Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 29 * Utvarpsráð: Harðar um- ræður um stóriðjuþátt HARÐAR umraeAur urðu á fundi út- varpsráðs í gær vegna sjónvarpsþátt- ar Baldurs Hermannssonar um stór- iðju, sem sýndur var fyrir skömmu. Olafur R. Einarsson lagði þar fram mjög harðorða bókun, þar sem hann gagnrýndi þáttinn og höfund hans, en Eiður Guðnason bókaði andmeli gegn bókun Ólafs. Sagði Eiður Guðnason í samtali við Morgunblaðið, að þarna hefði verið um mjög óvenjulegt athæfi að ræða. Hann hefði tekið bókun- ina sem mjög strangar vítur á stjórnanda þáttarins og hefði því bókað andmæli gegn henni. Sagð- ist hann telja umrædda bókun mjög ómaklega í garð stjórnand- ans, Baldurs Hermannssonar. Talsvert var rætt um málið og sýndist sitt hverjum að sögn formanns útvarpsráðs, Vilhjálms Hjálmarssonar, en ekki bókað frekar um það. Fundu bátinn ekki þrátt fyrir leit — þyrla Landhelg- isgæslunnar fann hann að lokum SLYSAVARNAFÉLAGINU barst um niiðjan dag í gær neyðarkall frá Tjaldi frá Akranesi. Var báturinn vélarvana og töldu skipverjar sig vera um 14 mílur vestur af Akranesi. Gísli Árni gaf sig strax fram til að fara Tjaldi til hjálpar, en þegar til átti að taka var ekki með nokkru móti unnt að finna bátinn. Slógust fleiri skip með í leitina, en allt kom fyrir ekki. Er Gísli Árni hafði samband við Slysavarnafélagið og skýrði frá því að ekki tækist að finna bátinn, var leitað til Landhelgisgæslunn- ar og þyrla send af stað. Er hún búin góðum miðunartækjum og tókst að finna bátinn svo að segja strax. Var hann talsvert vestar en skipverjar höfðu talið. Tjaldur var ekki í neinni hættu með að sökkva, en allt rafmagn af skipinu og einhver sjór í vélar- rúmi. Ekki virðast neyðarblys hafa verið um borð því skipverjar notuðu engin. Sigurfari frá Akranesi tók Tjald í tog til Akraness undir kvöldið. Mjallhvít skrifuð að undirlagi djöfulsins? Texasborg, 8. maí. AP. FÉLAGAR í fyrstu kirkju Guðs ætluðu að efna til mikill- ar brennu, en vegna votviðris urðu þeir að láta sér nægja að rífa í tætlur þúsundir bóka, sem þeir töldu skrifaðar undir áhrifum djöfulsins. Einnig tættu þeir myndir ýmiss kon- ar, sem taldar voru óguðlegar, og hljómplötur með popptón- list voru malaðar mélinu smærra. í hópi bókanna voru kunnir titlar, svo sem „Sagan af Mjallhvít", og einn úr hópn- um sagðist ekki ætla að hleypa djöflinum inn fyrir sínar dyr og knúsaði því plötu sína með tónlistinni úr kvikmyndinni „Urban Cowboy". vernda lakkið - varna ryð Svartir og úr stáli. Hringdu í'síma 44100.og pantáðu, þú færð þér svo kaffi meðan við setjum þá undir. \ Sendum einnig í póstkröfu. ZZJblikkver Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100 Þegar hugað er að bifreiðakaupum þá er mikilvægt að velja rétt. BMW 315 er fyrsta skrefið inn í BMW fjölskylduna. Hann er búinn öryggi og styrkleika stærri gerða BMW bifreiða og er það mikilvægt á okkar erfiðu vegum. Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli gerir BM W stöðugri á vegi, enda þekktur fyrir einstaklega góða aksturseiginleika. Endursala BMW er auðveld og hægt er að reiða sig á gott endursöluverð. BMW er valkostur sem vert er að kanna rækilega og ekki skaðar hið hagstæða verð sem gerir flestum mögulegt að aka um á BMW. BMW ánægja í akstri. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20 - SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.