Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982
3
Karl á góða
möguleika á
að ná áfanga
að Fide-meist-
aratitli
„ÉG GERÐI jafntcfli vió Nnrgard í
áttundu umferóinni og ef ég næ jafn-
tefli í síðustu umferðinni á morgun,
næ ég áfanga að Fide-meistaratitli“,
sagði Karl Þorsteins í samtali við
Morgunblaðið, en hann teflir ásamt
þeim Elvari Guðmundssyni og Stef-
áni Þórissyni á skákmóti í Noregi,
sem haldið er fyrir skákmenn sem
eru 26 ára og yngri.
í áttundu og næstsíðustu um-
ferðinni vann Stefán sína skák
gegn Einari Gauksel frá Noregi og
er því með tvo vinninga. Elvar
gerði jafntefli við Fide-meistar-
ann Hakke frá Finnlandi og er
með fjóra vinninga. Karl er nú í
áttunda sæti eftir jafnteflið við
Norgard, með fjóran og hálfan
vinning og biðskák, sem að hans
sögn á að vera unnin.
Cudrin, sem var efstur fyrir átt-
undu umferðina, tapaði fyrir Pis-
dall, en þar með er Pisdall orðinn
efstur með sex og hálfan vinning.
Cudrin og Defirmian eru í öðru
sæti með sex vinninga. Það eru því
Bandaríkjamenn í þremur efstu
sætunum.
Karl kvað aðstöðuna á mótinu
vera eins og best yrði á kosið og
veðrið í Lillehammer mjög gott.
Síðasta umferðin verður tefld í
dag, en að því loknu taka þeir Karl
og Elvar ásamt Jóni L. Árnasyni
og Inga R. Jóhannssyni þátt í al-
þjóðlegu móti, sem haldið verður á
sama stað, en það er nokkru
sterkara en það mót, sem þeir
ljúka þátttöku í í dag.
Margeir varð
í 2. til 3. sæti
MARGEIR Pétursson varð í öðru til
þriðja sæti á alþjóðlega skákmótinu
sem lauk í Kaupmannahöfn í gær.
Margeir sem kominn var með sex
vinninga tapaði í síðustu umferðinni
fyrir alþjóðameistaranum Carsten
Höi frá Danmörku.
Við sigurinn gegn Margeiri
hreppti Carsten Höi efsta sætið á
mótinu, en hafði lengi framan af
verið að baki efstu manna. Vinn-
ingur í þremur síðustu skákum sín-
um nægði honum til sigurs, en
hann var jafnframt eini keppand-
inn sem tapaði ekki skák á mótinu.
Tveir keppendur náðu áfanga að al-
þjóðlegum Fide-meistaratitli, þeir
Niels Jörgen Fries Nielsen frá
Danmörku og Van Mil frá Hol-
landi.
Lokastaðan á mótinu varð þessi:
Carsten Höi með 6'A vinning af 9
mögulegum. 2.-3. Margeir Pét-
ursson og Kozlof frá Sovétríkjun-
um með 6 vinninga. 4.—5. Scheer-
en, Hollandi, og Brinck-Claussen,
Danmörku með 5V4 vinning. 6.-7.
Niels Jörgen Fries Nielsen, Dan-
mörku, og Van Mil, Hollandi, með
4‘/i vinning. 8.-9. Eric Bröndum,
Danmörku og Arsenjev frá Sovét-
ríkjunum með 2V4 vinning.
Grafreitur
fyrir gæludýr
á Akureyri
Dýraverndunarfélag Akureyrar
hefur nú um nokkurt skeið leitað
eftir því hjá bæjaryfirvöidum að fá
landspildu undir dýragrafreit. Hef-
ur málaleitan þessi nú fengið
hljómgrunn og er málið að komast
á lokastig. Þetta kemur fram í
Akureyrarblaðinu Degi.
í blaðinu segir að nokkur
kostnaður sé því samfara að
koma upp þessum grafreit fyrir
gæludýr Akureyringa og hafi fé-
lagið ákveðið að halda flóamark-
að til þess m.a. að afla fjár til
þessara framkvæmda.
Skv. upplýsingum Mbl. hefur
garðyrkjuráðunaut bæjarins
verið falið að finna hentugan
stað fyrir grafreitinn.
stendur sem hæst í 6 verzlunum.
Geysilegt vöruúrval.
10% afsláttur af vörum senn
eru eldcí á útsölunni.