Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 39 fclk í fréttum + l'essi mynd af Freddie Laker var tekin þegar hann var að koma frá því að vera orðinn Sir. Þá lék allt í lyndi og gerir reyndar enn, ef frá eru taldar skuldirnar, hátt í níu milljarða ísl. kr. grindunum, sem fundust í klæðaskáp" flugfélagsins og átti þá við skuldasúpuna. Laker stökk þá á fætur baðaði út öllum öngum, byrgði sjónvarpsvélun- um sýn, en tókst þó ekki að loka fyrir hljóðnemana. „Ég held þessu ekki áfram. Nei, nei, nei. Þú ætlar að fara að tala við mig um tryggingar lána- drottnanna og hlutafjáreigenda. Það kemur ekki til mála ... það er enginn til í öllum heiminum, sem getur tryggt allt og alla.“ Af Laker er annars það helst að frétta, að hann hefur nú stofnaö nýtt ferðaskrifstofu- fyrirtæki, Skytrain Holidays, en hið fyrra, Laker Airways, fór á Freddie Laker vill ekki tala um skuídirnar + Sir Freddie I.aker, ferðakóngur- inn frægi, sem fór á hausinn eins og kunnugt er, sat fyrir svörum í breska sjónvarpinu nú fyrir nokkr- um dögum. Þegar talið barst að skuldunum, sem flugfélagið hans skildi eftir sig, brást hann hins vegar hinn versti við og stormaði á burt með miklum bægslagangi. Það, sem fór svona í taugarnar á Laker, var að viðmælandi hans fór að tala um „eina af beina- hausinn 5. febrúar fyrir ári. Skuldirnar, sem það lét eftir sig, eru engin smásmíði eða 8.640.000.000 ísl. kr., átta millj- arðar sexhundruð og fjörtutíu milljónir. + Stephanie Lawrence (t.v.) á að fara með hlutverk Marilyn Monroe í nýj- um, breskum söngíeik. Til hægri er Maril.vn Monroe sjálf í myndinni „There is no business like show- business". Nýtt Marilyn Monroe-æði? + Tuttugu ár eru nú liðin frá láti Marilyn Monroe, einhverrar mestu þokkagyðju kvikmyndanna frá upp- hafi. Af þessu tilefni hefur vcrið gerður söngleikur um ævi hennar og mun hann hlaupa af stokkunum í London 17. mars nk. Stephanie Lawrence heitir stúlk- an, sem mun fara með hlutverk Marilyn, en hún hefur einnig þótt standa sig frábærlega sem „Evita" í samnefndum söngleik. Er því spáð, að söngleikurinn muni hleypa af stað miklu Monroe-æði, sem raunar hefur verið fyrir hendi allt frá dularfullum dauðdaga leikkonunn- ar. + Ringo Starr, sem er ekki sagður neinn fátæklingur, hefur nú heldur betur hncykslað marga landa sína. Ilann hefur beðið sveitarfélagið þar sem hann býr að veita sér um 17.000 kr. styrk til að einangra betur stóra villu, sem hann á nokkuð fyrir utan London. Fyrri eigandi hússins var vinur hans John heitinn Lennon. í orku- sparnaðarskyni styrkja bresk stjórnvöld einangrun húsa en mög- um þykir fulllangt gengið þegar milljónamæringur vill njóta góðs af almannafé til að einangra hús, sem er langtum stærra en nokkur fjöl- skylda þarf á að halda. SIEMENS SIWAMAT þvottavélin frá Siemens • Vönduö. • Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. ÚTSÖLU lýkur eftir helgi Allt á aö seljast. Mikill afsláttur. Kjólabúðin Dís, Dalshrauni 13, Hafnarfirði. Sími 51975. FEBRÚARTILBOD Viö bjóöum eitt þúsund króna afslátt af 12 mynda myndatöku og einni stórri stækkun í stæröinni 30 X 40 cm. Verö meö afslætti er kr. 1.480.-. Ath. Tilboð þetta stendur aöeins í febrúar. Pantiö því tíma strax. oama&fjölsk/ldu- Ijðsmyndir Austurstrœti 6, sími 12644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.