Morgunblaðið - 07.09.1982, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.09.1982, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982 38 _________Sumartíminn í Madrid: L eikiö úti unú- ir berum himni Krá ilelgu Jónsdóttur, frétUriUra Mbl. í Burgos. „Hátíð rómantísku Madrid" er hluti dagskrár gerðrar af borg- arráði Madrid-borgar. Þar er áætlað að á stærstu torgum borgarinnar fari fram yfir sumarmánuðina leiklist og spænskar óperettur. Leikstjóri sýningarinnar á Plaza Mayor, Antonio Guiráu, hefur komið fyrir á stóru svæði í einu horni torgsins bar, Ieiksviði, sviði fyrir óperettur og tilsvarandi leik- sviðsútbúnaði fyrir sýningar á „Don Juan Tenorio". Tilgangurinn er einfaldur; að Madrid-búar og ferðamenn geti í þrjár klukkustundir notið hátíð- ar, þar sem leikrit, söng- og gamanleikir ráða ríkjum meðan hægt er að labba um leiksvæðið og njóta veitinga á sama tíma. Úrval leikrita Einnig eru haldnar leiksýn- ingar á eftirfarandi torgum í Madrid; á Vázquez de Mella, la Villa de Paris, la Corrala, el templo de Debod og í lystigörð- um del Buen Retiro. Eins og áður segir er hér um að ræða leikrit, gamanleiki, óperettur og barna- sýningar allt eftir spænska höf- unda. Meðal verka eru „E1 grito" eftir Frenando Quinones „La paz“ eftir Aristófanes, „E1 acero de Madrid" eftir Lope de Vega, „La prudencia en la mujer" eftir TÍrso de Molina, „La ilustra fregona" eftir Miguel de Cerv- antes og „Serafín el pinturero" eftir Carlos Arniches. Fyrst var farið af stað með leiksýningu á Plaza Mayor. Byrj- að var að sýna söng- og gam- aleikinn „Don Juan Tenorio", þar sem áhorfendur taka óspart undir í vinsælustu söngvunum. Samt sem áður voru ekki allir jafnhrifnir. Strax á frumsýn- ingu leikritsins kvörtuðu íbúar í hverfinu undan hávaða; sögðu að þeir hefðu engan svefnfrið. Eftir mikið þóf og þjark var ákveðið að heimila áframhald sýningar- innar með þeim skilyrðum að henni lyki eigi seinna en kl. 23.30. Forráðamenn sýningarinnar hafa þurft að breyta skipan hennar vegna þess, gera breyt- ingar á leikritinu, stytta leik- þætti og allt að því sleppa úr atriðum. Á hverri nóttu hlaupa þeir til og frá um svæðið, líta taugaóstyrkir á klukkuna og gæta vel að því að sýningunni verði örugglega lokið fyrir kl. 23.30. Annars hóta skapillir nágrannar að kvarta aftur til borgarráðs. En þar sem hér er ekki um alvöruleikhús að ræða, þar sem mestu máli skiptir sjálft verkið, sem flutt er, lætur áhorfandinn breytingarnar ekki mikið á sig fá. Um 1200 manns komast fyrir á fagurlega skreyttu svæðinu á Plaza Mayor. Við og við á miðri sýningu hlaupa menn á barinn til þess að svala þorstanum (oft er hitinn milli 30° og 35° C þótt um nótt sé). Þrjátíu manna hljómsveit býður viðstöddum upp á fjöl- breytta og glaðværa tónlist úr vinsælum spænskum óperettum: E1 barberillo de lavapiés, Dona Francisquita, La calesera, Luisa Fernanda, La leyenda del beso, E1 último romántico, Bohem- ios ... koma í röð. Leiksýningunni er þannig hag- að að áhorfendur verða að færa sig hingað og þangað um svæðið meðan á sýningu stendur til þess að fylgjast með nýjum atriðum og hinum ýmsu leikþáttum. Skreytingar (leikmunir og leik- tjöld) eru út um allt svæðið. Hugmyndin var frá upphafi sú að milli leikþátta skyldu not- færðar ferðirnar milli sæta til þess að leikritahöfundar (Larra, Bécquer, Zorrilla, Espronceda) ræddu sín á miili og við áhorf- endur um viðkomandi verk. Leikararnir, sem fram koma á þessum útileiksýningum, eru sammála um að það er erfitt en jafnframt spennandi að starfa við svona aðstæður. Andrúms- loftið sé sérstaklega skemmti- legt og svo ólíkt því, sem ríkir yfirleitt í venjulegum leikhús- um. Þar eru áhorfendur alvar- legir og hátíðlegir. Aðstæður krefjast þess. En hér úti undir berum himni eru allir ófeimnir, reykja, tala saman, slappa af ... og sjálfir leikararnir í þuml- ungsfjarlægð. Þetta er afbragðs tækifæri til þess að kynnast annarri hlið leiklistar. í fyrrasumar sáu um 40.00 manns útileiksýningar „Madrid de los Austrias". Aðsókn að „Há- tíð rómantísku Madrid" hingað til lofar góðu og ef svo heldur áfram verða áhorfendur enn fleiri. Takmarkinu yrði þá náð, sem ætlað var í byrjun; að fólk skemmti sér fyrir lítið verð með því að njóta leiksýninga og óper- etta í friðsömu og notalegu um- hverfi undir berum himni Madr- idborgar. Stríd og friður III grein: Utanríkisstefna Ráðstjórnarríkjanna — eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Steinn Steinarr var eitt sinn spurður: „Heldur þú, að Rússar séu friðelskandi þjóð?“ Og hann svaraði: „Rússar hafa fundið upp friðinn, hvorki meira né minna, og má það teljast býsna laglega gert. Þar með er ekki loku fyrir það skotið, að þeir hyggi á landvinn- inga og jafnvel heimsyfirráð í vissum skilningi." (Kvœðasafn og greinar, Rvík, 1964, bls. 341.) Eins og við er að búast, er þetta tilsvar glettilega snjallt og segir furðu- lega mikið. Sennilega er höfuðágreiningur þeirra, sem fylgja friðarhreyfing- unni að málum, og þeirra, sem eru andvígir henni, skilningur á utan- ríkisstefnu Ráðstjórnarríkjanna. Stefnir ráðstjórnin að heimsyfir- ráðum, eins og oddvitar hennar hafa gefið til kynna oftar en einu sinni, eða miðast allar aðgerðir hennar við eðlilega öryggishags- muni? Sé þetta seinna rétt, ber að líta á herkví Austur-Evrópu sem tryggingu þeirra gegn innrás úr vestri. Rússar voru jú einir af sig- urvegurum heimsstyrjaldarinnar seinni. Það hlýtur að skipta miklu máli fyrir mat á öryggishagsmun- um Vestur-Evrópu, hvaða skilning menn telja réttan á stefnu ráð- stjórnarinnar í utanríkismálum. Það er öllum ljóst, sem eitthvað vita um Austur-Evrópu, að þær þjóðir una ekki sælar hinni sov- ézku herkví. Þetta blasir við af ‘at- burðum í Póllandi síðastliðið ár eða svo. Ef sovézkur her hefði tek- ið í taumana með svipuðum hætti og póski herinn gerði 13. desember síðastliðinn, er viðbúið, að það hefði vakið mjög harkalegar að- gerðir fólksins í Póllandi. Bera þó allar fregnir með sér, að Pólverjar gera sér ljósa grein, hvaða skorður Rauði herinn reisir þeim. Það er vart við því að búast, að Tékkar hafi gleymt atburðunum 1968. Það varð að reisa múr í Berlín til að stemma stigu við flóttanum undan bjarnarhrammi alræðisins. Frá Ráðstjórnarríkjunum berast fregnir af andófsmönnum, sem stjórnvöld þurfa að kljást við. Hin opinbera guðfræði . austur þar, verk Marx, Engels, Leníns og Stal- íns, á í vök a verjast í huga al- mennings, að sögn erlendra fréttamanna. Styrkur hugmynd- afrðinnar dvínar stöðugt. Hedrich Smith, sem var fréttamaður New York Times í Moskvu upp úr 1970, segir frá því i bók sinni The Russi- ans (London 1980, bls. 360), er rússneskur blaðamaður, háttsett- ur í Kommúnistaflokknum, ræddi eitt sinn við hann um efnisleg gæði og hugsjónir. Smith segir við hann, að sér virðist allir hugsjóna- mennirnir í Ráðstjórnarríkjunum séu fjarri höfuðborginni. Rússinn féllst á það og segir síðan: „Þú minnir mig á franska stúlku, sem sagði eitt sinn við mig: „Við hötum ykkur, þessa Tékka og Rússa, því þið sækist eftir þeim efnislegu gæðum, sem vð höfnum." Þetta er satt. Fólk vill efnisleg gæði núna. En þú verður að skilja hvers vegna. Það eru 56 eða 57 ár síðan byltingin átti sér stað. Fólk veit, að hálf öld er liðin, og það segir: „Við vitum um byltinguna og borgarastríðið og stríðið við naz- istana og byggingu samyrkjubú- anna og fyrstu fimm ára áætlan- irnar og fórnina, sem krafizt var. Við skiljum þetta allt, en hvað um loforðin? Ég lifi aðeins einu sinni, og lífið er stutt. Ég vil því fá eitthvað sjálfur, ekki bara loforð um framtíðina." Af þessum sökum dvínar byltingarmóðurinn. Það er einungis eðlilegt eftir svona lang- an tíma.“ Það er raunar fleira, sem menn tína til, þegar þeir draga í efa herstyrk og árásarhneigð Ráð- stjórnarríkjanna. Það, sem mestu máli skiptir, eru gæði vopnabún- aðarins. Þá er bent á, að iðnaður sovézkur er vanþróaður miðað við Vestur-Evrópu, til dæmis sé tölvu- tækni 10 árum á eftir Vesturlönd- um. (H. Smith: s.r. bls. 291.) Af þessari vanþróun leiði beinlínis, að vopnabúnaður Rússa geti ekki verið jafn góður og Vesturlanda. Þess vegna sé ástæðulaust að hafa stórar áhyggjur af því, þótt Rúss- ar hafi nokkru fleiri eldflaugar og skriðdreka, meiri skotfæri, fleiri skip og kafbáta en Vesturlönd. Tæknibúnaðurinn í þeim sé svo lélegur, að þau standist vestræn- um vopnum ekki snúning. Það er rétt að skoða þessar röksemdir aðeins nánar. Um gæði búnaðarins er það að segja, að um þau eru afar takmarkaðar upplýs- ingar marktækar af eðlilegum ástæðum. Niðurstaða Smiths byggist á viðtölum við marga menn, en hann hafði engan sér- stakan aðgang að upplýsingum umfram hvern annan. Auk þess gerir hið miðstýrða hagkerfi Ráðstjórnarríkjanna mögulegt, að vörur og tæki til forgangsverkefna eins og hernaðar hlíta miklu strangari gæðakröfum en almenn- ur iðnaður, og eru því í miklu hærri gæðaflokki en vörur, sem seldar eru neytendum. Það er því ekkert, sem mælir gegn því, að hernaðartæki séu mun fullkomn- ari en annar iðnvarningur. Það er eflaust rétt, að hug- myndafræðin er að missa tökin að einhverju marki. En það ætti líka að vera öllum ljóst, að enginn við- mælandi Smiths efaðist um, að Kommúnistaflokknum bæri for- ræði í öllum málum, að andófs- mönnum undanskildum. Allir aðr- ir voru einnig óánægðir með bág lífskjör, en töldu flokkinn geta bætt úr því. En þótt almenningur, sérstaklega menntamenn af ýmsu tagi, sé að einhverju marki orðinn ónæmur fyrir hugmyndafræðinni, þá fylgir hann henni nánast und- antekningarlaust, ef á reynir. Auk þess má geta sér þess til, að í Rauða hernum sé hugmyndafræð- in ekki með þeim hola hljómi í eyrum þeirra, sem nema hana, og í eyrum almennings. Þar lifi hún hvað beztu lífi, stjórni gerðum manna í hvívetna, sé þeim leið- arljós í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur. Hún hafi ekki glatað neinu af þeim krafti, sem hún hafði í upphafi. Ef hin marxíska hugmyndafræði lifir einhvers staðar, þá er það í Rauða hernum. Óánægja með hana virðist því vera yfirborðsfyrirbæri, sem ristir ekki mjög djúpt. Það er rétt, að Austur-Evrópa gæti reynzt Rússum ótrygg, ef til átaka kæmi. Og sæju íbúar þeirra landa þess nokkurn kost, þá myndu þeir losa sig úr herkvínni. En það er engin ný saga, að bandalagsþjóðir hervelda, sem kúgaðar eru til fylgis, geti reynzt ótryggar. En á meðan enginn al- varlegur brestur kemur í valda- kerfi Ráðstjórnarríkjanna, er ekki nokkur ástæða til að ætla, að herveldi þeirra sé að veikjast. Það er miklu nær að líta svo á, að þær hugmyndir, sem þeir vestrænu menn gerðu sér um utanríkis- stefnu Ráðstjórnarríkjanna, sem hafa reynzt raunsæjastar og stýrt Vesturveldunum í 30 ár, séu nær sanni, en þær sem ég hef nú nefnt. „Greinilegt er, að rússneska stjórnin telur markmið utanrík- isstefnu sinnar vera tvenns konar. Annars vegar vill hún efla völd og öryggi Rússlands sem mest. A hinn bóginn telur Sovétstjórnin ríki sitt vera heimkynni og arin heimsbyltingarinnar og vill, að þaðan leggi loga hins nýja skipu- lags um alla heimsbyggðina," sagði Bjarni Benediktsson um markmið utanríkisstefnu Ráð- stjórnarríkjanna árið 1949. (Sjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.