Morgunblaðið - 05.08.1982, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1982
41
fclk f m
fréttum
Silvia
vill
eignast
fjórða
Æ barnið
L.
^ Carl Gustaf Svíakonungur við
guðsþjónustu ásamt börnum sín-
um Victoriu og Carl Philip. Fjöl-
skylduhamingjan geislar af þeim.
Silvia drottning ófrísk að þriðja barni sínu.
+ Eins og allir vita er Silvia
drottning af Svíþjóð búin að
eignast þriðja barnið sitt, telpu
sem var gefið nafnið Madeleine
Therese Amelie Josephine. Voru
Madeleine Therese Amelie
Josephine umsvifalaust gefnir
titlarnir hertogaynja af Hels-
ingjalandi og hertogaynja af
Gestrekalandi.
En meðan að Silvia lá enn á
sæng barst sú fregn frá Drottn-
ingholmhöllinni að Silvia ætlaði
að eignast fjórða barnið. Heimil-
islæknir sænsku konungsfjöl-
skyldunnar, Gunnar Bjoerck
prófessor, varð uppnuminn af
hrifningu. „Drottningin hefur nú
þegar og á mjög marga vegu ver-
ið til fyrirmyndar fyrir sænsku
þjóðina. Og með þessu er hún
það enn meira en áður,“ sagði
Gunnar Bjoerck sem einnig situr
á sænska þinginu. „Drottningin
sýnir okkur hversu hamingju-
samar barnmargar fjölskyldur
eru.“ Og sænskum konum vildi
þessi sómalæknir segja: „Eignist
fleiri börn — eins og drottningin
okkar.“
Svía þyrsti mjög í að vita
hvemig stæði á þessu frekar
óvenjulega nafni konungsdóttur-
innar og voru ýmis ólík sjónar-
mið uppi um þau mál. Silvia
drottning gaf því eftirfarandi yf-
irlýsingu: „Konungurinn og ég
höldum mjög upp á nöfnin
Madeleine og Therese. Við völd-
um þessi nöfn vegna þess að þau
hljóma svo fallega og gleðja eyr-
að.“
Hitt er svo annað að hin
franska drottning Óskars svía-
konungs hét Josephine, en systir
hans hét Amelie og giftist sú
Dom Pedro keisara af Brasilíu. í
þokkabót heitir svo dóttir bestu
vinkonu Silviu drottningar frá
Múnchen-dögum hennar, Rosi
Mittermaier, líka Ámelie.
Sænskir tölvufræðingar hafa
fengið þær upplýsingar hjá tölv-
um sínum að í Svíþjóð heita
6.008 konur Madeleine og 4.245
heita Therese. Litla prinsessan
mun því eiga þó nokkrar nöfnur.
Fröken Herdís. Ég banna yður að vera með tamda
apann yðar meðan þér vinnið hér á fæðingardeildinni.
Nenne Björneberg fóstra gætir
konungsbarnanna.
Lax - laxveiði - lax
Nokkrir stangardagar lausir í Laxá í Kjós.
Upplýsíngar í símum 21085 og 21388 kl.
9—17.
Höganás H!
Um frostþol flísa
Vegna frostþenslu vatns er áríöandi að vatn smjúgi
ekki inn í flísarnar. Frostþol flísa fer eftir hæfni
þeirra aö hrinda frá sér vatni. Höganás flísar eru
§ framleiddar með þaö í huga. Sé réttur gæðaflokkur
valinn eru eiginleikar Höganás flísanna ávallt jafn
< góðir óháð lit, munstri eða áferð. Tæknimenn okkar
veita allar upplýsingar. Hafið samband við sölu-
deild.
Höganás - fyrirmynd annarraflísa
HÉÐINN
SEUAVEGI 2, SÍMI 24260.
ÚTSALA
Sumarefni
á útsölu
Afsláttur frá
25=4
Bútar
Búöirnar sími 86355.