingu, sem birt verður í höfuðborgum þessara landa í dag og jafnframt afhent framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York og fastanefndum allra aöildarríkja samtakanna, að því er segir í frétta- tilkynningu frá utanríkisráðuneyt- inu: „Ríkisstjórnir Norðurlanda, Danmerkur, Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar, lýsa yfir þungUm áhyggjum af mjög alvar- legri þróun deilunnar um Falk- landseyjar/Malvinaseyjar milli Bretlands og Argentínu. Þær harma mjög að átökin skuli hafa kostað mannslíf og valdið íbúum eyjanna þjáningum. Ríkisstjórnir Norðurlanda styðja heilshugar ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 502 frá 3. apríl 1982 og skora á deiluaðila að fara eftir ákvæðum þessarar ályktunar. Þær lýsa einnig yfir óskoruðum stuðningi við tilraunir fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna til að finna lausn á deiiunni í samræmi við grundvallarreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna." Gangstéttarbiðskýli: Samþykkt aö láta útboð fara fram BORGAKSTJORN samþykkti með 8 samhljóða atkvæðum á fundi sínum sl fimmtudag, að fela Innkaupastofnun Keykjavíkurhorgar að láta fara fram útboð á smíði gangstéttarbiðskýla. Hér er um 10 biðskýli að ræða og fræðings. Á fundinum kom fram, að eru þau í samræmi við teikningu áætlaður kostnaður við biðskýlin er Birnu Björnsdóttur innanhússarki- um 300.000 krónur. tekts og Gunnars Torfasonar verk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.