Morgunblaðið - 07.09.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982
21
I IDrúltlr |
Arnór valinn
besti leikmaður
helgarinnar í Belgíu
— Magnús skoraði fyrir Tongaren
ARNÓR Guðjohnsen gerði sér lítið
fyrir og skoraði bæði mörk Lokeren
um helgina er liðið lék gegn Beer-
chot á útivelli. Lcikur liðanna endaði
með jafntefli, 2—2. Arnór fékk mjög
lofsamleg ummæli í belgísku blöð-
unum í gær og var þar valinn leik-
maður umferðarinnar sera leikin var
ura helgina og fær hæstu einkunn
fyrir leik sinn. Er honum alls staðar
hrósað mjög og sagt, að framfarir
hans séu bæði ótvíræðar og mjög
miklar. Fyrra mark Arnórs var stór-
glæsilegt. Skoraði hann með hjól-
hestaspyrnu frá vítateigshorninu.
Síðara mark Arnórs var skorað með
löngu skoti sem fór í boga yfir
markvörðinn. En mikill snúningur
var á boltanum.
Magnús Bergs lék sinn fyrsta
leik með Tongeren og fór vel af
stað. Hann lék í stöðu miðherja og
náði að skora eitt mark og fékk
góða dóma fyrir leik sinn. Þeir
Pétur Pétursson og Lárus Guð-
mundsson áttu báðir góðan leik
með liðum sínum, þó svo að þeim
tækist ekki að skora mörk.
Úrslit í leikjunum í Belgíu urðu
þessi:
Beveren — F(’ Liege 6—0
Beercbot — Lokeren 2—2
Tongeren — SUndard Liege 2—2
H Bnigetr — Wmregem 2—1
Anderlecbt — Winteralag 2—1
Seraing — Lierae 0—2
Waterarbei — RWD Wolenbeek I—t
Kortrijk — SK Bruges rrestaA
tibent — FC Antwerp 1—I
Evrópumeistaramótiö í frjálsíþróttum í Aþenu:
ítalinn Cova sigrar
óvænt í 10 km hlaupi
Evrópumeistaramótið í frjáls-
íþróttum hófst í Aþenu í Grikklandi.
Keppt er á nýjum og glæsilegum
leikvangi þar í borg, og voru 80 þús-
und manns viðstaddir setningarat-
höfnina og íþróttakeppnina að henni
lokinni í gær. Strax á fyrsta degi fór
fram undankeppni í 100 og 800
metra hlaupum karla og kvenna,
spjótkasti karla og langstökki
kvenna, en úrslit fengust í tveimur
greinum, 10 km hlaupi karla og
kúluvarpi kvenna.
Sigurvegari í 10 km hlaupi varð
ítalinn Alberto Cova, sem er 23 ára,
á 27:41,03 mín. Hann hefur náð góð-
um árangri í langhlaupum siðustu
tvö árin, en var þó ekki talinn sigur-
stranglegur. Annar varð A-Þjóðverj-
inn Werner Schildauer á 27:41,21 og
þriðji Martti Vainio frá Finnlandi á
27:42,51. Stórhlauparinn Carlo Lop-
ez frá Portúgal, sem setti Evrópumet
í sumar og vann ólympíubronzverð-
laun 1976 varð fjórði á 27:47,95 min.
Gífurleg keppni var milli þessara
fjögurra á síðasta hring. Fimmti var
Bretinn Julian Goater á 28:10,98, ft-
alinn Salvatore Antibo fimmti á
28:21,07 og Bretarnir Steve Jones og
Charles Spedding sjöttu og sjöundu
á 28:22,94 og 28:25,91 mín.
Austur-þýzka kraftakonan Iliona
Slupianek sigraði eins og vænta
mátti í kúluvarpi, varpaði 21,59
metra, en hún er ólympiumeistari og
heimsmetshafi í greininni. Önnur
varð Helena Fibingerova frá Tékkó-
slóvakiu með 20,94 og þriðja sov-
ézka stúlkan Nunu Abashidze með
20,82 metra.
Keppni á Evrópumeistaramótinu
stendur fram á laugardag. Keppt
verður til úrslita í dag í 100 metrum
karla og kvenna, langstökki kvenna,
spjótkasti karla og 20 kílómetra
göngu.
• Arnór Guðjohnaen á ná hvern stórleikinn af öðrum.
og Jón
áttu ekki
möguleika
„Þeir Jón og Einar áttu við ramman
reip að draga. Það er mikið af sterk-
um mönnum hér,“ sagði Sigurður
Bjömsson varaformaður FRÍ í sam-
tali frá Aþenu í gær. Sigurður sagði
að Jón Diðriksson UMSB og Einar
Vilhjálmsson UMSB hefðu ekki átt
möguleika á að komast áfram í sín-
um greinum á Evróipumeistaramót-
inu í frjálsíþróttumm, sem hófst í
gær.
Einar kastaði spjótinu 72,26
metra í undankeppninni, en hann
hefði þurft að kasta 80 metra til
þess að komast í úrslitakeppnina.
Tæpir tveir tugir spjótkastara
kasta til úrslita. Einar vann m.a.
danska methafann og einn Svía í
undankeppninni og einn Breta.
Hins vegar er þessi árangur
Einars talsvert frá hans bezta í ár,
hann var öruggur með 77-78
metra, en Islandsmet hans frá í
fyrra er 81,22 metrar.
Jón Diðriksson varð sjötti í sín-
um riðli á 1:50,30 mín., var rúmri
sekúndu frá íslandsmetinu, sem
hann setti fyrr í sumar. A-Þjóð-
verjinn Detlef Wagenknecht sigr-
aði í riðlinum á 1:47,67, annar varð
Spánverjinn Coloman Trabado á
sama tíma, þriðji Finninn Jorma
Harkonen á 1:47,82, Gary Cook
Bretlandi fjórði á 1:48,14 og Hol-
lendingurinn Arno Kormeling
fimmti á 1:48,48 mín.
Sebastian Coe, heimsmethafinn
í 800 m, sigraði auðveldlega í sín-
um riðli á 1:48,66 mín. Undan-
keppnin fer fram í dag, þriðjudag,
og úrslitin á morgun.
ágás.
Frlðlsar Ibrðltlr
„Sigurbumsson" skýtur
Stuttgart á toppinn
— engu líkara en að „Sigurbumsson“
hafi dýnamít í fótunum segir Bild
ÁSGEIR Sigurvinsson hreinlega
blómstrar þessa dagana hjá liði sínu
Stuttgart. I síðustu tveimur leikjum
sínum með sinu nýja liði hefur Ás-
geir skorað þrjú glæsileg mörk og
verið aðaldriffjöðurin í leik liðsins.
Það er ekki óraunhæft að ætla að
Ásgeir Sigurvinsson sé nú að komast
á hátind knattspyrnuferils síns. Ás-
geir hefur átt við þrálát meiðsli að
stríða að undanfornu en þrátt fyrir
þau hefur honum tekist að sýna
Sjguibumsson
IsdrieBen^B
Stuttga rt hodi
Von KLAUS SCHLUTTER und PAUL HERTRICH „Diesmal wor Sigurvinssoi
> í
mm
NUmberg, S. Septeeiber
0:1 gtgM ttvttgart, da mufite der NUmberger
Stadlonspreclter die Club-Fans beruhigen: „Denken
Sigurvinsson
uberragend, morgen mochen
Allgöwer oder Kempe unser
Spiel", erklört Kapitön Bemd
(Allgöwer) oder Sigurbums-
son (Sigurvinsson) schieBenl jjjj.
Die beiden trafen dreimol. Beí E:
Bayern MUnchen hotte Cser- :::::
snilldartilþrif og eiga þýsku blöðin
varla nógu sterk orð til að lýsa hæfí-
leikum hans.
Eitt stærsta blað V-Þýskalands,
Bild, sem gefið er út daglega í
fjórum milljónum eintaka sagði
eftir leik Stuttgart við Núrnberg.
Ásgeir er frábær. Hann skaraði
fram úr. Liðið sem skarar fram úr
þessa dagana í Bundesligunni er
Stuttgart. Fallegu mörkin eiga
Knallgöver og Sigurbumsson en
það nafn hefur Ásgeir verið gefið
vegna þeirrar gífurlegu skothörku
sem hann býr yfir. I Bild mátti
lesa: Það er engu líkara en að Sig-
urbumsson hafi dýnamít í fótun-
um, slík er skotharka hans.
Þá fékk Ásgeir mikla umfjöllun
í blöðum í V-Þýskalandi í gærdag
eftir að lið hans Stuttgart hafði
sigrað 4—1. Ásgeir skoraði eitt
mark og lagði upp annað og var
álitinn besti maðurinn í liði Stutt-
gart. Fékk hæstu einkunn fyrir
leik sinn. Ásgeir virðist ekki ætla
að valda áhangendum Stuttgart
vonbrigðum. En hann tók þar við
stöðu hins fræga knattspyrnu-
manns Hanza Múller sem nú leik-
ur með Inter Milan á Ítalíu. Var
seldur þangað fyrir tvær milljónir
marka. __ j»r.