Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 33 Guömundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur: Sjómenn snúi bökum saman og komi í veg fyrir pólitísk hrossakaup „VIÐ VERÐUM að leggja meiri áherzlu á sölu okkar afurða og snúa þeirri óheilla- þróun við sem nú er, að að- eins um 800 manns vinna við sölu útflutningsafurða okkar, en 8.000 manns við innflutn- ing.“ þannig komst Guð- mundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, meöal annars að orði í ræðu, sem hann flutti á útifundi 1. maí í Keflavík. I ræðu sinni sagði Guðmundur meðal annars: Alvarlegt ástand hefur nú skap- ast í íslensku efnahagslífi við hrun loðnustofnsins, fyrir verkamenn og fyrir sjómenn. Vissulega verður að finna loðnufiotanum verkefni og í sjálfu sér ekki óeðlilegt þótt þorskveiðar hafi verið fyrsta tímabundna lausnin sem gripið var til í annars þegar takmörkuð- um þorskkvóta á þau of mörgu skip, sem fyrir voru við þessar veiðar. En þar við er ekki látið sitja og enn eru flutt inn skip til þorsk- Kvennafram- boðin 1908—1926 Ný bók eftir Auði Styrkársdóttur ÍIT ER komin bókin „Kvennafram- boðin 1908—1926“, eftir Auði Styrk- ársdóttur, en bókin er gefin út af Fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands í samvinnu við bókaútgáfu Arnar og Örlygs. Bókin, sem er 80 blaðsíður að stærð, er áttunda ritið i röð um ís- lensk þjóðfélagsfræði. Bók Auðar skiptist í fjóra megin kafla. í 1. kafla er fjallað um þjóð- félagsgerðina 1900 til 1930, 2. kafli er helgaður samtökum kvenna, í 3. kafla er framboðshreyfing kvenna tekin fyrir, og í 4. kafla er skrifað um forvígiskonur framboðshreyf- ingarinnar. I formála sínum að bókinni segir höfundur svo meðal annars: „Rit þetta fjallar um kvennahreyfingar á íslandi frá árinu 1870, er fyrstu kvenfélögin voru stofnuð, til ársins 1926, þegar siðasta kvennaframboð- ið í kosningum kom fram. Stjórn- málahreyfing kvenna, sem lét mikið að sér kveða á árabilinu 1908—1926, er tekin sérstaklega fyrir, stétt- argrunnur hennar, hugmyndafræði, kröfur og endalok. Reynt er að sýna fram á þau félagslegu skilyrði sem hreyfingin þreifst við og hvað olli því að hún varð ekki langlífari en raun bar vitni." Hannes Gissurarson fær NATO-styrk HANNES H. Gissurarson sagnfræð- ingur hefur hlotið styrk úr fræði- mannasjóði Atlantshafsbandalags- ins, til rannsókna og ritunar um efn- ið „Viðhorf og mat á hinni sovésku ógnun", (l'erceptions of the Soviet Threat). Styrkurinn miðast við árin 1982 til 1983 og nemur samtals 130 þúsund belgískum frönkum, eða rösklega 31 þúsundi íslenskra króna. Auk Hannesar llólmstcins fengu fjórtán einstaklingar styrk úr sjóðn- um að þessu sinni, fólk frá Belgíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, V-I>ýskalandi, Ítalíu, Noregi, Tyrk- landi, Bretlandi og Bandaríkjunum. 11,68% hækkun hafnargjalda Samgönguráðuneytið hefur stað- fest 11,68% hækkun á gildandi gjaldskrám flestra hafnarsjóða um landið og hefur hækkunin þegar tek- ið gildi. veiða, ný skip — gömul skip. Ekki er óeðlilegt þótt fiskiskipaflotinn sé endurnýjaður án stækkunar með nýsmíði hér innanlands eða erlendis, en kaup á gömlum ryð- döllum erlendis frá er hreinasta forsmán. Pólitísk hrossakaup, blekkingar og atkvæðaveiðar eru stundaðar við kaup þessara ryð- dalla hingað til landsins. Vegna vanhæfni og vanbúnaðar þessara skipa versnar aðbúnaður áhafnar, vinnuálagið eykst um borð og slysatilfellum fjölgar. Ég vona að sjómenn og samtök þeirra fari nú að snúa bökum saman og taki þannig á málum, að enginn sjómaður ráði sig til starfa um borð í þessi skip. En talandi um stækkun fiski- skipaflotans og minnkandi veiði- kvóta á skip, er rétt að minna á þá kjaraskerðingu, sem sjómenn hafa orðið fyrir umfram aðra launþega vegna hlutfallslega lækkandi fisk- verðs, sem þó hefur ekki borið mikið á tekjulega séð allt fram á síðasta ár, vegna aflaaukningar á skip. Nú þegar er það staðreynd að togarasjómenn fara ekki að sama skapi í frí og áður, menn bæta við sig snúning, það verður lengra og erfiðara úthald, og að lokum fara menn að horfa til lands í atvinnu- leit, en hvað þá með mönnum fiskiskipaflotans og hvað þá með undirstöðuatvinnuveg þjóðarinn- ar? Athyglisvert er, þegar þróun at- vinnumála hér á landi er skoðuð frá árinu 1963—1979 að bera sam- an fjölda starfsmanna við fisk- veiðar og fiskvinnslu annars vegar og fjölda þeirra er störfuðu við hvers konar þjónustustörf og við banka og tryggingar. Vinnufærir menn i landinu Uð fiskveiðar oj 1963 1979 fiskiðnað um 16% um 14% Bankar og fygRingar um 2% um 5% hjónusla um 10% um 24% Heldur fækkar þeim er undir- stöðuatvinnuvegina stunda og með ólíkindum kalla þjónustugreinar á sífellt fleira fólk. En getur sjávar- útvegurinn einn staðið undir meg- inhluta gjaldeyristekna þjóðar- innar? Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, að enn þarf að auka frekari vinnslu sjávarafurða innanlands, um 2.000 nýir ein- staklingar bætast á vinnumarkað- inn að meðaltali á ári hverju næstu árin. Við verðum að skapa þeim tækifæri jafnframt því, sem við verðum að leggja meiri áherslu á sölu okkar afurða og snúa þeirri óheillaþróun við sem nú er, að að- eins um 800 manns vinna við söl- uútflutning afurða okkar, en 8.000 manns við innflutning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.