Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 48
r Síminn á afgreiöslunni er 83033 SUNNUDAGUR 9. MAl 1982 Ekki aðeins sundmennirnir sjálfir taka þátt í sundmótunum, greinilegt er að áhorfendur láta sitt ekki eftir liggja. Myndin er tekin þegar fram fór sundmót fimm grunnskóla í Breiðholtinu í sundlaug Fjölbrautaskólans. Ljósm. Emiiía. Laun þing- manna hækka frá 1. marz KJARADÓMUR ákvað 5. april sl. að þingfararkaup, laun þingmanna, hækki um 3,1% frá 1. marz sl., þ.e. úr 18.833 kr. í 19.422. Þá var og ákveðin hækkun á greiðslu húsnæðis- kostnaðar þingmanna, einnig á dval- ar- og ferðakostnaði frá og með 1. apríl. Að sögn Friðjóns Sigurðssonar skrifstofustjóra Alþingis hækkuðu laun þingmanna síðast 1. desember sl., þar áður 1. september. Kjaradómur ákveður kaup og kjör þingmanna. Að sögn Bene- dikts Blöndal sem sæti á í kjara- dómi eru laun þingmanna hækkuð í samræmi við almennar launa- hækkanir, eins og lög um kjaradóm kveða á um. Greiðsla húsnæðis- kostnaðar þingmanna er frá 1. apríl 3.500 kr. á mánuði, dvalar- kostnaður um þingtímann 90 kr. á dag, en dvalarkostnaður í kjör- dæmi 18.600 kr. miðað við árs- greiðslu. Þá ákvað kjaradómur að kostnaður við ferðalög í kjördæmi verði frá 1. apríl 1.200 kr. í Reykjavíkurkjördæmi, 2.150 kr. í Reykjaneskjördæmi og 3.525 kr. í öðrum kjördæmum. Benedikt Blöndal gat þess er Mbl. ræddi við hann, að um leið og kjaradómur ákvað þessa hækkun til þingmanna hefði einnig verið tekin ákvörðun um sömu prósentu- hækkun á laun forseta íslands, for- sætisráðherra og ríkisstjórnar og hæstaréttardómara. Skortur á hjúkrunarfræðingum á Borgarspítalanum: Yfirvinna jafngildir um 20 stöðum og 20—30 rúm auð „ÞAÐ ER MIKILL skortur á hjúkrunarfræðingum hér, og af þeim sökum eru milli 20 og 30 rúm á spítalanum ónotuð,“ sagði Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, í samtali við Mbl. „Þá er einnig mikil yfir- og aukavinna hjá hjúkrunarfræðingum hér, það er rétt,“ sagði Haukur ennfremur, „og án þess að ég hafi nákvæmt yfirlit yfir það má ætla að það samsvari um 20 stöðum hjúkrunarfræðinga." Eins og fram hefur komið í blað- inu er mikill skortur á hjúkrunar- fræðingum á landinu öllu. Telja þeir það stafa af lágum launum og af miklu vinnuáiagi og yfirvinnu. Til séu um 350 lærðir hjúkrunarfræð- ingar, sem ekki vinni þau störf er þeir hafa lært af þessum sökum. Haukur Benediktsson kvað það ekki nýja bólu að mikil yfirvinna væri í þessu starfi, og vissulega væri það bagalegt og fældi fólk frá, eink- um fjölskyldufólk. öll forföll og tímabundinn skortur á hjúkrunar- fræðingum væri því leystur með aukavinnu, og ígildi margra staða væru þannig til komin. Of mikið væri þó sagt, að heilar deildir Borg- arspítalans væru reknar á auka- vinnu, en síðustu mánuðir hefðu ver- ið afar erfiðir. Hann sagðist hins vegar ekki vera viss um að allur vandinn leystist við hærri laun. „Það er skortur á menntuðum hjúkrunar- fræðingum og svo hefur verið lengi, aukningunni á sjúkrarúmum hefur ekki verið mætt með fleiri útskrifuð- um hjúkrunarfræðingum. Ég held þvi að það sé vafasamt að þessi tala, um 350 manns er fengjust til vinnu, standist. Vissulega væri þó gleðilegt ef svo væri, það myndi einfalda lausn mála,“ sagði Haukur. „Með harðsperrur eftir dúndrandi dans í nótt“ „VIÐ SNÖRUÐUM netunum í land og héldum slúttið í gær- kvöldi, og það er ekki laust við að maður sé með harðsperrur eftir dúndrandi dans fram á rauða nótt, og ég held bara, að þetta sé í fyrsta skipti í vetur sem maður hefur svitnað,“ sagði Sigurjón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur, í samtali við Mbl. í gær, en þess má geta að Sigurjón er stakur reglumað- ur. í lok netavertíðar er hann aflahæstur yfir landið með 1187 tonn. Næsthæstur í Eyjum og sá þriðji yfir landið er Sigurður Georgsson á Suðurey frá Vest- mannaeyjum með 1140 tonn, en þeir telja þó báðir að vetrarver- tíðarlok séu ekki fyrr en 15. maí. Það taki því hins vegar ekki að fara á trollið í aflaleysinu. — segir Sigur- jón á Þórunni Sveinsdóttur, aflakóngur á netavertíð Annar aflahæsti bátur iandsins í lok netavertíðar er Hrungnir frá Grindavík með 1145, tonn en skip- stjóri er Ólafur Sigurðsson. Við náðum ekki sambandi við hann í gærmorgun, þar sem hann var að gera bátinn kláran eftir úthaldið ásamt skipshöfn sinni, en hann hefur ekki veiðar aftur fyrr en um 20. maí, þegar netaveiði er leyfð aftur. Sigurjón kvaðst ætla á tveggja báta troll um 20. maí, tilrauna- veiðar með botntroll með bobb- ingum á móti Matthíasi, bróður sínum, en þeir verða með troll sem er ámóta og togaratroll og helmingi stærra en venjulegt bátatroll. Kvað Sigurjón hlerun- um sleppt með þessu fyrirkomu- lagi og toga þá báðir bátarnir með ákveðinni fjarlægð á milli sín. Kvað Sigurjón þetta spara mikla olíu og hefði þetta fyrirkomuiag gefist vel í Færeyjum. Sigurjón kvað þessa vetrarvertíð hafa fjar- að út með litlum glæsibrag og kvaðst í rauninni hafa lent í tveggja mánaða reiðileysi þegar hann beið eftir þorskinum sem aldrei kom, en í fyrra var hann með 1250 tonn af þorski af liðlega 1500 tonnum sem var þá mesti afli yfir landið 15. maí. Sigurður Georgsson á Suðurey kvaðst ekki ætla á troll fyrr en eftir vertíðarlok. „Ég nenni ekki að vera að standa í neinum bar- Hrafnsungar i hreiðri. Varp hefur misfar- ist og fuglar drepist hann þó vitað í hve miklum mæli fuglar hefðu orðið að láta í minni pokann fyrir harðindunum, en það væru helst lóur og aðrar tegundir sem lifðu á skordýrum. Þeir er lifa á jurtafæðu hefðu betri möguleika á að lifa af, sagði Ævar. Lóurnar hafa átt erfitt að und- anförnu, og sagði Ævar að komið hefði verið með fugla til hans, ým- ist dauða eða nær dauða en lífi, og hefðu þeir oft vegið minna en helming þess sem eðlilegt væri á þessum árstíma, svo mjög hefði verið af þeim dregið. Um varp fugla sagði Ævar lítið vitað enn, en hætt væri þó við að varp hjá þeim er búnir voru að verpa fyrir harðindin, hefði gengið illa. Þegar væri vitað um að varp hrafna hefði misfarist í nokkrum mæli, en minna væri vitað um aðr- ar tegundir sem verpa snemma, svo sem skarf, fálka og haförn. „Það fer mest eftir því hvort þeir eru búnir að verpa og teknir að liggja á hvernig fer," sagði Ævar, „séu þeir aðeins byrjaðir að leggja í hreiðrin en ekki teknir að liggja á, getur illa farið. Ernir og fálkar fara þó að liggja á áður en fullorp- ið er, svo þeir ættu að hafa bjarg- ast.“ Hrafninn sagði hann getá orpið aftur þó misfærist í fyrsta sinn, og aðrar tegundir eins og skógarþrestir, sem vitað var að byrjaðir voru fyrir 10. apríl í vor, koma oft upp þremur ungahópum sama sumarið. TALSVKRT hefur drepist af farfugl- um, sem komnir voru til landsins, i hretinu síðustu daga, að því er Ævar Petersen hjá Náttúrufræði- stofnuninni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki sagði Sigurjón Óskarsson daga, þetta er enginn afli nú,“ sagði hann, en aðspurður kvað hann vertíðina hafa verið feiki- lega erfiða hvað tíðarfar snertir, „það var óvenju mikill ruddi í haf- inu, hreint djöfullegt stundum og ég man aðeins eftir tveimur dög- um þar sem ekki var bræluskít- ur.“ Hann var að búa sig undir lokagildið um kvöldið. Njörður frá Stokkseyri var með 1069.6 tonn, Vörður ÞH fékk 1068.6 tonn og Álfsey var með 1040 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.