Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 1
56SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 168. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 5. AGUST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Begin: Líkir PLO við Hitler og hans lúsaþræla Tel Avi», 4. >aú«i. AP. BEGIN, fnrsatisráðherra fsraels, segir í bréfi til Reagans, Banda- rikjaforseta, sem var birt í dag í ísrael, að líkja megi ástandinu í Beirut við það sem var síðustu daga Hitlers í Berlín. Skæruliðum Palestínumanna líkir Begin við Hitler og lúsa- þræla hans, sem hírast í neðan- jarðarbyrgjum. Bréfið er sent í þakkarskyni fyrir afmælisskeyti sem Banda- ríkjaforseti sendi Begin á 69. af- mælisdegi hans og þar segir Beg- in einnig, að hann þakki skapara sínum fyrir hernaðarsigra ísraels í Líbanon. í niðurlagi segir: „Kynslóð mín, kæri Ron, sór þess dýran eið, að hver, sem lýsti yfir þeim áformum sínum að eyða ríki Gyðinga eða Gyðingum, hafi þar með innsiglað örlög sín, svo að það sem gerðist í Berlín skuli aldrei endurtaka sig." Lögreglan í Lundúnum: Orðrómur um enn frekari spillingu London, 4. ágúst AP. SVO virðist nú, sem vænta megi enn frekari tíðinda af spillingu inn- an lögreglunnar í Lundúnum. Scotland Yard staðfesti í gær frétt, sem birtist i Daily Mail þess efnis, að leynilögreglumenn utan höfuð- borgarinnar hefðu unnið með glæpamönnum við rán á vöruflutn- ingabifreiðum með dýrmætan farm. Frétt þessi kom aðeins einum degi eftir að Scotland Yard hafði alfarið neitað þeim ásökunum á Með apa í rúminu ('hesterfield, Englandi, 4. igúst AP. LINDA nokkiir Huar vaknaði upp við vondan draum morgun- inn eftir að hún hafði verið úti með nokkrum kunningjum sín- um og ótæpilega hafði verið drukkíð vín. í rúminu við hlið hennar lá sem sagt apakríli í fasta- svefni og um íbúðina flögraði páfagaukur og skrækti há- stöfum. I ljós kom að kunn- ingjar Lindu höfðu brotizt inn í gæludýrabúð og haft á braut með sér nefnd dýr og fært Lindu þau að gjöf. Þar sem hún var um það leyti orðin þéttingsdrukkin mundi hún ekki eftir þessum gjöfum, þegar hún rankaði við sér um morgunin. hendur háttsettum yfirmönnum innan lögreglunnar að þeir hefðu komið í veg fyrir eðlilega rann- sókn á meintri spillingu innan lögreglunnar í Lundúnum. I frétt Daily Mail er sagt frá því, að flut ningabílar allt norður í vesturhluta Yorkshire og suður til Kent hafi verið skipulega rændir. Blaðafulltrúi Scotland Yard vildi ekkert segja frekar um málið og þá varðist lögreglan í Yorkshire allra fregna um mál- ið. Spillingu þessa bar á góma á meðal þingmanna og nokkrir þeirra kröfðust þess að fregnir af meintri spillingu, sem þeim hafði borist til eyrna, yrðu kannaðar til hlítar. Var þess ennfremur óskað að þingið kæmi saman til fundar úr sumarleyfi samstundis til að ræða þetta mál. Myndin var tekin eftir að Vilhjálmur prins, sonur Karls krónprins og Díiinu krónprinsessu, hafði verið skírður í gær. Mððirin heldur i syninum, sem hágrét meðan myndin var tekin. Krónprinsessan situr milli Elísabetar drottningar og Elísabetar drottningarmóður, sem átti afmæli í gær. Fyrir aftan standa þeir feðgar Karl og Filippus. Fjölmenni við skírn prinsins London, 4. igúsL AP. SONUR Karls prins og Díönu prinscs.su konu hans, var í dag skirður inn i ensku kirkjuna með mikilli viðhöfn. Eftir skirnina var á boðstólum kampavin og dýrindis kökur. Vilhjálmur prins af Wales skældi í þrígang er erkibiskupinn af Canterbury, Robert Runcie, jós enni hans vatni úr skírnarfontinum, sem notaður hefur verið við allar konunglegar skírnir frá árinu 1840. Gráti hans var tekið góðlátlega við athöfnina, og þess minnst að það var trú manna á miðöldum að grátur við skírn væri gæfumerki, þar sem þá lægi ljóst fyrir að djöfullinn hefði yfirgefið líkama hins nýskírða. Viðstaddir athöfnina voru, fyrir utan foreldra drengsins unga, amma hans Elísabet II, og lang- amma hans Elísabet drottningarmóðir ásamt 60 gestum öðrum, sem var sérstaklega til veislunnar boðið. Dagurinn var einnig merkur að öðru leyti fyrir konungsfjölskylduna, þar eð langamma prinsins nýskírða, Elísabet drottningarmóðir, hélt upp á sitt 82. afmæli og var henni vel fagnað. Hún mun hafa verið mjög þakklát er hún fregnaði að Díana prins- essa og Karl hefðu tekið þá ákvörðun að drengurinn yrði skírður á afmælisdegi hennar og þótti sér mik- ill sómi sýndur. „Israelar láta ekki beygja sig" - látlausar árásir á Beirút í gær Wishinfflon. 4. iirúsl AP. ^1 '^ Washington, 4. igúst. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, boðaði i dag á sinn fund alla helstu ráðgjafa sína til að ræða síðustu árás- ir Israela á stöðvar PLO í Beirút og álitið er að þar hafi einnig komið til tal.s hugsanlegar refsiaðgerðir gegn ísrael. Bandaríkjaforseti krafðist þess svo síðar í dag að ísraelar hættu þegar í stað árásum á Beirút og PLO-menn færu frá borginni án tafar. Hann var harðorður í garð stjórnvalda í ísrael og benti á að þessar gífurlegu árásir á Beirút ættu sér stað einungis degi eftir að hann hefði lagt hart að Shamir, utanríkisráðherra ísrael, að stöðva bardagana þar eð það væri eitt Kamal Hassan Ali, utanríkisráð- herra Kgvptalands, átti í gær fund með fulltrúa PLO, Ahmiil Sidki Kl- Dajani, í Kairó. Ali sagði aðspurður við fréttamenn nokkru siðar, að Egyptar væru ákaflega gramir ísrael- um vegna framvindu mála i Líbanon. „Samskipti ísraels og Egyptalands eru ekki með eðlilegum hætti og stirðna stöðugt. Ilalili ísraelar upp- toknum hætti að myrða og ofsækja saklausa borgara í Beirút er óhugs- andi annan en Egyptar hætti að við- urkenna ísrael," sagði raðherrann. Egypskur ráðamaður hefur ekki fyrr verið svo harðorður í garð ísraela. þýðingarmesta skrefið í átt til þess að PLO-menn gætu yfirgefið borg- ina og þannig yrði komið í veg fyrir meiri mannfórnir á vígstöðvunum. Menachem Begin, forsætisráð- herra ísrael, gaf síðan í kvöld út yfirlýsingu varðandi refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gagnvart ísra- elum: „Engum mun takast að kné- beygja ríki ísraela." Og hann bætti við: „Það hlýtur að hafa gleymst að Gyðingar beygja sig ekki fyrir oðr- um en Guði." ísraelskar orustuþotur vörpuðu sprengjum á Vestur-Beirút fyrir sólsetur í kvöld eftir að skriðdrekar höfðu þrengt hringinn um búðir PLO í kjölfar fallbyssuárása af landi og sjó. Orustuþoturnar gerðu loftárásir á suðurhluta Beirút um klukkan 16.00 og vörpuðu sprengj- um á svæði við strandlengjuna, nálægt sendiráði Kuwait og Riyad Solh-höllinni. Loftárásunum var haldið í skefj- um framan af degi, samkvæmt upplýsingum frá ísraelskum hers- höfðingjum, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir árásir á eigin menn, en hætta var á því, þar eð skriðdrekar og hersveitir voru á ferð um svæðið sem skiptir borg- inni í tvennt. ísraelar segjast hafa náð á sitt vald í dag tveimur mikilvægum stöðvum PLO í Beirút, en a.m.k. 64 ísraelskir hermenn munu hafa særst í bardögunum sem hófust að- faranótt miðvikudags og stóðu í allan dag. Lögreglan í Beirút segir að a.m.k. 5 óbreyttir borgarar hafi látið lífið og 130 særst í Vestur-Beirút í dag, en hálf milljón íbúa borgarinnar hefur nú verið án vatns og raf- magns i 10 daga. Einnig munu nokkrir menn hafa særst í austur- hluta borgarinnar í þessum síðustu árásum og haft er eftir læknum við sjúkrahús þar, að a.m.k. fjórir hafi látið lífið og 27 særst vegna sprengikúlna sem þar lentu. De Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ, var mjög harðorður í garð ísra- ela í dag. Hann aflaði heimildar til að eftirlitssveitir SÞ færu til Beirút, en þær áttu erfitt með að athafna sig vegna linnulausra árása Israela.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.