Morgunblaðið - 05.08.1982, Blaðsíða 17
il i
— MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982
17
Málþing á Kjarvalsstöðum:
Erum viö á
réttri leið?
í SAMBANDI við sýninguna sem nú
stendur yfir á Kjarvalsstöðum verð-
ur efnt til málþings í kvöld. Verður
þar rædd spurningin: Erum við á
réttri leið? Málshefjandi verður
Eggert Ásgeirsson. Er þess að vænta
að margir vilji koma til að láta í Ijós
skoðanir sínar og hlusta á hvað aðrir
hafi til málanna að leggja.
I fyrri viku voru tvö málþing.
Á hinu fyrra skýrði Ólafur
Ólafsson landlæknir frá því að
meðalævi íslendinga hefði lengst
mjög verulega alveg á síðustu ár-
um þannig að nú væri hún senni-
lega orðin lengst í heiminum.
Þessi lenging er að langmestu
vegna verulega lækkaðrar dánar-
tíðni í aldursflokkunum 65 ára og
eldri.
Má rekja þessa lækkuðu dánar-
tölu að nokkru leyti til bættrar
heilbrigðisþjónustu, leitarþjón-
ustu, minni tóbaksreykinga og
bættrar öldrunarþjónustu. Land-
læknir taldi þó að miklar líkur
bentu þó til þess að stórhækkaður
ellilífeyrir aldraðra og gott efna-
hagsástand í landinu eftir 1970
hafi aukið lífslengdina verulega.
Hann taldi að erfitt væri að koma
með óyggjandi sannanir í þessu
máli og þyrfti að byggja á líkum.
Vöktu þessar upplýsingar land-
læknis mikla athygli fundar-
manna og spunnust umræður
mest um áhrif vinnu, starfsloka og
fæðuvals á heilsufarið. í svörum
landlæknis koma fram að skv.
skýrslum Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar væri vinnutímalengd
hvergi meiri en hér nema í Hond-
úras. Greinilegt væri að atvinnu-
leysi hefur mjög slæm áhrif á
heilsufar, dánartíðni væri hvað
mest hjá öldruðum fyrsta árið eft-
ir að fólk lætur af störfum. Sækir
þá oft að þunglyndi og kvíði,
sjálfsmorðum fjölgar. Það megi
telja gott hér á landi hve fólk
heldur lengi áfram störfum með
einhverjum hætti. Það getur að
vísu verið of mikið stundum. Hitt
er og víst að það er ýmsum hættu-
legt að setjast í helgan stein. Elli-
lífeyrisþegar erlendis leituðu í
vaxandi mæli eftir endurhæfingu.
Hvaða ráð væru þeim gefin. Að
hreyfa sig meira!
Á síðara málþingi ræddi Stein-
dór Steindórsson frá Hlöðum,
fyrrum skólameistari um kyn-
slóðabil. Vakti það að vonum
áhuga manna hvaða skoðanir
þessi reyndi skólamaður hefði á
málinu.
Verður fyrirlestur Steindórs
birtur síðar hér í blaðinu. í um-
ræðum var rætt um orsakir kyn-
slóðabilsins, breytingar á húsnæð-
Mikið pantað
með Herjólfi á
Þjóðhátíðina
í Eyjum
Miklar annir eru nú hjá
Herjólfi í siglingum milli
lands og Eyja í sambandi við
þjóðhátíð Vestmannaeyja um
næstu helgi. Er mikið búið að
panta með skipinu til Eyja og
fer það tvær ferðir á fimmtu-
dag og föstudag með þjóðhá-
tíðargesti. Upppantað er í
klefa og mikið er búið að
panta fyrir bíla, en pláss er
laust í setusölum að sögn
Ólafs Runólfssonar fram-
kvæmdastjóra Herjólfs.
isástandi og atvinnuháttum. Þá
var rætt um hvaða áhrif aldurs-
skipting skólakerfisins hefði. Þá
var það enn rætt sem verið hefur
til umræðu á fyrri málþingum að
aldraðir hefðu sig of lítið í frammi
um aðgerðir í eigin málum og með
því að taka meiri þátt í uppeldis-
málum yngstu kynslóðarinnar.
(Fréttatilkynning.)
Samtök áhugafólks um
grjót- og torfhleóslu
réðust í það verkefni að
byrja að hlaða kot úr
torfi á Árbæjarsafns-
svæðinu yfir verslunar-
mannahelgina. Eins og
fram kom í viðtali við
Tryggva Hansen í
Morgunblaðinu á laug-
ardag eru samtökin að
horfast í augu við fá-
tækraárin, en þau eru
þeirrar skoðunar, að
meira hafi verið um kot-
búskap fyrr á öldum en
margir hafa haldið
hingað til. Sá er átti
hugmyndina að hleðslu
kotsins var Sveinn Ein-
arsson, bóndi frá Hrjót,
en samtökin hafa
ákveðið að gefa
Árbæjarsafninu kotið
að verkinu loknu.
Nýtt vídeótromp
-C6
Enn einu sinni kemur X á óvart
meö glæsilegu nýju myndsegulbandi
sem fengiö hefur frábærar móttökur og var meöal
annars valiö tæki mánaöarins
í ágústhefti What Video
r •• uÉalm .. j
• . □
: «1 u O *;
L * iHiVh. i mc
1
k 432
Frábært tæki
á frábæru verði
16.650
st.gr.
mest seldu
Beta-tæki heims
£5
Hafnargötu 38 Ksflavik - Siml 3883
JAPIS
Brautarholti 2
Sími 27133
myndbandaleigan
Barónsstíg 3
Nýja
Beta
myndbandaleigan býöur ykkur
velkomin.
Mikiö úrval af 1. flokks
myndum, eingöngu í Beta.