Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakiö. að fór allt í bál og brand í þingliði Al- þýðubandalagsins á enda- spretti þingsins ...“ Þannig hófst lýsing blaðamanna Morgunblaðsins, sem staddir voru í Alþingishúsinu á föstu- daginn og urðu vitni að svo hávaðasömum samtölum þing- manna kommúnista á göngum þinghússins, að ekki fór fram hjá neinum, sem þar áttu leið um. Helstu deilumálin snertu þau frumvörp, sem alþýðu- bandalagsmaðurinn Hjörleif- ur Guttormsson hafði lagt fram og undirbúin hafa verið undir hans stjórn í iðnaðar- ráðuneytinu. Málsmeðferð iðnaðarráðherra gagnvart eig- in flokksmönnum er hin sama og gagnvart ráðherrum í ál- málinu, þegar hann tekur sér það bessaleyfi að leggja fram „miðlunartillögu" í viðræðum við Alusuisse án þess að hafa til þess umboð frá ríkisstjórn- inni eða sérstakri ráðherra- nefnd, þar sem sjálfur forsæt- isráðherra Gunnar Thorodd- sen og formaður Framsókn- arflokksins, Steingrímur Her- mannsson, eiga sæti, nefnd, sem hafði það hlutverk að samræma viðhorf innan rík- isstjórnarinnar í álmálinu. Augljóst er, að kommúnist- ar hafa tekið þá stefnu innan núverandi ríkisstjórnar að hafa allar venjulegar starfsað- ferðir í ríkisstjórn og gagn- vart þingflokkum ríkisstjórn- arinnar að engu. Þeir sigla áfram með mál, sem þeim eru kærust, án þess að spyrja kóng eða prest og láta svo slag standa, þegar á hólminn er komið. Fjármálaráðherra Ragnar Arnalds, lagði fram frumvarp um skyldusparnað, sem þingmenn stöðvuðu. Mátti þó skilja, þegar það var lagt fram, að um stjórnarfrumvarp væri að ræða. Venja hefur ver- ið að slík frumvörp séu ekki lögð fram nema fyrir liggi bæði samþykki meðráðherra og þeirra þingflokka, sem rík- isstjórn styðja. Örlög frum- varpsins um skyldusparnað sýna, að hafi ráðherrar Fram- sóknar og úr liði sjálfstæð- ismanna verið búnir að sam- þykkja hinar nýju skattaálög- ur, þá höfðu þeir ekki tryggt framgang þeirra í eigin þing- liði. Sömu sögu er að segja um þau þrjú mál, sem iðnaðar- ráðherra voru kærust: Blöndu- virkjun, steinullarverksmiðju og kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Að þeim öllum var staðið með þeim hætti, að til ákafra deilna kom á Al- þingi. Innan Alþýðubandalagsins hafa löngum togast á sjón- armið þeirra, sem stefna að því að þetta mesta niðurrifsafl í íslenskum stjórnmálum sé „stjórnhæft“, það er að segja virði þá almennu, lýðræðislegu stjórnarhætti, sem gera stjórnmálaflokka hæfa til þátttöku í ríkisstjórn, og hinna, sem vilja að flokkurinn „leiki lausum hala“, taki ábyrgðarlausa afstöðu til allra mála, stundi yfirboð og lýð- skrum. Hinar óvenjulegu og háværu deilur á göngum Al- þingishússins á föstudaginn sýna, að átökin milli þessara hópa er ekki lengur unnt að hemja innan dyra í þing- flokksherbergi kommúnista. Jafnvel formaður þingflokks- ins stendur í háværu rifrildi við flokksbróður sinn, fjár- málaráðherrann, á göngum úti og fjármálaráðherra hrópar að þingflokksformanninum, að hann hagi sér með ósæmi- legum hætti í atkvæða- greiðslu. Á flestu öðru er nú þörf í Ileiðara Tímans á föstudag- inn gerir Þórarinn Þórar- insson, ritstjóri, grein fyrir því með hvaða hugarfari hann les dagblöðin. Hann metur efni greina eftir því, hvar þær birtast. Mest finnst honum til þess efnis koma, sem birtist við hlið leiðara í blöðunum og tekur Dagblaðið & Vísir sem dæmi. Þórarinn segir: „Und- antekningarlaust birtir blaðið það efni, sem því berst frá virðingarmönnum, á áberandi stað hjá forustugrein blaðs- ins.“ Þórarni Þórarinssyni finnst minnst koma til les- endasíðu dagblaðanna, þar sem birt eru bréf frá hinum almenna borgara um þau mál, sem mönnum eru efst í huga hverju sinni. Finnst Þórarni, að ekki þurfi að taka sjónar- mið lesenda „of hátíðlega" og hann fellir þann dóm, að „spaug og slúður“ birtist á les- endasíðum DV. Það er óneitanlega fróðlegt að kynnast viðhorfum Þórar- íslensku þjóðlífi, þegar illa horfir um útflutning mikil- vægra afurða, aflabrögð eru slæm, viðskiptahalli vex og erlend skuldabyrði eykst, en rifrildissegir og niðurrifs- menn hafi ráðin í sinni hendi. I sveitarstjórnakosningunum eftir tæpar tvær vikur gefst kjósen^um færi á því að veita kommúnistum ráðningu. Utan ríkisstjórnar er þeim tamt að tala um „Alþingi götunnar", nú eru þeir sjálfir komnir með eigin deilur út á þinghúsgang- anna — þaðan er ekki langt út á götuna. ins Þórarinssonar til þess, hvernig flokka á efni dag- blaða, eftir því á hvaða blað- síðu það birtist. Sumir telja sig geta ráðið gátur valdabar- áttunnar innan Kremlarkast- ala með því að skoða myndir af sovéskum tignarmönnum á grafhýsi Leníns. Þórarinn Þórarinsson hefur verið rit- stjóri Tímans í meira en 40 ár og skrifað þar ótaldar greinar um alþjóðamál. Um langan aldur birtust þær á „áberandi stað hjá forustugrein blaðs- ins“. Fyrir nokkrum misserum voru nýir menn ráðnir til að bjarga Tímanum úr örbirgð og útbreiðsluleysi. Hvað var hið fyrsta sem þeir gerðu? Jú, þeir fluttu hið „erlenda yfirlit" Þórarins Þórarinssonar frá hinum áberandi stað virð- ingarmanna. Fróðlegt væri, að hinn gamalreyndi ritstjóri Tímans skilgreindi efnisröðun í eigin blaði og legði út af henni til að auka skilning manna á hinum „dýpri rökurn" stjórnmálanna. Upplausn og rifrildi í Alþýðubandalaginu Þ.Þ. les blöðin | Reykjavíkurbréf Laugardagur 8. maí Baráttu- adferdir kommúnista Nýlega var skýrt frá því í frétt- um, að tugir þúsunda Víetnama hefðu verið fluttir til Sovétríkj- anna til að vinna þar upp í stríðsskuldir. Þetta nýjasta dæmi um þrælkunarvinnu í nafni kommúnismans hlýtur að vekja óhug um heim alian, eins og einnig er raunin. Besta staðfestingin á því er klausa í einu af fréttabréf- um áróðursskrifstofu sovéska sendiráðsins í Reykjavík nú í vik- unni. Þar segir, að þessar fréttir um Víetnamana séu „uppspuni heimsvaldaáróðurs" því að „dvöl víetnamskra borgara í Sovétríkj- unum“ megi rekja til milliríkja- samnings frá því í apríl 1981 og síðan segir orðrétt: „Samkvæmt þessum samningi eru víetnömsk- um borgurum tryggð réttindi og frelsi (!) samkvæmt sovéskum lög- um (!!). Þetta fólk starfar og fær þjálfun í þeim héruðum, sem henta því best, hvað loftslag og aðstæður varðar, en ekki í fjar- lægum héruðum Síberíu." Við því er ekki að búast, að þau félög, sem stofnuð hafa verið hér á landi i nafni vináttu við Víetnam, láti til sín heyra út af þessum nauðungarflutningum frá Víet- nam til Sovétríkjanna. Margir af þessum „vinum" Víetnam eru nefnilega meiri vinir Sovétríkj- anna. Því er þetta rifjað upp hér og nú, þegar aðeins tvær vikur eru til sveitarstjórnarkosninga, að atriði eins og þetta þurfa menn að hafa í huga, þegar þeir ganga að kjör- borðinu í kosningunum 22. mai, þótt það sýnist fjarlægt í fljótu bragði. Það er erfitt fyrir hinn venjulega blaðalesanda, að henda reiður á öllu því, sem að honum er haldið nú fyrir kosningarnar. Margt togast á, þegar tekin er ákvörðun um meðferð þess mesta valds, sem einstaklingar hafa um stjórn sinna eigin mála og samfé- lagsins í lýðfrjálsum þjóðfélögum, valdsins, sem kjörseðillinn veitir. Nokkrar meginforsendur eru þó skýrar, meðal þeirra sú, að komm- únistar eru mestu vinir „þjóðfrels- is“, „lýðræðis" og „alþýðunnar“ á meðan þeir telja sér þá vináttu til framdráttar. Nái þeir völdum stjórna þeir hins vegar með harðri hendi og án tillits til vilja almenn- ings. Spyrjum Pólverja, ef okkur finnst Víetnam of fjarlægt. Staða Alþýðu- bandalagsins Hinni nýju stétt í Alþýðubanda- laginu hefur verið það sérstakt kappsmál að telja kjósendum trú um, að hún sé: 1) Baráttusveit fyrir „þjóðfrelsi“ — í því efni seg- ist hún fyigja stefnu, sem gæti verið samin af hugmyndafræðing- um Kremlverja undir kjörorðinu: ísland úr NATO! Herinn burt! 2) Sérstakur verndari lýðræðis — átökin í sveitarstjórnarkosningum eru á milli „flokksræðis og lýðræð- is“ segja Svavar Gestsson og Þjóð- viljinn. Og 3) Pólitísk forystusveit alþýðunnar — fýlgið okkur og kaupið mun hækka og hagurinn vænkast, kosningar eru kjarabar- átta, hrópar Svavar Gestsson. Fyrir utan þessi þrjú grund- vallaratriði streitast fulltrúar Al- þýðubandalagsins í borgarstjórn svo við að tíunda öll „afrekin", sem ýmist eru stolnar fjaðrir eða ósýnilegar, svo að vitnað sé til orða Davíðs Oddssonar á borgar- stjórnarfundi fyrir nokkrum vik- um, þegar hann leiddi í ljós ósannsögli alþýðubandalags- manna um skólamáltíðirnar. En hvað um þessi þrjú baráttu- mál, sem hin nýja stétt Alþýðu- bandalagsins segir að sér séu efst í huga nú sem endranær, þegar dregur að kosningum. Að þessu sinni verður látið hjá líða að ræða um „þjóðfrelsisbaráttu” Alþýðu- bandalagsins, næg tilefni gefast til þess fyrir næstu alþingiskosn- ingar. En hvað um „flokksræðið og lýðræðið"? Sé tekið mið af starfsháttum kommúnista í borg- arstjórn Reykjavíkur, er ekkert að marka heitstrengingar þeirra um samráð við borgarbúa eða tillit til sjónarmiða þeirra. Stjórnartíð vinstri meirihlutans hefur þvert á móti einkennst af þeim valdhroka, sem setur svip sinn á alþýðbanda- lagsmenn alls staðar, þar sem þeir hafa komist til opinberra áhrifa. Þeir stjórna í krafti hins opinbera Þung byrði -----aukin Fasteignaskattur af húsnæði, sem svarar til einnar hæfilegrar íbúðar á fjölskyldu verði ekki gerður að frekari tekjulind borgarinnar en nú er. Alþýðuflokkurinn bendir á, að fast- eignagjöldin eru orð- in mjög þung byrði á öldruðum, sem ekki hafa neinar sérstak- ar, miklar tekjur. Al- þýðuflokkurinn telur því sanngjarnt að þessi gjöld væru felld niður af öldruðum enda hafa þeir lagt nægilega rnikið til þjóðarbúsins. Vinsíri menn lofuðu að fella niður fasteigna- gjöld af íbúðum aldraðra. Aldraðir vita best aö i þessu hefur ekkert veriö gert umfram það sem áður þekktist Þá átti llka að gæta þess að fast- eignagjöld af hæfilegum fjölskyldufbúðum yröu ekki gerð að frekari tekjulind fyrir borgar- sjóð en var 1978 Allir vita hversu mjög fast- eignagjöldin hafa hækkað umfram verðbólg- una og hversu mikil tekjulind þau eru nú oröm fyrir borgarsjóð Tillögur sjálfstæðismanna um verulega lækkun þeirra hafa veriö kolfelldar Skref í budduna Samgönguráðherra ákvaö að láta Reykvlk- inga borga skrefagjald af símtölum sínum Sjálfstæðismenn i borgarstjórn mótmæltu þessu og töldu vegið að hagsmunum Reyk- vikinga Þeir fluttu tillögu um að gjaldið yrði fellt niður. Vinstri menn felldu tillöguna og töldu enga ástæöu til að vernda hagsmuni Reykvfkinga í þessu máli. Hm ■**4MMÉ|i|if dnMiMm lyrtr Sfmanotkun f borginni óhóflpga mikil, fólk talar of mikið f sfma (Atþýöubl 24/5 1978) Dngir sjálfsta'Aismcnn í Reykjavík hafa gefið út bækling, sem heitir „Þcgar cvintýrunum lýkur ...“ og vísar heitið til þessara einkunnaroröa bæklings- ins: „Þegar ævintýrunum lýkur stcndur eftir nakinn raunveruleikinn. llm hann á að kjósa og ekkert annað.“ Var þetta haft eftir Sigurjóni Péturssyni, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og oddvita meirihluta vinstri manna í borgarstjórn Reykjavíkur, i Þjóðviljanum 17. mai 1978. Hér er birt ein siða úr þessum bæklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.