Morgunblaðið - 06.11.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1982
13
if
Fólk við borð úti í náttúrunni. „Þetta er svona þykjustukaffiborð," sagði
Karólína, „því fólkið er ekki með neitt kaffi eða bolla.“
„Þetta er amma mín, Karólína, en hún bjó í Turnherberginu á Hótel Borg.
Svona man ég eftir henni, þar sem hún sat og horfði út um gluggann.“
„Þetta er fólk að bíða, ég veit ekki eftir hverju. — Það bara kom til mín og
ég setti það á mynd.“
LjÓHmynd Mhl.: Kristján Einarsson
Sovéskur fréttaþulur. Hann er að öllum líkindum að segja frá úrslitum kosninganna í Bandaríkjunum.
Einkaaðili tekur á móti sjón-
varpssendingum um gervihnött
í fyrsta skipti hér á landi
FYKIRT/EKIÐ Illjómbær hf. hefur komið sér upp tækjum til móttöku á
sjónvarpsscndingum um gervihnött og var fréttamönnum í fyrradag
boðið að fylgjast með sendingum sovéska sjónvarpsins í tilefni af því.
Kom í Ijós að myndgæði voru mikil, ekki að sjá síðri en þegar horft er á
íslenska sjónvarpið.
Enn sem komið er, er þess að-
eins kostur að sjá sendingar
þessa gervihnattar, því gervi-
hnettir ýmissa annarra landa eru
ekki enn komnir upp. Sovéski
gervihnötturinn sem um ræðir
nefnist Horisont I og er yfir
miðbaug á 13 gráðu vestlægrar
lengdar, í 36 kílómetra hæð yfir
jörðu. Hann sendir efni á þrem
aðskiljanlegum rásum og mátti
einnig sjá við þetta tækifæri
sjónvarpssendingar frá Kúbu. A
árunum 1985 og ’86 er áætlað að
koma upp gervihnöttum frá
Vestur-Þýskalandi, Bretlandi,
Luxemborg og Frakklandi og
ættu sendingar frá þeim gervi-
hnöttum að nást hér á landi með
þessum útbúnaði, verði þær ekki
truflaðar. Liggja þeir jafnvel bet-
ur við okkur, þar sem þeir verða
nær okkar lengdargráðu.
Það er diskur, þrír metrar í
þvermál, sem nemur sendingarn-
ar, auk þess sem þörf er útbúnað-
ar til að breyta sendingamerkjum
hnattarins fyrir sjónvarp. Heild-
arkostnaður þessa útbúnaðar
uppkominn er um 300 þúsund
krónur. Er jafnvel talið að
tveggja og hálfs metra diskur sé
nægjanlegur og er þá kostnaður-
inn 250 þúsund.
Opið hús verður í versluninni
Hljómbæ að Hverfisgötu 103,
laugardaginn 6. nóvember frá
klukkan 10—16.00, þar sem þessi
útbúnaður verður kynntur.
Verið
velkomin
Bírna Ólafsdóttir, hárgreiöslumeistari.
Margrét Guðmundsdóttir, hárgreiðslusveinn.
f Orðsendíng
tíl Kópavogsbúa
Viö höfum nú tekið við rekstri hárgreiöslustofunn-
ar aö Þinghólsbraut 19, Kópavogi.
Við bjóöum auövitaö alla almenna hársnyrtingu
svo sem: permanent, klippingu, lagningu, hár-
þvott, litun, blástur, strípur, skol, djúpnæringu
o.s.frv.
Viö höfum opiö frá kl. 9—18 á virkum dögum og
frá kl. 9—12 á laugardögum.
Við tökum viö pöntunum í síma 40369.