Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 26
AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF. 26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 Á ÞÝSKRI VIKU Á þýsku vikunni, sem stendur yfir á Hótel Loftleiðum 6. —12. maí, sýnum viö í anddyri hótelsins CiOLF og JETTA bifreiöar frá Volkswagen. BÍLALEIGA LOFTLEIÐA notar GOLF og JETTA Búumst við erfiðleik- um í 3—5 ár í viðbót — segir pólski presturinn Zdzislaw Pawlik um ástandið í heimalandi sínu % „ÉG VIL KOMA á framfæri þakklæti frá Pólverjum fyrir þaó mikla örlæti sem íslendingar hafa sýnt með gjöfum sinum síðustu mánuði, en hér safnað- ist mun meira fé miðaö við höfðatölu en í nokkru öðru landi. Við þökkum ekki aðeins fyrir gjafir heldur ekki síöur fyrir þann hlýhug og þann andlega styrk sem við finnum í þeirri samstöðu sem íslenska þjóðin sýnir okkur," sagði Zdzislaw Pawlik, pólskur mótmælendaprestur, á fundi með frétta- mönnum, en hann er hér staddur um þessar mundir í boði þeirra er stóðu um áramótin fyrir landssöfnun m.a. til styrktar pólsku þjóðinni, ASÍ, Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Pawlik er hingað kominn til að greina frá því hvernig sú hjálp sem héðan kom hefur komist til skila og sagði hann alla aðstoð, sem borist hefði frá erlendum að- ilum, hafa dreifst til mótmælenda, kaþólskra og Pólverja af öðrum trúarbrögðum, sem þyrftu hjálp- arinnar við. Pawlik á sæti í sér- stakri samstarfsnefnd ríkisstjórn- arinnar sem hefur yfirumsjón með hjálparstarfinu og hann er formaður samkirkjuráðsins í Pól- landi, sem einnig kemur við sögu skipulagningar hjálparstarfsins. „Við búumst við því að erfiðleik- ar okkar muni enn standa í 3 til 5 ár, því það tekur mjög langan tíma að rétta við matvælafram- leiðslu okkar," segir Pawlik. „Fyrst með haustinu tekur erfið- leikunum eitthvað að linna þegar uppskeran skilar sér, en samt verður ekki allt búið þá. Skuldir okkar eru miklar, öll verslun á í erfiðleikum, landbúnaðurinn á erfitt með að útvega sér áburð, varahluti og annað sem þarf til framleiðslunnar og þess vegna er ljóst að langan tíma tekur að rétta við. í hjálparstarfinu höfum við lagt áherslu á að börn, barnmargar fjölskyldur, sjúklingar, aldraðir og þeir sem á einhvern hátt minna mega sín í þjóðfélaginu fái aðstoð öðrum fremur, en það eru þessir hópar sem verst hafa orðið úti í vöruskortinum. Fulltrúar Islend- inga, sem komu til Póllands á dög- unum, sáu hvernig aðstoð frá Is- landi komst til fólksins. Við höld- um nánu sambandi við þá sem styðja okkur og sjáum til þess að öll hjálp komist til skila. Kirkjan hefur allan tímann fengið að starfa og nefna má að frá því í janúar sl. fá mótmælendakirkjur nú að flytja messu í ríkisútvarp- inu, en áður var það aðeins leyft kaþólsku kirkjunni. Aðspurður um refsiaðgerðir Bandaríkjamanna vegna setninga herlaga í Póllandi sagðist Pawlik ekki telja það réttu leiðina að ein þjóð notfærði sér þannig ástand annarrar í matvælaskorti hennar til að beita pólitískum þrýstingi. (áöur Uröur) ---- Glœsilegur sumaríatnaöur fyrir dömur - s.S: jakkar, buxur, bolir og blússur. ----------- Veriö velkomin. --------------- TÍSKUVERSLUN HAMRABORG 6 KÓPAVOGI SÍMI43711 Sprengjureki 1 Rauðasandshreppi: Heimamenn voru heppnir að tapa ekki lífi eða limum Látrum í apríl. ÞAÐ VAR seinni part vetrar, að bóndinn á Melanesi í Kauða- sandshreppi, Skúli Kjartansson, fann á fjöru sinni sivalning úr áli, um 60 sm langan, um 10 sm i þver- mál. Smellt lok var á öðrum endan- um, en hinn á annan hátt útbúinn. Þegar Skúli ætlaði að taka hlutinn upp og halda heim með hann, fékk hann allt i einu hugboð um að láta hlutinn vera. Smalahundurinn var greinilega sammála bónda, og lét það óspart í Ijós, með þvi að reyna að lokka húsbónda sinn frá þessum hlut. Liðu svo margir dagar að bóndi og hundur áttu leið fram hjá grip þessum, en hundurinn tók alítaf stóran sveig framhjá honum, og reyndi að fá húsbónda sinn til að gera slíkt hið sama. Ef bóndi hreyfði við þessum sívalningi leið hundinum illa, svo að hann lét það vera. En þetta fréttist, fleiri komu til, og ekki er að orðlengja það, sívaln- ingurinn var tekinn til skoðunar, annar endinn tekinn úr og kom þá í Ijós flókinn útbúnaður og sprengjuhleðsla. Sprengjuefnið var í nokkuð föstu formi. Það var skafið, plokkað og kroppað í hleðsluna, en þá var hundinum nóg boðið, og hafði sig burt lúpu- legur. Mannskapnum fannst líka nóg um sitt athæfi og hætti rann- sóknum, en taldi að búnaðurinn væri of vandaður til að vera frá Rússum, og var ákveðið að láta Landhelgisgæsluna vita. Tveir menn frá Gæslunni komu á staðinn og sögðu heimamönnum eftir að hafa skoðað sprengjuna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.