Morgunblaðið - 06.11.1982, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.11.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982 11 Bjarni sýnir í „Happy-húsinu“ í DAG klukkan 14 verður opnuð húsgagna- og málverkasýning í Flugbjörgunar- sveitin með merkjasölu Vetrarstarf Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík hófst ad venju með æfingum í Gigjökli helgina 25.-26. sept. sl. Stóð hún í tvo daga. I*ar var æft isklifur og tryggingar i ís, og gengið var á Hámund á sunnu- daginn. Allir flokkar sveitarinnar tóku þátt í æfingu þessari en síðan halda flokkarnir sjálfir æfingar svo sem hjálp í viðlögum, fjall- amennsku og rötun, og eru þær æfingar tvisvar í mánuði auk styttri og lengri ferða um helgar. Allt þetta miðar að því að gera félagana hæfari til að mæta áföll- um er dunið geta yfir, t.d. björgun úr flugslysum, leit að týndum og aðstoð við samborgarana. Því munum við leita til sam- borgarana nú um helgina 6.-7. nóv. með merki sveitarinnar og bjóðum þau til kaups. Það er von okkar að allir taki vel á móti rauðklæddum sölumönnum okkar og sýni það nú að það kunni vel að meta störf okkar, því án stuðnings frá landsmönnum öllum getum við ekki haldiö sveit okkar í fullri þjálfun. Um þessa sömu helgi mun kvennadeild FBSR, sem hefur ver- ið okkar stoð og stytta í áravís, halda kökubasar í safnaðarheimili Langholtssafnaðar sunnudaginn 7. nóv. kl. 14. Landsmenn við væntum stuðn- ings ykkar því að okkar styrkur — ykkar öryggi. mtövrm- - Ilappy-húsinu, Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði. Sýningin veröur opin virka daga frá klukkan 9—22 og sunnudaga frá 14—22 fram til 21. nóvember. Bjarni Jónsson hefur frá ár- inu 1952 haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um land og erlendis. Á sýn- ingunni í Hafnarfirði eru eink- um þjóðlífsmyndir, dýramynd- ir, blómamyndir, landslags- myndir og málaður rekaviður. Kvenfélag Kópavogs með basar Laugardaginn 6. nóvember kl. 2 e.h. ætla konur í Kvenfélagi Kópavogs að halda árlegan basar sinn, að Hamraborg 1, niðri. I ár breytum við til og höfum aðallega kökur á boðstólum, þó er ekki loku fyrir það skotið, að þar sjáist einnig venjulegir bas- armunir. Ágóðinn rennur í „Líknarsjóð Áslaugar Maack" og í félags- sjóð, en úr báðum þessum sjóð- um hefur verið veitt í þágu aldr- aðra. Hlutverk „Líknarsjóðs Ás- laugar Maack" hefur í rúm þrjátíu ár verið — og er enn — að styðja þá sem hafa þurft þess með vegna sjúkleika eða annarra erfiðra aðstæðna. Við vonumst til þess, að Kópavogsbúar og aðrir líti inn í Hamraborg 1, niðri, á laugar- daginn kl. 2 e.h. og styðji þessa starfsemi okkar. (FrétUtilkynning) Kór Langholtskirkju syngur í Fossvogskirkju Kór Langholtskirkju flytur Requiem eða sálumessu eftir Wolfgang Amadeus Mozart um helgina. Tónleikarnir verða sunnudaginn 7. nóvember og mánudaginn 8. nóvember og hefj- ast báðir klukkan 21.00 í Foss- vogskirkju. Einsöngvarar eru Ólöf K. Harðardóttir, Elísabet Waage, Garðar Cortes og Halldór Vil- helmsson. Félagar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leika, kon- sertmeistari er Michael Schelt- en. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Bein lína til Moskvu! — Við höfum sett upp nýja sjónvarpsloftnetió og sýnum dagskrá rússneska sjónvarpsins á skjánum. Komið í verslun okkar í dag og kynnið ykkur möguleikana á að taka sjónvarpsefni frá öðrum löndum inn í stofu. Sjón er sögu ríkari. Opið í dag til kl. 16.00 HLJÐMBÆR huombír sharp^ 111111111 m HLJOM-HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI !ífY«R,fJ?£PTU 103 _____ ____________ SIMI 25999 17244

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.