Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1983 Aldraðir í umferðinni — fræöslufundur á vegum Umferðarráðs og Öldrunarráðs íslands Að frumkvsði Norðurlandaráðs hefur verið ákveðið að árið 1983 verð; helgað baráttu gegn umferö- arslysum. Hefur því verið valið heit- ið NORRÆNT UMFERÐARÖR- YGGISÁR. Er ákveðið að beina sér- stakri athygli að hinum svonefndu óvörðu vegfarendum, þ.e. öldruðum, lotluðum, börnum, gangandi fólki og hjólreiðamönnum. Af þessu tilefni var stofnað til samvinnu milli Umferðarráðs og Öldrunarráðs íslands um að efna til fræðslufundar um aldraða i umferðinni. Fundurinn var hald- inn föstudaginn 21. janúar að Borgartúni 6. Um 60 manns sóttu fundinn. Formaður Öldrunarráðs ís- lands, sr. Sigurður H. Guðmunds- son, setti fundinn og bauð sérstak- lega velkominn Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra sem kominn var til að ávarpa fundarmenn. Dómsmálaráðherra fagnaði samvinnunni um norrænt umferð- aröryggisár, drap á þær breyt- ingar sem orðið hafa í samgöngu- málum íslendinga á örskömmum tíma og hvatti til þess að þjóðin sameinaðist um að láta yfirstand- andi ár marka þáttaskil til breyttrar og bættrar umferðar- menningar. Þá flutti landlæknir, Ólafur Ólafsson, mjög fróðlegt erindi sem hann nefndi: Hvers vegna er um- ferðin hættuleg öldruðum? Hann gerði grein fyrir sérstöðu aldraðra f umferðinni og hvatti til sam- starfs um bætta umferðarmenn- ingu. Framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs, Óli H. Þórðarson, flutti er- indi er hann nefndi: Sérstök vanda- Frá fræðslufundinum á vegum Umferðarráðs og Öldrunarráðs fslands. I.jósmynd Gunnar G. Vigfússon. ALDRAOfR í UMFERÐINNI A árinu er þess vænst að skilnlngur aukist milli hílstjóra ofl hinna óvörðu í umferðinni. Þeirra á meðal er ALDRAÐ FÓLK MÍ UMFEBÐAR li RÁÐ Bæklingur „ALDRAÐIR í UM- FERÐINNI" sem Umferðarráð hef- ur nýlega gefið út, og kynntur var á fundinum. mál aldraðra í umferðinni. óli vakti m.a. athygli á sérstöku leiðbein- ingarriti, ALDRAÐIR í UM- FERÐINNI, sem er nýkomið út á vegum Umferðarráðs. Hann minnti einnig á önnur gögn frá ráðinu sem fundarmönnum var ráðlagt að taka með sér, t.d. endurskinsmerki sem nú er ákveð- ið að dreifa til sem flestra aldr- aðra. Þá flutti Sigurður Ágústsson, fulltrúi í skrifstofu Umferðarráðs, erindi um slysatíðni aldraðra í um- ferðinni. Studdi hann mál sitt talnaskýrslum og línuritum. Kom þar m.a. fram að slysatíðni aldr- aðra er tiltölulega há. Má t.d. minnast þess að á árinu 1977 var 21 nær þriðjungur þeirra er létust vegna umferðarslysa 65 ára og eldri, þ.e. 11 af 37. Guttormur Þormar, yfirverk- fræðingur umferðardeildar gatna- málastjóra Reykjavíkurborgar, flutti erindi um aldraða í borgar- umferð. Guttormur skýrði m.a. með glærum myndir og aðrar upp- lýsingar um störf borgaryfirvalda að slysavörnum og bættri umferð- armenningu. Þeir Vigfús Gunnarsson, for- maður í ferlinefnd fatlaðra og Carl Brand, framkvæmdastjóri Endurhæfingarráðs, sýndu lit- skyggnur með ótal dæmum um örðugleika hreyfihamlaðra við að komast leiðar sinnar um borgina, en þar gegnir svipuðu máli um marga aldraða. Jón Á. Gissurarson, fyrrverandi skólastjóri, flutti erindi um um- ferðina af sjónarhóli aldraðra. Taldi hann umferðina í Reykjavík geigvænlega, notkun einkabíla hóflausa og lagði til að aukin yrði notkun almenningsvagna en leiða- kerfi þeirra og tækjakost vildi hann láta samræma breyttum ferðavenjum. Síðasta erindið flutti forseti Slysavarnafélags íslands, Harald- ur Henrysson. Hann ræddi eink- um um aukna hlutdeild frjálsra fé- lagasamtaka í umferðarslysavörnum aldraðra. Haraldur taldi að hér gætu margvísleg félagasamtök unnið stórvirki og hét á þau til aukinna starfa að vörnum gegn umferðarslysum. Þá hófust frjálsar, almennar umræður. Margir tóku þátt í þeim og frummælendur svöruðu fjölda fyrirspurna. Fundarmenn voru hvattir til að beita sér fyrir auknum aðgerðum félaga og stofnana til að draga úr slysatíðni og ljá einkum lið sitt til þess að auka öryggi hinna svonefndu óvörðu vegfarenda svo sem stefnt er að með þeirri sam- vinnu sem nú er hafin um NOR- RÆNT UMFERÐARÖRYGGIS- ÁR. ERDLÆKKUNVERÐUEKKUNVERDLiÆKKUNVERDLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERDUEKKUN _____ - ■ < Lada verðlækkun á árgerð 1982 : Vegna sérstakra samninga viö Lada-verksmiöjurnar getum viö boöiö stórkostlega verölækkun á Lada bifreiöum árgerö 1982. Lada 1300 kr. 140^00. Nú kr. 99.300. Lada 1300 Safír kr. 133.46» Nú kr. 108.500. Lada 1600 Canada kr. JAÍ.7W. Nú kr. 126.500. Lada 1500 station kr. J4A600. Nú kr. 129.000. Lada Sport standard kr.jLQ6.0eO. Lada Sport nú frá kr. 158.000. Komið, skoðið, þiggið kaffisopa og spjallið við sölumennina I < Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf ■I ÍíSSiíj Suðurlandsbraut 14 — Simi 38600 — 31236. ERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐLÆKKUNVERÐL/EKKUNVEROLÆKKUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.