Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 47 þegar hann verður viðstaddur einhverja tónleikana eða horfir á balletsýningu á skjánum. Úr mörgu að velja Þótt fjárhagsáætlunin sé enn ókunn, það sanna er að kostnað- ur mun fara yfir 600 milljón pæs- eta. Hvað sem því líður er hug- mynd Saporta sú að fjár verði aflað með sölu aðgöngumiða og sölu sýningarréttar til að sjón- varpa tónleikum og öðrum sýn- ingaratriðum. í hverri borg þar sem keppni mun fara fram (14 talsins) verða listaatriði á dagskrá. Erlendir listamenn munu koma fram í Madrid og Barcelona og verður öllu efni sjónvarpað. Meðal þátttakenda skal nefna Klassíska þjóðarballet Antonios, Klassíska balletinn V. Ullate, Sinfóníuhljómsveit Spánar, Filharmóníuhljómsveitina í Len- ingrad, spænskar óperettur, óperuna Porgy and Bess, Kon- unglegu Filharmóníuhljómsveit Lundúnaborgar, óperuna Sam- son og Dalila, The Rolling Ston- es, Julio Iglesias o.fl. o.fl. o.fl. Helstu íþróttaviðburðir (fyrir utan knattspyrnu auðvitað) verða keppni í tennis milli Borg og Connors, frjálsar íþróttir, veðreiðar, mótorhjólakeppni, körfuboltaleikur milli Spánar og Bandaríkjanna og kapparnir Severiano Ballesteros og Jack Nicklaus munu mæta með kylfur sínar á golfvellinum. Glæsileg dagskrá, ekki satt? Það er varla hægt að ætlast til meira. Þetta átti nú fyrst og fremst að vera heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu ... Kolfinna Framboðs- listi sjálf- stæðismanna í Ólafsvík FRAMBOÐSLISTI Sjálf- stæðisflokksins til sveitar- stjórnarkosninga í Ólafsvík: 1. Kristófer Þorleifsson, hér- aðslæknir, 2. Helgi Kristjáns- son, skrifstofumaður, 3. Kol- finna Haraldsdóttir, húsmóðir, 4. Björn Arnaldsson, sjómaður, 5. Óttar Guðlaugsson, skip- stjóri, 6. Halla Eyjólfsdóttir, húsmóðir, 7. Sigurður Haralds- son, útgerðarmaður, 8. Jónas Kristófersson, smiður, 9. ívar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri, 10. Snorri Böðvarsson, rafveitustjóri, 11. Karl V. Karlsson, matsmaður, 12. Hjálmtýr Ágústsson, verk- smiðjustjóri, 13. Margrét Vigfúsdóttir, húsmóðir, 14. Bjarni Ólafsson, símstöðv- arstjóri. Til sýslunefndar: 1. Ólafur Kristjánsson, yfirverk- stjóri, 2. Soffía Þorgrímsdóttir, kennari. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: „Sagan af Adele H.“ — Sönn mynd um sögu annarrar dóttur Victor Hugos, sem hljópst á brott með enskum lautinanti Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir kvikmyndina „Sag- an af Adele H.“ eftir Francois Truff- aut í Regnboganum, sal E, miðviku- daginn 12. mai og miðvikudaginn 19. maí. Myndin er með enskum texta og er aðgangur ókeypis, en sýn- ingarnar hefjast kl. 20.30 biða dag- ana. „Sagan af Adele H.“ fjallar á sannsögulegan hátt um sam- nefnda dóttur Victors Hugo, sem varð ástfanginn af enskum lautin- ant þegar Hugo-fjölskyldan bjó í útlegð í Guernsey í Ermarsund- inu. Þegar að því kom að lautin- antinn hafði lokið þjónustuskyldu sinni í eynni, hljópst Adele á brott með honum og fór hún huldu höfði í níu ár. Þegar fjölskyldan loks hafði upp á henni var hún brjáluð. Með hlutverk Adele fer Isabelle Adjani, en í virðingarskyni við Hitchcock hinn sáluga birtist Truffaut lítillega í myndinni. Kvikmyndin er að sögn listræn, rómantísk en átakanleg ástarsaga. Isabelle Adjani lifir sig inn í hlut- verkið og túlkar Adele Hugo á eft- irminnilegan hátt. Úr kvikmyndinni „Sagan af Adele H.“, sem á sannsögulegan hitt fjallar um samnefnda dóttur Victor Hugo. Dóttirin hljópst á brott með enskum lautin- ant þegar fjölskyldan var í útlegð í Guernsey. Með aðalhlutverkið í mynd- inni, hlutverk Adele, fer Isabelle Adjani. V j>»: i ' Yy. : 1 • • « > : sS*!r, . ævintýraferð til Norður-Ameríku flokks langferðarbifreið AÐEINS 3 FERÐIR 4. júní, 9. júlí og 6. ágúst. • V%»*fV • \ . &•&*• •ty.~ : . 4 : > •• Við heimsækjum: 16 fylki í Bandaríkjunum 2 fylki í Kanada 10 stórborgir Heimssýninguna 1982 íTennessee. Við sjáum: Stórskipasiglingar á St. Lawrence-fljóti Tóbaksekrur Suöurríkjanna Sólbakaða Atlantshafsströndina Hjólabátana á Mississippi-fljóti Við förum: í frægustu háhýsi í heimi: Sears-bygginguna í Chicago CN-turninn í Toronto World Trade Center í New York Við skoðum fræg söfn: Smithsonian-safniö í Washington Metropolitan-safniö í New York Museum of Industrial Science í Chicago Ford-bílasafniö í Detroit Indíánasafnið í Cherokee, N-Carolina Sérlega vel skipulögö hringferð, en ekki of erfið. íslenzkur fararstjóri allan tímann. .sr?i •*.•.• v •í-.v.* &"* * 4.V iv.* «!J •>£.•• «• :M \V v»* ‘ :••.*. SSÍ- • .f.v »••.* #:;'v I iMf*-; • ••* Tí * : N : . - : ; : •' : f Ferðaskrifstofan Reykjavík: Austurstræti 17. Sími 26611. Akureyri: Kaupvangsstræti 4. $$ Sími 22911. :4UV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.