Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 27

Morgunblaðið - 05.08.1982, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982 Þorlákshöfn: Egilsbúð vígð við hátíðlega athöfti Hjónin Gunnar Markússon og Sigurlaug Stefánsdóttir, sem ráöin hafa verið að Egilsbúó. lH>rlák.shöfn, 3. ágúsl Á FUNDI sínum hinn 5. apríl sl. samþykkti hreppsnefnd Ölfushrepps að heiðra minningu Egils Thoraren- sen með því að sameina bókasafn og minjanefnd Þorlákshafnar og koma þannig upp í Þorlákshöfn vísi að al- hliða menningarmiðstöð, er kennd verði við hann og nefnd „Egilsbúð**. „í helgri bók segir: „Verið minn- ugir leiðtoga yðar.“ Það er varla hægt að segja annað en að eftir þessari ósk hafi verið farið þegar Þorláksmessa á sumri, 20. júlí, var notuð til þess að opna Egilsbúð. Þorlákur — Egill. Tveir Rang- æingar, sem skiluðu því ævistarfi í Árnesþingi að ekki er hægt að ganga fram hjá nöfnum þeirra þegar saga þess er skráð. Hér í Þorlákshöfn tvinnast nöfnin svo saman, að þessi rúmlega 750 ár, sem eru á milli þeirra eins og hverfa og saman skila þeir okkur hingað sem við nú stöndum. Um heilagan Þorlák segir skáldið frá Djúpalæk, sem fyrstur kenndi börnum hér á staðnum: „Þíns nafns hefir verstöð hér notið, þá náð hefir Guð henni veitt." Þessi verstöð var að koðna niður og stórbýlið komið í eyði þegar Egill sneri taflinu við og lagði grunninn að Þorlákshöfn nútíðar og framtíðar. Egill Thorarensen er fæddur að Kirkjubæ á Rang- árvöllum 7. janúar 1897.“ Þegar nafn Egils er nefnt kemur mönnum fyrst í hug Kaupfélag Árnesinga. Þar hélt hann um stjórnartaumana og byggði upp stórveldi, en hann gerði fleira, hann átti þann draum að höfn risi í Þorlákshöfn. Sá draumur rættist og þar með var lagður grunnur að framtíð Þorlákshafnar og hefur staðurinn blómgast vel síðan. „Það er svo sem engin heims- reisa þó farið sé frá Kirkjubæ að Sigtúnum, en ætli það sé ekki óhætt að segja að Suðurland liti öðruvísi út í dag, en það gerir, ef sú ferð hefði aldrei verið farin eða ef Agli hefði fundist hún of stutt." Hér er ekki unnt að rekja sögu Egils frekar þó vert væri. Hver eru svo tildrögin að stofn- un Egilsbúðar? Frá því 1977 hafa almennings- og skólabókasafn verið rekin sam- eiginlega og haft eina stofu í skól- anum til afnota. Nú voru þrengsli orðin það mikil í skólanum að nota þurfti þessa stofu að fullu fyrir kennslu. Því var ákveðið að skilja söfnin að og flytja almennings- safnið í ágætis leiguhúsnæði að Unubakka 4. Hinn 26. febrúar 1980 sam- þykkti hreppsnefndin að stofna minjanefnd hér í Þorlákshöfn og var henni ætlað að skrá og safna sem flestum náttúru- og sögu- minjum staðarins. „Það er þessi nefnd og bóka- safnið, sem mynda kjarnann í Egilsbúð. Það skal tekið skýrt fram að það var ekki verið að reyna að hressa við tvær hálf- dauðar stofnanir með því að sam- eina þær.“ Árið 1965 var bókaeign safnsins 119 bindi, og það ár voru lánuð úr safninu 242 bindi. í dag er bókaeign safnsins lið- lega 3.000 bindi og útlán á síðasta ári milli 6 og 7 þúsund eða 6 til 7 bækur á hvern íbúa á árinu, sem þýðir að safnið er í dag eitt af fjórum mest notuðu kauptúna- söfnum landsins. Minjanefndin hefur aðeins starfað í rúm tvö ár en hefur þó látið skrásetja allar tegundir jurta sem hér finnast. Hún hefur fengið fræðimann til þess að taka saman þætti úr sögu sveitabæjar- ins í Þorlákshöfn og er það verk vel á veg komið. Einnig hefur nefndin safnað saman gögnum og grafið upp landamerki. í KVÖLD, fimmtudagskvöldió 5. ág- úst, heldur prófessor Sigurður Þór- arinsson fyrirlestur í Norræna hús- inu um eldvirkni á íslandi. Fyrirlest- urinn verður fluttur á sænsku. Safnað hefur verið úrklippum og tekin ljósrit af því sem ritað hefur verið um Þorlákshöfn í dagblöð. Til er allgott yfirlit yfir sögu Söngfélagsins í máli og myndum, en önnur félög eru óunn- in þó mikið sé til af gögnum og munum þar um. Lítilsháttar er til af listaverkum og náttúrugripum, en mjór er mikils vísir. Þau hjónin, Gunnar Markússon og Sigurlaug Stefánsdóttir, hafa verið ráðin að Egilsbúð. Við höf- um lengi notið krafta þeirra bæði við bókasafn og minjanefnd og þar hefur sérhlífnin ekki ráðið ríkjum og ekki spurt um tíma eða peninga þegar eitthvað hefur þurft að gera enda áhuginn fyrir starfinu mik- ill. Ég vil nota tækifærið og óska þeim hjónum svo og öðrum Þor- lákshafnarbúum til hamingju með þennan áfanga og alls góðs í fram- tíðinni. I tilefni af vígslunni var boðið í kaffisamsæti og voru þar mættir um 50 gestir, ræður voru fluttar og gjafir færðar. Jónas Ingimund- arson píanóleikari lék nokkur lög. I stjórn Egilsbúðar eru: Bene- dikt Thorarensen, formaður, Oddný Ríkharðsdóttir, Sigurður Þorleifsson, Guðrún Karlsdóttir og Páll Þórðarson. Hluti þessarar fréttar er feng- inn að láni úr ræðu Gunnars Markússonar á hátíðinni og kann ég honum bestu þakkir fyrir. til- vitnanir eru innan gæsalappa. J.H3. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmyndin „Jörð úr Ægi“, sem Ósvaldur Knudsen tók af Surts- eyjargosinu. Kvikmyndin er sýnd með enskum texta. Fvrirlestur um eldvirkni á íslandi í Norræna húsinu VERÐIÐ HJÁ OKKUR ER SKORIÐ NIÐUR * Sjón er sögu ríkari. STÓRÚTSÖLUMARKAÐURINN Kjörgarði, Laugavegi 59, kjallara, sími 28640. • Herrajakkar. • Unglingapils. • Sokkar. • Náttföt og margt, margt fleira. • Buxur á alla fjölskylduna. • Herraskór. • Skíðavesti. • Peysur á alla, konur og karla. • Bolir. STÓR- UTSÖLUMARKAÐURINN KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.