Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 27. tbl. 70. árg. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 Prentsmidja Morgunblaðsins Bush við komuna til Brussel í dag: Samheldni NATO-ríkja mikilvægasti þátturinn Símamynd/AP Josef Glemp kardináli Mynd þessi sýnir hvar Jóhannes Páll páfí II gerir Jozef Glemp erkibiskup að kardinála við hátíðlega athöfn í Vatikaninu í gær. Sautján aðrir biskup- ar voru gerðir að kardinálum við athöfnina, en útnefning þeirra fór fram fyrir skömmu. Fjárveitingar til landvarna auknar — segir í Hvítri bók bresku stjórnar- innar um fjármál næstu þriggja ára Lundúnum, 2. febrúar. Al\ STJÓRN Margrétar Thatch- er hyggst auka fjárveitingar til varnarmála á næstu þrem- ur árum, meðal annars til varna Falklandseyja, meira en nokkurs annars máls fyrir utan atvinnuleysis- og trygg- ingabætur. Frá því breski flotinn var send- ur til Falklandseyja í apríl í fyrra til að ná eyjunum að nýju úr hönd- um Argentínumanna og fram til ársins 1986 munu varnir Falk- landseyja kosta Bretland rúmlega 2,5 milljarða punda, samkvæmt tölum stjórnarinnar sem birtar voru í gær. Þessar tölur voru birtar í Hvítri bók stjórnarinnar. Þar segir einn- ig, að ríkisútgjöld fyrir árið 1982—1983 hafi verið of hátt áætl- uð, um sem svarar 1,7 milljörðum punda og verði þegar allt er talið 113 milljarðar punda. Útgjöld fyrir árið 1983—1984 eru áætluð 119,5 milljarðar punda. Fjárlög ársins verða lögð fram þann 15. mars næstkomandi. Talið er að stjórnvöld hafi aukið svigrúm til skattalækkana á árinu vegna þess að ríkisútgjöld fyrir síðastliðið ár námu ekki eins hárri fjárhæð og áætlað hafði verið. Líklegt þykir að stjórnin fari þannig að með kosningar innan 15 mánaða í huga. Brussel, 2. lebrúar. Al\ LEO Tindemans, utanríkisráðherra Belga, tjáði George Bush varaforseta í dag, að belgísk stjórnvöld teldu samn- ingatilboð það, sem Bandaríkjastjórn hefur gert Sovétmönnum í viðræðun- um um takmörkun meðaldrægra kjarnorkuflauga í Evrópu, vera hið eina rétta. Brussel er þriðji áfangastaður Bush á tólf daga Evrópuferðalagi, sem á að afla stuðnings við málstað Bandaríkjamanna í samningavið- ræðunum í Genf. Hann verður tvo daga í Brussel og mun einnig ræða við fulltrúa NATO og EBE. „Ef ekki næst samkomulag í Genf, verða flaugarnar settar upp,“ sagði Tindemans eftir viðræðurnar í dag. Bush lagði áherslu á nauðsyn sam- heldni NATO-ríkjanna og sagði að það myndi koma niður á samninga- viðræðum austurs og vesturs ef þau stæðu ekki saman. „Það er ekki um neina stefnu- breytingu af okkar hálfu að ræða,“ sagði Tindemans einnig í dag, en áætlað er að koma fyrir 48 meðal- drægum eldflaugum í Belgíu ef ekki yrði samið. Belgísk stjórnvöld hafa tilkynnt að meðan málin séu að skýrast sé leitað að heppilegum stöðum fyrir flaugarnar. Attatíu mæð- ur fangelsað- ar í Teheran l*arís, 2. febrúar. AP. SKRIFSTOFA írönsku útlaga- samtakanna Mujahedeen Khalq í I'arís sagði í dag aó yfirvöld í Teheran heföu nýlega handtek- ið 80 konur sem fóru fram á vitneskju um afdrif barna sinna sem handtekin hafa verið. í tilkynningu Mujahedeen- samtakanna segir að konurn- ar hafi verið handteknar fyrir framan höfuðstöðvar lögregl- unnar 15. janúar. Þar fóru fram mótmæli vegna fólks sem horfið hefur sporlaust og talið er að sé pólitískir fangar stjórnvalda. Bundið var fyrir augu kvennanna og þær færðar í fangelsi nokkurt í útjaðri Te- heran. Sjö þeirra voru látnar lausar tveimur vikum síðar, en ekki er vitað um afdrif hinna. Bretar og ítalir styðja ,,núll-lausnina“ Margrét Thatcher sagði í dag að „núll-lausn“ Reagans væri besta hugsanlega leiðin til að ná fram kjarnorkujafnvægi Sovétríkjanna og vestrænna ríkja. Hún tilkynnti þetta á fundi með bandarískum blaðamönnum og sagði mikilvægast að risaveldin réðu yfir jafnmörgum kjarnaoddum. ítalir lýstu einnig yfir stuðningi við „núll-lausnina“ í dag og sögðu hana eina raunhæfa samnings- grundvöllinn. L()GREGLA handtók í dag tyrkne.sk- an ríkisborgara í Mílanó, en hann er grunaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða Jóhannes Pál páfa II í fyrir- hugaöri ferð hans til Mílanó þann 6. maí næstkomandi. Yfirstöðvar lögreglunnar í Róma- borg segja manninn heita Mustafa Savas, en tyrknesk lögregluyfirvöld í Ankara segjast ekki hafa neinn með því nafni á skýrslum sínum. Savas var handtekinn samkvæmt skipun ítalsks dómara, sem sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann hefði ráðgert árás á páfa í Mílanó í samráði við annan ónefndan mann. START-viöræður hafnar á ný Samningamenn Bandaríkjanna og Sovétstjórnarinnar í START- viðræðunum um fækkun lang- drægra kjarnorkueldflauga settust aftur að samningaborði í Genf í dag eftir tveggja mánaða hlé. Fundurinn var haldinn í aðal- stöðvum sovésku samninganefndar- innar. Aðalsamningamaður Banda- ríkjastjórnar í þessum viðræðum er Edward L. Rowney og samninga- maður Sovétstjórnarinnar er Viktor Paulovich Karpov. Savas mun ekki hafa verið ákærð- ur formlega. ftalska fréttastofan ANSA hafði eftir heimildum innan lögreglunnar að Savas hefði verið handtekinn vegna sakbendingar ítala nokkurs, sem situr í fangelsi vegna máls óháðu þessu, en hann fullyrðir að Savas hafi reynt að fá hann til sam- starfs við sig í tilræðinu fyrirhug- aða. Ekki hefur neitt komið fram í máli þessu sem gefur til kynna að það sé í sambandi við meint morð- tilræði Ali Agca við páfa 13. maí 1981, en páfi var þá særður illa í skotárás. Munchausen-veikin gerir dönskum læknum lifiö leitt Kaupmannahofn, 2. fobrúar. AP. SJÚKRAHÚS og næturlæknar í Kaupmannahöfn hafa verið opin- bcrlega vöruð við manni nokkrum, 41 árs að aldri, sem til heilsunnar er eins og nýsleginn túskildingur en sannkallaöur snillingur í að gera sér upp hina hroöalegustu sjúkdóma. Á síðustu þremur árum hefur þessi danski Múnchausen verið fluttur á sjúkrahús 27 sinnum og 20 sinnum hefur hann verið sett- ur í gjörgæslu. Heimilislæknir- inn hans er sagður vera kominn út á ystu nöf andlegrar örvænt- ingar enda kemur maðurinn til hans á hverjum degi með ný og ný einkenni hinna skelfilegustu pesta, sem mannkynssagan kann að greina frá. Viðvörunin til læknanna birt- ist í vikuriti dönsku læknasam- takanna en þar sagði, að maður- inn væri hrldinn Múnchausen- veiki, sem lýsir sér í óviðráðan- legum en þó ekki ósennilegum lygum, ofboðslegri þörf fyrir leikræna tjáningu og ímyndun- arveiki. Veikin heitir eftir Múnchausen barón, átjándu ald- ar ævintýramanni, sem kunni þá list að segja vel frá. í læknaritinu segir, að maður- inn sé alveg furðulega fróður um einkenni hinna ólíkustu sjúk- dóma og sérfræðingur í að kveinka sér á réttum tíma. Raunar segir líka, að hann virð- ist njóta þessa alls fram í ystu fingurgóma. Þegar manninum er sagt, kannski eftir vikulegu á sjúkrahúsi, að ekkert ami að honum, bregst hann ávallt vel við, brosir til læknanna og kveð- ur þá með handabandi — að sinni. Einu sinni var gerð tilraun til að koma manninum í meðferð hjá sálfræðingi en hún fór út um þúfur. Yfirgengilegar sjúk- dómslýsingar sjúklingsins höfðu þau áhrif á sálfræðinginn, að hann var sjálfur farinn að finna til hér og þar, svo að hann forð- aði sér á hlaupum strax í fyrsta tíma. Edward Rowney (t.v.) og Viktor Karpov, samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í START-viðræðunum, sjást hér áður en þeir hófu viðræður sínar að nýju í gær Tyrki handtekinn í Mflanó: Hafði í hyggju að myrða páfa Mflanó, 2. febrúar. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.