Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Lokahítíð ferðaskrifstofunnar Útaýnar i liðnum vetri var haldin í veitingahésinu Broadway á föstudagskvöldið. Þar fór fram val á ungfrú Útsýn 1982 og var Elísabet Björnsdóttir fyrir valinu. Þi voru valdar stúlkur hinna ýmsu dvalarstaða Útsýnar. Á mynd Emilíu eru verðlaunastúlkur Útsýnar isamt Ingólfi Guðbrandssyni, forstjóra Útsýnar. Aftari röð fri vinstri: Anna Karen Sverrisdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Jónína Kristjinsdóttir, Ingólfur Guðbrandsson, Þuríður Steinarsdóttir, Bergljót Ylva Hjaltested, Jóhanna Guðmundsdóttir, Sigríður Þóra Magnúsdóttir. Fremri röð: María Sigurðardóttir, Elísabet Björnsdóttir, Inga Bryndís Jónsdóttir, ungfrú Útsýn 1981, Hendrikka Waage og Hildur Hauksdóttir. Aðalfundur ISNO: Laxarækt í Lónum í Kelduhverfi aukin — Rætt um byggingu 8 þúsund tonna laxeldisstöövar á Reykjanesi HELSTU forustumenn AS Mowi í Bergen, sem er samstarfsaðili Tungulax hf. i fiskirækt í hlutafélag- inu ISNO, sem i fiskeldisstöðina að Öxnalæk i Ölfusi og hefur rekið til- raunastarfsemi í Lónum í Keldu- hverfi, voru hérlendis í liðinni viku. Aðalfundur ÍSNO hf. var haldinn síðastliðinn fimmtudag, en AS Mowi, sem er að meirihluta til í eigu Norsk Hydro, á 45% í íslenzka fyrir- tækinu en Tungulax hf. 55%. Á fundinum var ákveðið að auka reksturinn í Lónum umfram það sem fyrirhugað hafði verið og verða nú sett í kvíaeldi 50 þúsund laxaseiði og í sumar verður 20 þús- und seiðum sleppt til hafbeitar, eins og gert var á síðastliðnu ári. Jafnframt verða verulegar fram- kvæmdir við hafnargerð, byggingu aðstöðuhúss og íbúðarhúss og gerðar víðtækar ráðstafanir til að ráða við ísrek, en á liðnum vetri urðu miklir erfiðleikar vegna ís- Opinber gjöld til bæjarfélagsins: Mun ódýrara að búa á Sel- tjarnarnesi en í Kópavogi fBÚAR Kópavogs greiða verulega hærri upphæðir í útsvar og fasteigna- Attu fótum fjör að launa ALVAKLEGT umferðarslys varð á Akranesi laust eftir klukkan 2 aðfara- nótt laugardagsins. Bifreið var ekið upp á Akratorg á mikillí ferð og hafnaði á minnisvarða um drukknaða sjómenn, sem stendur á miklu bjargi. Tveir menn sátu á bekk á Akra- torgi þegar þeir sáu bifreiðina stefna á sig á mikilli ferð. Enginn var sjáan- legur undir stýri bifreiðarinnar og greinilegt að ökumaður hafði enga stjórn á henni. Mennirnir gátu forð- að sér, en bifreiðin kastaðist upp á torgið og hafnaði á minnisvarðanum. Maður, sem í bifreiðinni var, slas- aðist alvarlega gjöld en íbúar Seltjarnarneskaup- staðar. Þessi mismunur getur numið um 8500 krónum skv. því sem kem- ur fram í „Seltirningi“, blaði sjálf- stæðLsmanna á Seltjarnarnesi. Á Sel- tjarnarnesi er meirihlutastjórn sjálf- stæðismanna i bæjarmálum en í Kópavogi er vinstri stjórn. „Seltirningur" tekur dæmi um hjón, sem höfðu í árstekjur á sl. ári um 360 þúsund krónur, sem samkvæmt upplýsingum endur- skoðenda munu vera góðar meðal- tekjur, þegar bæði hjón vinna úti. Þessi hjón búa í einbýlishúsi, sem að fasteignamati er metið á kr. 900.000. Þau borga í útsvar á Sel- tjarnarnesi kr. 36.200 en í Kópa- vogi 42.380. í fasteignagjöld borga þau á Seltjarnarnesi kr. 3.280 en í Kópavogi kr. 5.595. Samtals greiða hjónin í opinber gjöld til bæjarfé- lagsins á Seltjarnarnesi kr. 39.540 en í Kópavogi kr. 47.975. Þetta þýðir, að hjón með sömu tekjur, sem búa í sams konar húsnæði greiða kr. 8.435 meira í opinber gjöld í Kópavogi en á Seltjarnar- nesi. Á Seltjarnarnesi er útsvar 10,5% og fasteignagjöld 0,41%. í Kópavogi er útsvar 12,1% og fast- eignagjöld 0,55%. „Seltirningur" segir, að útreikningur þessi sé gerður af löggiltum endurskoð- anda. Jón Helgason, formaður Einingar, um niðurgreiðslur ríkisstjórnarinnar: „Vísitöluleikur fyr- ir þá er sízt skyldi“ „ÞESSAR niðurgreiðslur eru vísi- töluleikur og ég er ekki hrifinn af svona skyndiaðgerðum, enda hefur það sýnt sig að þetta er gert fyrir þá sem sizt skyldi," sagði Jón Helga- son, formaður Einingar á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið um niður- greiðslur ríkisstjórnarinnar á land- búnaðarafurðum. reks. Menn gera sér vonir um að framleiðsla á laxi verði allt að 150 tonn að tveimur árum liðnum auk endurheimtu á hafbeitarlaxi. Þá var enn rætt um hugsanlega byggingu laxeldisstöðvar á Reykjanesi og í stað þess að miða framleiðslu þar við þúsund tonn á ári, sem áður var áformað og áætlanir gerðar um, er rætt um þann möguleika að framleiða þar allt að 8 þúsund tonn af laxi á ári og hagnýta jarðhita til þess að hita sjó. Það mál er þó á algjöru byrjunarstigi. Lesendaþjónusta Morgunblaðsins: Davíð Oddsson svarar spurn- ingum um málefni Reykjavíkur MORGUNBLAÐIÐ mun fram að kjördegi, 22. maí næstkomandi, veita lesendum sinum þá þjónustu að koma spurningum þeirra um málefni Reykjavíkur og átakamál- in í borgarstjómarkosningunum á framfæri við Davíð Oddsson, efsta mann á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Keykjavík, en hann er jafnframt borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna. Lesendur geta hringt til rit- stjórnar Morgunblaðsins í síma 10100 milli klukkan 10 og 12 ár- degis, mánudag til föstudags, og verða svör Davíðs Oddssonar við spurningum þeirra birt skömmu eftir að þær berast. Þá má einn- ig senda spurningar í bréfi til ritstjórnar blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, ritstjórn Morgun- blaðsins, pósthólf 200, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er að nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. Akranes: Geir og Friðrik ræða stjórn- málaviðhorfin Ríkisstjórnin beiti sér þeg- ar fyrir viðræðum við Rússa — segir Matthías Bjarnason um karfaveiöar rússneska flotans MATTHÍAS Bjarnason alþingismað- ur gerði karfaveiðar rússneskra verksmiðjuskipa að umtalsefni á Al- þingi síðustu daga þingsins. Hann lýsti þeim ugg sem komið hefur fram meðal fiskifræðinga og almennings Spurt og svarað um garðyrkju Athygli er vakin á því, að lesendur geta haft samband við ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 á morgnana og komið á fram- færi fyrirspurnum um garð- yrkjumál. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra, til að svara spurning- um lesenda. vegna þessara veiða og skoraði á rík- isstjórnina að beita sér fyrir viðræð- um við Rússa af þessu tilefni. Mbl. ræddi við Matthías vegna málsins og fer viðtalið við hann hér á eftir: Matthías sagði í upphafi að við landið væru þrír karfastofnar. Tveir þeirra væru veiddir af ís- lendingum. Hann sagði annan þeirra djúpsjávarkarfa, sem fiski- fræðingar teldu að færi út á djúp til að gjóta. Sá þriðji héldi sig á mjög miklu dýpi. Þá sagði hann: „Aðrar þjóðir hafa veitt mikið af karfa utan 200 mílnanna og veiðar sovéska verksmiðjuflotans síðustu daga hafa vakið mikinn ugg, en okkur er ekki kunnugt um hvaða stofn þeir eru að veiða. Rannsókn- ir standa nú yfir á því, en við eig- um mjög góða vísindamenn á þessu sviði og vil ég þar sérstak- lega nefna dr. Jakob Magnússon sem allra manna mest veit um karfann. I þessu sambandi hef ég bent á að í ársbyrjun 1978 var gerður samningur milli Sovétríkjanna og íslands um stofnun samstarfs- nefndar um rannsóknir og nýtingu fiskistofnanna utan fiskveiðilög- sógunnar. Vitaskuld ráðum við nýtingunni innan 200 mílnanna og við höfum gengið allra þjóða lengst í fiskvernd og ætlumst því til að aðrar þjóðir í kringum okkur gæti fiskverndarsjónarmiða. Það er mín skoðun að ríkisstjórnin eigi þegar í stað að óska eftir fundi í þessari nefnd og þar eigi að reyna að fá skynsamlega samvinnu við fulltrúa þessarar þjóðar sem og annarra um veiðar á þessum slóð- um. Það má ekki ganga lengra en gert hefur verið." Laugar- nessókn LAUGARNENKIRKJA: Guðsþjón- usta í dag sunnudag kl. 14. Altaris- ganga. Að lokinni guðsþjónustu er svo kirkjukaffi á vegum Kvenfélags Laugarnessóknar. „Þeir sem hafa peningana," hélt Jón áfram, „geta fyllt frystikist- urnar, en stórum hluta launafólks kemur þetta ekki til góða, því það fólk hefur ekki peninga til að kaupa inn umfram nauðþurftir. Það virðist vera anzi mikil til- hneiging í þá átt að ríkisvaldið hafi áhrif á kaupgjaldið og fer lít- ið fyrir niðurtalningunni á öðrum leiðum, svo sem nauðsynjavörum almennt." GEIR Hallgrímsson og Friðrik Soph- usson munu ræða stjórnmálaviðhorf- ið í þinglok á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi á sunnudag. Fundurinn er öllum opinn og verða þar einnig almennar um- ræður. Hann verður í Sjálfstæð- ishúsinu við Heiðargerði 20 og hefst klukkan 14.30. Er þessi fund- ur þáttur í miklu vetrarstarfi sjálfstæðisfélaganna, sem nú er að Ijúka. Afmælis- klipping PÁLL Sigurðsson, hárskerameist- ari, klippir Nóbelskáldið fyrir átt- ræðisafmælið á rakarastofu Sig- urðar Ólafssonar i Eimskipafélags- húsinu, en sú gamalkunna rakara- stofa átti 75 ára afmæli fyrr á þessu ári. Páll hefur klippt Halldór Laxness síðustu fjörutíu árin og að jafnaði þrisvar í mánuði þegar skáldið hefur verið á landinu. Páll kveðst ekki hafa klippt nokkurn mann eins oft og Halldór og að samskipti þeirra hafi ævinlega ver- ið hin Ijúfustu ... (MorxuiibUS>H>/KÖE)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.